Læknablaðið - 15.03.1982, Side 18
76
LÆKNABLADIÐ
Aðalfundur Læknafélags íslands 21.-22. september 1981
FUNDARGERÐ
Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn í
Domus Medica í Reykjavík dagana 21. og 22.
september og hófst kl. 09.00.
Formaður L.Í., Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson, setti fundinn og bauð gesti og
fulltrúa velkomna. Gestir fundarins við setn-
ingu voru peir Svavar Gestsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, Ólafur Ólafsson,
landlæknir, Guðjón Magnússon aðstoðariand-
læknir og Björn Önundarson, tryggingayfir-
læknir.
Heilbrigðisráðherra, Svavar Gestsson, flutti
stutt ávarp.
Því næst var gengið til dagskrár. Fundar-
stjóri var skipaður Örn Smári Arnaldsson og
fundarritari Sigurður Örn Hektorsson, báðir
fram að hádegisverðarhléi.
Skýrslu stjórnar flutti formaður, Þorvaldur
Veigar Guðmundsson. í upphafi máls síns
minntist hann félaga, er látizt höfðu frá síðasta
aðalfundi L.í. Fundarmenn risu úr sætum til að
votta hinum látnu félögum virðingu sína.
Þá gat formaður þess, að skýrsla stjórnar
starfsárið 1980-1981 yrði birt í Læknablaðinu
innan skamms.
Formaður stiklaði á stóru um efni skýrslunn-
ar, sem fylgir fundargerð pessari*). Gat hann
þess jafnframt, að henni fylgdi greinargerð frá
formanni stjórnar Læknaþjónustunnar, sem
þó væri ekki hluti af ársskýrslu stjórnar L.í.
Síðan fóru fram umræður um skýrslu stjórnar.
Sigurður f>. Guðmundsson taldi tvö atriði, er
hann vildi benda á, er Sþyrja ætti um:
a. Hvort ritnefnd Læknablaðsins væri að ein-
hverju leyti sjálfkrafa skipuð »kerfismönn-
um« og átti þá við aðstoðarlandlækni og
skólayfirlækni.
b. Hvort stjórn L.í. hefði tekið afstpðu til eða
kannað framgang og umfjöllun nýrra heil-
brigðislaga í Svíþjóð, er varðaði stöðu
lækna, sem talin er veikjast mjög með setn-
ingu þeirra.
*) Birtist i Læknablaðinu 7. tbl. 1981.
Þorvaldur Veigar svaraði varðandi Læknablað-
ið og upplýsti, að skv. lögum L.í. og L.R. eru
félögin bæði útgefendur blaðsins og ráða
ritstjóra þess.
Ólafur Ólafsson landlæknir, var sammála
um, að skipan ritnefndar lyktaði svolítið af
mafíu.
Guðmundur Oddsson svaraði varðandi
stöðu lækna í Svíþjóð, og kvað hann forystu-
menn læknasamtakanna þar harðlega hafa
mótmælt fyrrnefndum sænskum lögum. Lögin
munu ekki hafa verið samþykkt ennþá.
Guðjón Magnússon kvað falazt hafa verið
eftir sér tii ritstjórnarstarfa af Bjarna Þjóðleifs-
syni og Erni Bjarnasyni.
Skúli G. Johnsen kvaðst ánægður með
umræðuefni aðalfundar L.í. Hann kvað upp-
byggingu heiisugæzlustöðva í Reykjavík í
samræmi við fyrri yfirlýsingar L.R.
Ólafur Ólafsson minnti á tvö mál:
a. Álit Jónatans Þórmundssonar (bls. 16 í
ársskýrsiu).
b. Framhaldsmenntun íslenzkra lækna erlend-
is, en á því sviði væru ýmsar þrengingar
yfirvofandi, og taldi hann horfur á versn-
andi menntun íslenzkra lækna.
Halldór Halldórsson kvað marga óánægða
með árangur í kjaramálum og benti á, að halda
þyrfti almenna fundi, áður en samningar rynnu
út hverju sinni.
Vigfús Magnússon ræddi nokkuð um Sel-
fossmálið svonefnda.
Geir Gunnlaugsson taldi upplýsingastreymi
læknafélaganna til einstakra lækna of lítið.
Viðar Hjartarson skýrði frá gangi mála
varðandi orlofsheimili.
Reikningar L.í. lagðir fram, áður afhentir
fundarmönnum. Reikningar voru samþykktir
samhljóða.
Tillögur til ályktunar lagðar fram og skipað
í starfsnefndir varðandi þær.
Mál frá svæðafélögum voru engin.
Skýrsla stjórnar Domus Medica flutt af