Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 23

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 23
LÆKNABLADID 81 Greinargerð Heimilislækningar eru langstærsti starfspáttur heilsugæzlulækna. Nám í heimilislækningum, sem innifelur m.a. hvers kyns heilsuvernd, er pví eini raunhæfi valkostur peirra, sem hyggj- ast mennta sig til starfa heilsugæzlulækna. S flestum nágrannalöndum okkar er nú svo komið, að almennt læknanám pykir ófullnægj- andi undirbúningur fyrir starf heimilislæknis. Hefur par pví víða verið komið á fót sérnámi í heimilislækningum, og stefnt að því, að þeir einir fái að starfa að heimilislækningum, sem lokið hafa slíku námi. Hérlendis er almennt lækningaleyfi eina skilyrðið, sem sett hefur verið til pess að fá að stunda heimilislækning- ar. í Ijósi þróunar erlendis, svo og að heimilis- lækningar eru viðurkennd sérgrein hér á landi, þykir við hæfi að gera meiri kröfur til mennt- unar íslenzkra heimilislækna, enda segir m.a. í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu frá 1978: »Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita...« Heimilislæknar eru og hafa verið máttarstólpar almennrar heilbrigð- isþjónustu og góð menntun þeirra hlýtur því að teljast brýnt nauðsynjamál alls heilbrigðis- kerfisins og þá landsmanna allra. Heimilis- lækningar hafa verið viðurkennd sérgrein á íslandi síðan 1970, sbr. reglugerð um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa nr. 39/1970. Um allar aðrar sérgreinar læknisfræði gildir, að læknar verða að hafa sérfræðiviðurkenn- ingu í greininni til að hljóta fastráðningu. Með tilvísun til 1. gr. laga nr. 57/1978, sem nefnd var hér að framan, þykir tímabært að koma á sömu venju um stöðuveitingar í heimilislækn- ingum og öðrum sérgreinum. Jafnframt þessari breytingu verði þeim lækn- um, er nú starfa á heilsugæzlustöðvum og ekki hafa sérfræðiviðurkenningu í heimilislækn- ingum, gert kleift að afla sér hennar. Lúðvík Ólafsson kynnti breytingartillögu, starfsnefndar. Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu og skoðanir skiptar. Kristófer Þorleifsson bar síðan fram aðra breytingartillögu svohljóðandi: »Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík í september 1981, ályktar að beina því til heilbrigðisráðherra, að sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum verði gerð að skilyrði fyrir skipun í stöður heilsugæzlulækna. Heimilis- læknar, er komnir voru til starfa við gildistöku þessa ákvæðis, skulu hafa sama rétt til stöðu- veitinga, enda hafi þeir haft heimilislækningar að aðalstarfi. Við framkvæmd þessa verði gerðar þær ráðstafanir, að þeir geti aflað sér sérfræðiviðurkenningar í greininni.« Tillagan var borin upp og felld með 5 atkvæðum gegn 3. Breytingartillaga starfsnefndar var síðan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2. B. Áætlun um starfsemi og fjárhag Gjaldkeri, Eyjólfur P. Haraldsson, skýrði reikn- inga og fjárhagsáætlun. Kom þar m.a. fram, að gert er ráð fyrir 530 árgjöldum á næsta ári. Lagði gjaldkeri fram tillögu um 4.500.00 kr. árgjald, sem með fullum heimtum nægir til að standa undir kostnaði. Sigurður f>. Guðmundsson lagði til, að ár- gjaldið yrði kr. 5.000.00, en bað jafnframt um, að reynt yrði að innheimta árgjöld mánaðar- lega í stað tveggja stórra innheimta eins og nú er. Tillaga Sigurðar Þ. Guðmundssonar var síðan borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 5. Tillaga gjaldkera var síðan samþykkt sam- hljóða. C. Kosningar Aðeins bárust tillögur frá stjórn L.Í., og voru þær samþykktar með lófataki. Kjörnir voru: Formaður: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, endurkjörinn til 2ja ára. Varaformaður: Sigurður B. Þorsteinsson til eins árs. Gjaldkeri: Jón Bjarni Þorsteinsson til 2ja ára. Varamenn, kjörnir til eins árs: Helgi Sigurðsson Ólafur Örn Arnarson Ragnar Sigurðsson, Akureyri. Fyrir í stjórn eru, kjörnir 1980 til 2ja ára: Ritari: Viðar Hjartarson Meðstj.: Kristófer Þorleifsson. Guðmundur Oddsson, sem kjörinn var vara- formaður 1980 til 2ja ára, óskaði að hætta. Endurskoðandi: Einar Jónmundsson Varamaður: Þorkell Bjarnason

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.