Læknablaðið - 15.03.1982, Side 30
86
LÆKNABLAÐID
FRAMHALDSNÁM í BRETLANDI
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur orðið vart aukinna
erfiðleika á því að komast í sérnám erlendis
m.a. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Auk hertra
inntökuskilyrða í formi skráningaprófa og
pessháttar hefur kostnaður við slíkt nám
aukist mjög verulega í Bretlandi. Nú er svo
komið, að íslenskum iæknum er varla fært
lengur að fara í ólaunað framhaldsnám, a.m.k.
ekki til lengri tíma. í pví sambandi er pví vert
að ráðleggja mönnum eindregið að reyna að
komast í launaðar stöður. Varðandi fjárhags-
afkomu og aðbúnað er að sjálfsögðu erfitt að
alhæfa. Framfærslukostnaður er misjafn, og er
t.d. húsnæðiskostnaður mismunandi eftir
landshlutum. Það er að líkindum langdýrast að
búa í London, en par á móti kemur nokkur
uppbót á laun til peirra sem par búa. Á síðustu
1-2 árum hafa orðið verulegar umbætur á
launa og kjaramálum breskra lækna, en pó má
fullyrða, að þeir séu enn hlutfallslega illa
launaðir í samanburði við kollega í norður og
vestur Evrópu. Árslaun í »registrar« stöðu eru
nokkuð mismunandi, en eru nú sem stendur á
bilinu £7-10 þúsund. Þótt fastalaunin séu nokk-
uð sæmileg, er yfirvinna hinsvegar mjög illa
greidd. Fjölskylda getur yfirleitt lifað sæmi-
lega af pessum launum, en pó er líklegt, að
margir íslendingar eigi erfitt með að sætta sig
við lifnaðarhætti og nægjusemi Breta.
Ráðlegt er að sækja aðeins um stöðu á
kennslusjúkrahúsi eða stofnun í sama flokki,
par sem vinnuálag og námstilhögun m.t.t.
undirgreina er best par. Stöðuuppbygging er
talsvert ólík pví sem gerist á íslandi. Menn
geta byrjað sem »House Officer« (kandidats-
ár) en þar á eftir fylgja »Senior House
Officer«, »Registrar«, »Senior Registrar« og
»Consultant«. Fyrir lækni, sem ekki þekkir
breskt sjúkrahúsakerfi, er oft best að byrja í
»Senior House Officer« stöðu og reyna eftir
hálft ár að komast í »Registrar« stöðu. Lækni
með reynslu í greininni kann pó að hæfa
»Registrar« staða betur frá upphafi. Yfirleitt
er ekki hægt að sækja um »Senior Registrar«
stöðu án pess að hafa »Membership« próf í
greininni (»FelIowship« í skurðlækningum),
sem flestir reyna að taka eftir 2-3 ár í
»Registrar« stöðu. Misjafnt er eftir sérgrein-
um, hversu erfitt er að komast í bitastæðar
stöður. Til dæmis er auðveldara að komast að
í öldrunarlækningum geðlækningum og viss-
um greinum meinafræði heldur en í klíniskum
sérgreinum, sem eru vinsælar meðal breskra
unglækna eins og t.d. lyflæknisfræði, enda er
samkeppni um stöður í þeirri grein mikil.
íslendingur með áhuga á lyflæknisfræði parf
að hafa PLAB-próf og fyrri hluta MRCP-prófs
til þess að komast í góða »Senior House
Officer« stöðu. Líklega er aðeins auðveldara
að komast að í skurðlækningum, kvenlækning-
um og barnalækningum heldur en í lyflækn-
ingum. í skurðlækningum eru t.d. ekki veruleg-
ir erfiðleikar á að fá »Senior House Officer«
og »Registrar« stöður, en mjög erfitt að fá
»Senior Registrar« stöður. Ávallt er mikilvægt
að hafa persónuleg sambönd að heiman við
útvegun stöðu, og einnig að starfsreynsla að
heiman sé metin að verðleikum (deildir á
íslandi þurfa þá viðurkenningu viðkomandi
»RoyaI College«).
Um PLAB-próf og lækningaleyfi
Reikna má með, að flestum íslenskum læknum,
sem fara til framhaldsnáms í Bretlandi, sé
nauðsyn að fá par lækningaleyfi. Til að slíkt
fáist verða erlendir læknar að jafnaði að
standast sérstakt próf, sem breska læknaráðið
(General Medical Council, GMC) heldur. Kall-
ast prófið nú »PLAB-test« (professional and
linguistic assessment board test), hét áður
TRAB. Hér verður fjallað um umsókn um
prófið, eðli pess og réttindi pau sem það veitir.
Umsókn um PLAB-prófið: Til að fá að sitja
PLAB-prófið verður umsækjandi að hafa unn-
ið (lágmark) eftir kandidatspróf sem hér segir:
a) Eitt ár á bundnum vöktum (resident) á
klíniskum deildum kennsluspítala, par af í
hæsta lagi einn mánuð á svæfingadeild,