Læknablaðið - 15.03.1982, Qupperneq 40
94
LÆKNABLAÐIÐ
ósérhlífinn við að sinna erfiðum ferðalögum.
Hann framkvæmdi einnig nokkar skurðað-
gerðir, sem var mikið þrekvirki á þeim tíma.
Bjarni landlæknir var óþennalatur — auk
ferðabókar þeirra Eggerts og Bjarna, sem
Bjarni átti sinn stóra þátt í að safna efni í, þótt
Eggert ritaði hana — ritaði Bjarni mikið bæði
um náttúrufræði og læknisfræði. Nokkuð af
ritgerðum hans komu út erlendis en ýmis rit
lét hann eftir sig í handritum hér heima, þó
fyrst og fremst embættisbréfabók sína og
dagbók, sem varðveizt hafa slitur af.
Hann hafði áhuga á því að stofnaður yrði
einn holdsveikrasþítali fyrir allt landið en fékk
því ekki framgegnt. Ofan á allt það erfiði, sem
landlæknisembættið var Bjarna, bættust við
veikindi hans, sem fljótt fór að bera á, eftir að
hann fluttist að Nesi. Sjúkdómur hans ágerðist
með árunum, og var hann oft sárþjáður og lá
oft þungt haldinn, við það bættist breyskleiki
hans, of mikil vínnautn, sem einnig tók á
starfsþrek hans.
En hver var hann þá þessi norðlenzki
þrestasonur, þessi Abraham íslenzkra lækna,
eins og prófessor Guðmundur Hannesson
komst að orði.
Séra Jón Þorláksson, skáld og síðar prestur
á Bægisá, var einn vetur ritari Bjarna land-
læknis, en þá hafði séra Jón misst hempuna í
fyrra skiptið vegna barneignar, með stúlku
sem hann unni.
Séra Jón lýsir Bjarna í eftirfarandi erindi:
Mun til meðaumkvan
í manns brjósti,
ef hún eigi var
altöm Bjarna.
og séra Jón Steingrímsson, síðar prestur, lýsir
honum svo: »í allri raun og veru einn sá
hjartabesti maður við aumingja og nauð-
þrengda«.
Petta var vitnisburður tveggja vina hans.
Bjarni var mikill trúmaður. í æfisögu hans
segir: »Það var vani hans, er hann kom heim
frá sjúkum að heimta kirkjulykil, áður en hann
gengi til herbergis, læsti sig þar inni, varpaði
sér flötum og þakkaði Guði sínum þegar vel
gekk, en barmaði sér ella, og jafnvel minnti
Guð á, að hann hefði lofað að styrkja góðan
vilja og honum væri dýrðlegt og verðugt að
hjálpa þræli sínum«.
Til er lýsing á heimsókn til Bjarna landlækn-
is nokkrum vikum áður en hann dó. Þar er á
ferð vinur hans séra Jón Steingrímsson og
lýsir hann í æfisögu sinni þessum atburði á
eftirfarandi hátt: »Minn trúfasti vin herra
Bjarni landphysicus lá í rekkju lengi áður en
hann burtkallaðist. Eg finn hann þar hann lá
sængurliggjandi og vildi þar kveðja hann, en
hann svarar: »Nú er svo ástatt, að ég vil
kveðja þig annarsstaðar og ætla að reyna til
þess að komast á fætur« fór svo í annað
kamers, setur þar til borð og tvö vínstaup,
lætur síðan á mig kalla og segir: »Nú drekk ég
þér til okkar síðustu skilnaðar skál og mína
dauðans skál... Þú munt nokkuð lengur lifa en
þó ei háaldraður verða. Ég óska þér lukku-
legrar reisu og lífdaga.«
Með því lét hann konu sína, madame
Rannveigu, þénara sinn mr. Jón Einarsson
og þjónustustúlku Hólmfríði Hjálmarsdóttur
byrja þetta vers:
Allra skepna þá aðstoð dvín
aðstoð góð vertu mér,
frá vinum skilja verð ég mín
minn vin tak mig að þér etc.
sem sungið var með lystilegustu raddarhljóð-
um, því öll þau voru dágóðir söngmenn, og
hann mjög gefinn fyrir söng, en ég söng aftur
á móti þetta vers:
Þótt sundrumst nú
sú er vort trú etc.
Við supum af glösunum, þakkaði hvor öðrum,
ei án trega, allt umliðið og kvöddumst svo. Ég
fór minn veg en hann fór í rúm sitt, lá nokkrar
vikur þar á eftir, þar til guð gerði farsælan
enda á hans mæðu«.
Þetta var leiftursýn inn á heimili Bjarna
landlæknis skömmu áður en hann dó. Hann
hafði lokið starfi sínu, honum hafði tekizt,
þrátt fyrir heilsuleysi og margvíslega raun, að
festa í sessi þá stofnun, sem honum hafði verið
falið að gróðursetja fyrsta vísi að.
Auk veikinda sinna hafði hann orðið að þola
þá raun að sjá að baki tveggja barna sinna
ungra, sem dóu í Nesi og vinar síns og
samstarfsmanns Eggerts Ólafssonar sem
drukknaði á Breiðafirði ásamt konu sinni og
fylgdarliði vorið 1768, og sem hann tregaði
mjög.
Er Bjarni andaðist 8. september 1779 voru
starfandi læknar í landinu 4 nemendur hans:
Magnús Guðmundsson, læknir í Norðlend-
ingafjórðungi þá orðinn veikur að holdsveiki,
Hallgrímur Bachmann, svili Bjarna læknis í
Vestfirðingafjórðungi, Brynjólfur Pétursson