Læknablaðið - 15.03.1982, Blaðsíða 20
78
LÆKNABLADID
Brynjólfur Ingvarsson lýsti stuðningi við álit
meirihluta um orðalag 5. gr.
Viðar Hjartarson lýsti einnig stuðningi við
meirihlutaálitið um 5. gr.
Sigurbjörn Sveinsson gerði fyrirspurn um
breytingar á ákvæðum um skyldur um að láta
af hendi sjúkraskrár og aðrar heimildir um
sjúklinga. »Fær framkvæmdavaldið hér það
vald, sem dómstólar hafa nú?«
Haukur Pórðarson grínaðist með, að pessi
læknalög mættu eins kallast landlæknislög og
íaði að pví, að á landlækni væru lagðar full
miklar skyldur eða kvaðir.
Ólafur Ólafsson, landlæknir, svaraði ýmsum
fyrirspurnum og athugasemdum, t.d. í gam-
ansömum tón Sigurði B. Porsteinssyni um
læknanema í héraði og á ábyrgð landlæknis.
Ingimar Sigurðsson svaraði enn og benti
m.a. á, að í drögum um læknalög væri afnumin
»héraðsskyldan«. Svaraði hann Sigurbirni
Sveinssyni játandi.
Umræðum slitið kl. 16.30.
Fundi framhaldid kl. 16.45
Porvaldur Veigar Guðmundsson kynnti erindi
frá landlækni um túlkun á gjaldskrá heilsu-
gæzlulækna, hvernig haga beri greiðslu fyrir
störf, sem sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur
vinna á heilsugæzlustöð.
Guðmundur Sigurðsson reifaði málið nánar
og lýsti peim skilningi sínum, að gjaldskrá
heilsugæzlulækna næði bara yfir vinnu, sem
heilsugæzlulæknir framkvæmdi. Hins vegar
mætti krefja sjúkling um greiðslu á umbúða-
kostnaði, pegar hjúkrunarfræðingur og/eða
sjúkraliði ganga frá umbúnaði sára, án pess að
læknir komi par nærri. Hann taldi hins vegar
vel koma til greina, að heilsugæzlustöðvar
fengju heimild til að taka greiðslur fyrir t.d.
rannsóknir unnar af meinatækni á rannsókna-
stofu stöðvarinnar. Hann taldi, að misræmi
væri í pví, að læknar mættu taka greiðslur
fyrir störf við lækningar, en ekki við heilsu-
gæzlu.
Sigurbjörn Sveinsson talaði næstur. Hann
taldi, að kjör heilsugæzlulækna hefðu verið
rýrð mikið, er felldur var niður réttur peirra til
að taka greiðslur fyrir heilsugæzlustörf.
Guðjón Magnússon kvað kveikju pessarar
umræðu vera kæru frá hjúkrunarfræðingi, sem
áður vann á heilsugæzlustöð úti á landi, um að
læknar hefðu tekið greiðslur fyrir störf, sem
peir unnu ekki, heldur hjúkrunarfræðingur.
Undirstrikaði hann pörf á að samræma af-
greiðslu pessara mála á hinum ýmu heilsu-
gæzlustöðvum.
Vigfús Magnússon taldi lækni hafa rétt til að
taka greiðslur fyrir störf, sem hjúkrunarfræð-
ingur vinnur á heilsugæzlustöð, pví að pau
störf væru unnin á ábyrgð læknis, en um störf,
sem hjúkrunarfræðingur vinnur í heimahúsum,
gegnir öðru máli.
Brynjólfur Ingvarsson tróð næst í pontu og
taldi heilsugæzlulækni bera jafnt ábyrgð á
störfum hjúkrunarfræðings, hvort pau væru
unnin á eða utan stöðvar.
Geir Gunnlaugsson lýsti líka dæmum um
erfiðleika á túlkun gjaldskrár heilsugæzlu-
lækna varðandi störf, sem hjúkrunarfræðingur
vinnur.
Sigurður B. Þorsteinsson taldi, að lækni bæri
greiðsla fyrir störf, sem hann bæri ábyrgð á.
Halldór Halldórsson varaði við peirri öfund,
sem skapaðist hjá samstarfsfólki í garð lækna
vegna peirra aukagreiðslna, sem læknar fá og
samstarfsfólk oft innheimtir.
Vigfús Magnússon benti á, að réttur til að
gera ákveðinn hlut væri ekki pað sama og að
gera hann. Hann undirstrikaði pó, að greiða
ber fyrir ábyrgðina.
Guðmundur Sigurðsson taldi viðhorf Hall-
dórs á misskilningi byggt. Sagði hann viðhorf
Tryggingastofnunar ríkisins til túlkunar gjald-
skrár vera pá, að greiða bæri fyrir kontakt,
beint eða í síma. Hann taldi petta viðhorf
varhugavert. Það bæri að efla heilsugæzlu, en
skrifa færri lyfseðla.
Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, tók
næst til máls og nefndi dæmi um túlkun
Tryggingastofnunar ríkisins á gjaldskrá heilsu-
gæzlulækna. Honum fannst ekki réttlætanlegt,
að læknir, sem sæti á Húsavík eða Akureyri,
tæki greiðslu fyrir störf, sem hjúkrunarfræðing-
ur ynni á Kópaskeri eða Raufarhöfn.
Fundi slitið kl. 17.30.
Þriðjudagur 22. sept. 1981 kl. 09.00
Formaður setti fund, skipaði Tryggva
Ásmundsson fundarstjóra og Leif N. Dungal
fundarritara.
A. Kynnt álit starfsnefnda, afgreidsla tiliagna:
1. Tillaga frá L. í. svohljóðandi:
»Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn 21.
og 22. sept. 1981, felur stjórn félagsins að
vinna að pví, að fjármálaráðherra viðurkenni