Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1982, Page 21

Læknablaðið - 15.03.1982, Page 21
LÆKNABLADID 79 L. í. sem heildarsamtök lækna til að fara með öll samningsmál peirra, sbr. 3. gr. laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfs- manna.« A thugasemdir: Úr lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna nr. 46/1973: »3. gr. Heildarsamtök starfsmanna ríkisins, sem fjármálaráðherra hefur veitt viðurkenn- ingu, fara með fyrirsvar ríksstarfsmanna um gerð aðalkjarasaamninga og aðrar ákvarðanir í pví sambandi. — Heildarsamtök pessi skulu velja sér samninganefnd, sem fer með umboð peirra til samningagerðar. Samtökin skulu tilkynna fjármálaráðherra formann og vara- formann samninganefnda, eigi síðar en við uppsögn samnings, sbr. 2. mgr. 8. gr. — Stjórnir einstakra félaga innan viðurkenndra heildarsamtaka eða til pess kjörnar nefndir fara með fyrirsvar peirra, að pví er varðar pann pátt samninga, sem um ræðir í 6. gr. Stjórnir viðurkenndra heildarsamtaka skulu tilkynna fjármálaráðherra eigi síðar en við uppsögn kjarasamnings, hvaða félög hafi á hendi pennan samningsrétt. — Prátt fyrir ákvæði 1., 2. og 3. mgr. er fjármálaráðherra heimilt að veita Læknafélagi íslands, að beiðni hlutaðeigandi heildarsamtaka, rétt til að fara með kjarasamninga fyrir pá félagsmenn sína, sem ráðnir eru með skemmri uppsagnarfresti en priggja mánaða. Tekur petta bæði til aðalkjarasamninga og sérkjarasamninga. — Ríkisstarfsmaður, sem lög pessi taka til, sbr. 1. gr., á rétt til að vera félagsmaður viður- kenndra samtaka, sbr. 1. mgr., eða félags innan vébanda peirra, eftir nánari reglum í sampykkt- um samtakanna. Ríkisstarfsmaður má eigi vera félagi eða aðili að félagi innan nema eins hinna viðurkenndu heildarsamtaka. — Ríkis- starfsmaður, sem eigi er innan vébanda heild- arsamtaka peirra, sem viðurkenningu hafa hlotið, sbr. 1. mgr., skal greiða til peirra heildarsamtaka og aðildarfélaga, sbr. 3 mgr., sem hann ætti að tilheyra, gjald, sem er jafnt og pað, er mönnum í sambærilegri stöðu er gert að greiða, séu peir innan heildarsamtaka. 4. gr. Launakjör ríksstarfsmanna, sbr. 1. gr., skulu ákveðin með kjarasamningum aðila peirra, sem um ræðir í 2. og 3. gr. Launakjör ríkisstarfsmanna, sem eigi eru innan vébanda heildarsamtaka peirra, sem viðurkenningu hafa hlotið, sbr. 3. mgr. 3. gr., skulu ákveðin af fjármálaráðherra án samninga. Slíkar ákvarð- anir skulu tilkynntar stjórnum viðurkenndra heildarsamtaka. Launakjör hæstaréttardóm- ara, ráðherra og saksóknara ríkisins skulu ákveðin af Kjaradómi.« Eins og sést af pessum greinum er samn- ingsréttur gagnvart ríkisvaldinu háður viður- kenningu fjármálaráðherra á viðkomandi heildarsamtökum. Af pessu leiðir, að B.H.M., sem eru viðurkennd heildarsamtök, gerir aðalkjarasamning fyrir fastráðna lækna í pjón- ustu ríkisins. í 4. mgr. 3. gr. er hins vegar undan- tekningarákvæði, sem veitir L.í. samningsrétt fyrir lausráðna sjúkrahúslækna, að undangeng- inni beiðni B.H.M. Stjórn L.í. er peirrar skoðunar, að kjaramál- um Iækna sé bezt komið pannig, að allur samningsréttur sé í höndum félagsins, jafnt fyrir fastráðna lækna sem aðra. Með viður- kenningu fjármálaráðherra á L.í. sem heildar- samtökum hliðstæðum B.H.M. væri pessi samn- ingsréttur fenginn. Forsendur fyrir veru L.í. í B.H.M. væru pá ekki lengur fyrir hendi. Sigurður B. Porsteinsson gerði grein fyrir áliti vinnuhóps, en par er lagt til, að bætt verði aftan við tillöguna ákvæði um úrsögn L.l. úr B.H.M. Valdimar K. Jónsson, formaður B.H.M., sem ásamt framkvæmdastjóra B.H.M. hafði verið boðið á fundinn, varaði eindregið við úrsögn, en taldi, að L.í. gæti samt sem áður fengið rétt til að fara með öll samningamál Iækna. Taldi hann, að slík úrsögn gæti minnkað slagkraft L.í. í samningaviðæðum, ágóði væri enginn og gætu sjúkrahúslæknar verið í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, ef peir óskuðu pess. Hann gerði grein fyrir skipulagi og starfsemi samtak- anna, en greindi jafnframt frá fyrirætlunum ýmissa norrænna læknasamtaka um úrsögn úr parlendum bandalögum. Guðríður Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri B.H.M., tók í sama streng. Hún útskýrði starfsemi Kjaradóms, sem nokkuð hefði verið gagnrýndur fyrir lítinn skilning á málefnum lækna. Valdimar stakk upp á, að einn varamaður dómsins yrði læknir, sem gæti komið inn í dóminn, pegar hann fjallaði um mál lækna. Ýmsir fundarmenn tóku til máls, allir með- mæltir tillögunni, en skiptar skoðanir voru um viðbót starfsnefndar. Að lokum dró Sigurður B. Þorsteinsson viðbótina til baka f.h. nefndarinnar. Tillagan var síðan borin upp og sampykkt með 14 samhljóða atkvæðum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.