Læknablaðið - 15.03.1982, Page 35
LÆKNABLADIÐ
89
Flokkun undirgreina mannerfðafræði
Skyldar greinar Flokkar
Klínisk erfðafræði (Clinical Genetics) Lífefnafræðileg erfðafræði (Biochemical Genetics) Litningarannsóknir
Réttarlæknisfræði (Cytogenetics) Ónæmiserfðafræði
Blóðbankafræði (Immunogenetics) Stofnerfðafræði
(Population genetics)
Bretlandi og eru raunar ekki margar. Til pess
að geta hafið nám í klíniskri erfðafræði í
Bretlandi purfa menn að hafa lokið sérfræði-
prófi í einhverri klíniskri sérgrein s.s. M.R.C.P.,
M.R.C.O.G., o.s.frv. Þjálfunin tekur 3-4 ár og er
að grunni til klínisk pjálfun, en talsverð
rannsóknarvinna (research) er samfara henni.
Jafnframt pví að skoða og greina arfgenga
sjúkdóma hjá fólki á öllum aldri veitir
námið pjálfun í að túlka niðurstöður litninga-
rannsókna og annarra erfðafræðirannsókna.
Erfðaráðgjöf (genetic councelling) er jafn-
framt mikilvægur páttur starfsins. í Banda-
ríkjunum er formleg pjálfun að hefjast í
læknisfræðilegri erfðafræði (medical genetics)
og er nýlega búið að setja á laggirnar sérstakt
»Board«-próf í »Medical Genetics«. Læknis-
fræðileg erfðafræði er víðtækara hugtak en
klínisk erfðafræði (notað í Bretlandi) og virð-
ist pjálfunin í U.S.A. vera sveigjanlegri að
sumu leyti en í Bretlandi.
Geðsjúkdómafræði
Sérnám í geðsjúkdómafræðum í Bretlandi
hefur tekið verulegum breytingum undanfarin
ár. Gerðar hafa verið auknar kröfur um gæði
og strangara aðhald á peim sjúkrahúsum, sem
bjóða sérnám í greininni. The Royal College
of Psychiatrists birtir reglulega skrá um öll
geðsjúkrahús í Bretlandi og flokkar pau eftir
kostum og göllum. Félagið er ábyrgt fyrir
skipulagi allrar »postgraduate« pjálfunar í
greininni, en a.m.k. stærri kennslustofnanir
hafa sín eigin kennsluprógröm, sem eru mis-
munandi frá einum stað til annars. Námið er
að jafnaði talið spanna prjú til fjögur ár, en er
misjafnt eftir pví hvað menn vilja helst leggja
fyrir sig. Félagið býður »membership« próf og
er hægt að Ijúka pví í fyrsta lagi eftir priggja
ára formlega pjálfun. Upphafspróf má preyta
eftir eins árs nám. Að pví er varðar önnur próf
og gráður svo sem doktorspróf pá er lang
æskilegast að ljúka fyrst klíniska náminu, helst
í launaðri stöðu, og að reyna síðan að verða
sér út um Iaunaða rannsóknarstöðu meðan
unnið er að slíkum verkefnum.
Eins og gefur að skilja eru kostir og gæði
hinna ýmsu staða mjög mismunandi, og er
mönnum eindregið ráðlagt að sækjast einung-
is eftir pekktum stofnunum, í peirri von, að
pað gefi vísbendingu um gæði staðarins.
Kennslusjúkrahúsin í London, sem hafa deild
og prófessor í geðsjúkdómafræði eru 9 talsins.
Af peim ber helst að nefna The Maudsley
Hospital og The Bethlem Royal Hospital, sem
eru tengd The Institute of Psychiatry (Univer-
sity of London). Ásókn í launuð störf á pessum
tveim stöðum er jafnan mikil, en pegar á
heildina er litið, eiga íslenskir læknar sennilega
nokkuð góðan möguleika á pví að komast að á
einhverri deildanna í London.
Auk pessara launuðu starfa er svo jafnan
nokkur fjöldi »Clinical Assistants« staða, sem
eru ólaunaðar og klínisk vinnuskylda mjög
takmörkuð. Þessir aðilar purfa auk kennslu-
gjalda, sem nú eru orðin óheyrilega há, að
bera sjálfir allan kostnað af framfærslu sinni.
Stöður eru að jafnaði auglýstar í fagtímaritum,
eins og »The British Medical Journal« eða
»Lancet«, en áður en sótt er um starf, er rétt
að leita fyrst til Royal College of Psychiatrists,
sem veitir upplýsingar um flokkun kennslu-
stofnananna, eðli námsins og fleira.
Kvenlækningar
Framhaldsnám í kvenlækningum í Bretlandi
skiptist í tvo nátengda meginpætti, lágmarks-
reynslutíma í greininni og sérfræðipróf.
Sérfrædipróf: Stofnun, rekin af samtökum
kvenlækna í Bretlandi og Samveldislöndunum,
The Royal College of Obstetricians and Gyna-
ecologists (27, Sussex Place, Regents Park,
London NW1 4SP) sér um sérfræðipróf í grein-
inni, svo og stöðlun og mat á námsstöðum og
námstilhögun. Sérfræðiprófið er í tveim hlut-
um. Fyrri hlutinn er skriflegt próf í grunngrein-
um, sem snerta sérgreinina, en síðari hlutinn er
víðtækt skriflegt, verklegt og munnlegt próf,
sem veitir Membership-réttindi (M.R.C.O.G.).
Um 20 % peirra, sem preyta hvorn hluta, ná
prófinu. Fyrri hlutann má taka hvenær sem er
í námi, en síðari hlutann ekki fyrr en viðkom-
andi hefur náð fyrri hluta, skilað og fengið
viðurkennda prófbók og unnið prjú ár í