Læknablaðið - 15.03.1982, Page 22
80
LÆKNABLADID
2. Tillögur til lagabreytinga frá stjórn L.Í.,
svohljóðandi:
»8. gr., 3. mgr. orðist svo: Stjórnin boðar til
aðalfundar með minnst tveggja mánaða fyrir-
vara. Eftirtalin gögn skulu send aðildar-
félögum minnst einum mánuði fyrir aðaifund:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Tillögur til lagabreytinga.
3. Mál frá svæðafélögum, sem þau óska að
leggja fyrir aðalfund.
4. Tillögur stjórnar um stjórnarkjör.
Allar tillögur til ályktunar á aðalfundi og
tillögur um stjórnarkjör, skulu hafa borizt
stjórn L.í. eigi síðar en 7 dögum fyrir fundinn.«
»13. gr. í greinina bætist nýr málsliður.
Verður 2. ml. þeir einir greiði atkvæði um
kjarasamning, sem taka laun skv. honum.«
»18. gr„ 3. mgr. orðist svo: Enginn félags-
maður má sækja um eða taka við stöðu eða
embætti, nema auglýst hafi verið með minnst
fjögurra vikna fyrirvara.«
Sigurður B. Þorsteinsson tilkynnti, að starfs-
nefnd legði til, að tillögurnar yrðu samþykkt-
ar óbreyttar. Jafnframt beindi nefndin því til
stjórnar L.Í., að efni 18. gr. yrði rækilega kynnt
félagsmönnum. Tillögurnar voru samþykktar.
3. Tillaga frá stjórn L.R.:
»Aðalfundur L.Í., haldinn í Domus Medica 21.
og 22. sept. 1981, skorar á heilbrigðisyfirvöld
að gangast fyrir breytingum á lögum um
heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978 á þann veg, að
læknaráðum sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva
sé tryggður fulltrúi í stjórn viðkomandi stofn-
unar.«
Haukur Þórðarson sagði starfsnefnd styðja
tillöguna óbreytta, og var hún síðan samþykkt
samhljóða.
4. Tillaga frá stjórn L.Í.:
»Aðalfundur L.Í., haldinn 21. og 22. sept. 1981,
beinir því enn til læknadeildar, að hún hraði
endurskoðun á gildandi reglugerð um veitingu
lækningaleyfa og sérfræðileyfa, þannig að
henni verði lokið á þessu ári.«
Haukur Þórðarson sagði starfsnefnd styðja
tillöguna, en benti jafnframt á, að e.t.v. þurfi
að bíða endurskoðunar læknalaga, þar eð
þær breytingar geti haft veruleg áhrif á
þessa reglugerð. Stjórnarmenn L.í. töldu ekki
ástæðu til að bíða. Lagabreytingar gætu síðar
haft sín áhrif, en það mætti ekki tefja endur-
skoðun reglugerðarinnar.
Tillagan var síðan borin upp og samþykkt
samhljóða.
5. Tillaga frá stjórn L.R. með breytingum
starfsnefndar:
Starfsnefnd lagði tillöguna fram nokkuð breyt-
ta. Guðjón Magnússon skýrði frá störfum
stöðunefndar og sagði frá nýju eyðublaði fyrir
stöðumsóknir sérfræðinga og yfirlækna. Taldi
hann téða tillögu geta valdið hættu á mismun-
andi umsögnum læknisfræðilegra aðila, sem
veitingavaldið gæti síðan fært sér í nyt.
Örn Smári lýsti sig fylgjandi tillögu vinnu-
hóps og greindi frá störfum stöðunefndar
læknaráðs Borgarspítalans.
Tillagan var síðan borin upp og samþykkt
samhljóða.
»Aðalfundur L.Í., haldinn í Domus Medica
21. og 22. sept. 1981, skorar á heilbrigðisyf-
irvöld að gangast fyrir breytingu á lögum um
heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978 á þann veg, að
leitað sé umsagnar stjórnar læknaráðs viðkom-
andi heilbrigðisstofnunar, þar sem þau starfa
skv. lögum, við ráðningu yfirlækna og sérfræð-
inga.«
6. Tillaga stjórnar L.R., með breytingum
starfsnefndar:
Sigurður B. Þorsteinsson las tillögu starfs-
nefndar, sem er nokkuð breytt. Örn Smári
taldi rétt að halda sér við upphaflegu tillöguna,
en breytingartillaga starfsnefndar var síðan
borin upp og samþykkt med 6 samhljóða
atkvæðum:
»Aðalfundur L.Í., haldinn í Domus Medica
21. og 22. sept. 1981, felur stjórn L.í. að beina
því til stjórnar Félags íslenzkra heimilislækna,
Sérfræðingafélags íslenzkra lækna, Félags
ungra lækna og Félags yfirlækna að skipuleggja
kerfi tengiliðar við stjórnirnar á hinum ýmsu
vinnustöðum. Tengiliðir þessir skulu vera
stjórnum til ráðuneytis um öll atriði, er lúta að
kjaramálum.«
7. Tillaga frá stjórn L.í. með breytingum
starfsnefndar:
»Aðalfundur L.í. haldinn í Reykjavík í sept-
ember 1982 ályktar að beina því til heilbrigð-
isráðherra, að sérfræðiviðurkenning í heimil-
islækningum verði gerð að skilyrði fyrir skip-
un í stöður heilsugæzlulækna. Við framkvæmd
þessa verði gerðar ráðstafanir til að heimil-
islæknar, sem komnir eru til starfa við gild-
istöku hins nýja ákvæðis, geti aflað sér
sérfræðiviðurkenningar í greininni.«