Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 38

Læknablaðið - 15.03.1982, Síða 38
92 LÆKNABLADID Jón Gunnlaugsson BJARNIPÁLSSON LANDLÆKNIR Er birta tók 8. september 1779 grúföi sorgar- ský yfir landlæknissetrinu að Nesi við Seltjörn. Pá um nóttina hafði Bjarni Pálsson, landlæknir andast par eftir langvarandi veikindi 60 ára gamall. Hann var norðlenzkrar ættar, fæddur að Upsum við Eyjafjörð 17. maí 1719, kominn af tápmiklu fólki í báðar ættir. Foreldrar hans voru Páll Bjarnason, prestur að Upsum og kona hans Sigríður Asmundsdóttir bónda að Brúnastöðum í Fljótum. Séra Páll var gáfumaður, hagmæltur, búsæll og mjög vel látinn og kona hans Sigríður var sögð mjög vel gefin, fallega hagmælt, glað- lynd, ræðin, skemmtin og stálminnug. Bjarni var tólfta barn peirra prestshjónanna í 16 systkina hópi og komust 12 peirra til fullorðins ára, en 3 drengir höfðu dáið korn- ungir úr Stóru-bólu er pá herjaði um landið, og ein systir dó á unglingsaldri. Séra Páll dó er Bjarni var ekki fullra 12 ára gamall og 4 systkini hans yngri, og var rómað, hve móðir peirra var dugleg að koma peim til mennta, einkum sonunum. Eftir lát föður síns fór Bjarni til föðurbróður síns, séra Guðmundar Bjarnasonar að Stað í Hrútafirði og naut um hríð tilsagnar hans, fór paðan í Hólaskóla, en hvarf svo frá námi um hríð og vann að búi móður sinnar, en hún hafði flutzt að Karlsá og síðar að Höfða. Hann tók svo upp nám aftur og útskrifaðist stúdent frá Hólum í júlí 1745, og var Gunnar bróðir hans pá rektor skólans. Bjarni var sagður mjög eftir geði móður sinnar. Hann vann ötullega að búi hennar á sumrum, meðal annars sem formaður á há- karla- og fiskibáti hennar, og brátt fannst pað í náttúru Bjarna, sem síðar varð raunin á, að hann var fæddur til læknislistar, eins og stendur í æfisögu hans. Hann siglir svo til Hafnar og er skráður í stúdentatölu við háskólann par í desember 1746 og leggur aðallega stund á náttúrufræði og læknisfræði. í júlí 1754 varð hann baccalaureus philosho- piae ásamt Eggert Ólafssyni og 24. september 1759 tekur hann próf í læknisfræði »með efsta ærutitli,« eins og sagt er í æfisögu hans. Bjarni naut styrkja frá háskólanum bæði frá Borchs-Kollegium og eins úr sjóði Árna Magn- ússonar. Hann ferðaðist um landið með Eggert Ólafssyni sumarið 1750, pá aðallega til hand- ritasöfnunar og aftur 1752-1757 til rannsókna á náttúru landsins og er ferðabók peirra Eggerts og Bjarna, sem fyrst kom út á dönsku 1772, árangur peirra rannsókna, »eitt hið gagnmerkasta rit, sem um ísland hefur verið skráð fyrr og síðar« segir Steindór Steindórs- son frá Hlöðum 1 formála að pýðingu sinni á bók peirra 1943. Hneigð Bjarna til læknislistar féll fljótt í góðan jarðveg, pví að næg voru verkefnin í læknislausu landinu. Til hans var mjög oft leitað er peir Eggert ferðuðust um landið, og einnig er peir dvöldust í Viðey á vetrum hjá Skúla fógeta, síðar tengdaföður Bjarna og segir svo í æfisögu hans »að nóg aðkall var af veikum úr ýmsri átt, var pað bæði, að hann var oft til peirra sóttur úr næstu byggðum enda stóð Viðey pá, sem síðan í Skúla tíð opin fyrir mörgum sjúklingi svo vikum, mánuðum, já misserum skipti.« Bjarni mun fljótt hafa komist að raun um, að nauðsyn bæri til að lærður læknir settist að í landinu, og mun Magnús Gíslason, amtmaður hafa beitt sér fyrir pví á æðri stöðum, en heimildum ber saman um, að mestu hafi ráðið um stofnun landlæknisembættisins áhrif vís- indafélagsins danska og aðalkennara Bjarna prófessors J. Buchwald, enda naut Bjarni mikils álits meðal kennara sinna, svo talið var sjálfsagt að hann yrði skipaður í hina nýju stöðu. Bjarni var svo skipaður fyrsti landlæknir íslendinga pann 18. marz 1760, og fékk hann birt embættisskilríki sín á Þingvöllum 18. júlí pá um sumarið. Ákveðið var að hann skyldi fyrst um sinn setjast að á Bessastöðum, er par stóðu pá auð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.