Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1982, Page 13

Læknablaðið - 15.10.1982, Page 13
LÆKNABLAÐID 231 Guðni Alfreðsson, Hrafn V. Friðriksson, Ólafur Steingrímsson CAMPYLOBACTER OG SALMONELLA í VATNSBÓLIAKURNESINGA INNGANGUR Fyrsti sjúklingurinn, sem greindist á íslandi með iðrasýkingu af völdum Campylobacter jejuni var 2ja ára stúlkubarn, sem búsett var á Akranesi (1). Hún hafði ekki umgengist sjúk- ling með iðrasýkingu og engin líkleg smitleið fannst. Því beindist athyglin að vatnsbóli Akurnesinga, sem nýtir að mestu yfirborðs- vatn og vitað er að mengast stundum veru- lega. Við rannsóknir á vatninu hefur meiri hluti sýnanna oftast reynst innihalde E. coli af saur- uppruna og vatnið pví verið dæmt ónothæft (2). Á síðustu árum hefur orðið ljóst, að margar tegundir Salmonella sýkla eru landlægar á íslandi. Salmonella ræktast á hverju ári frá tugum sjúklinga (3) og peir hafa fundist í ýmsum matvælum (4). Salmonella hefur einnig ræktast í miklum mæli úr skólpleiðslum í Háskóli íslands, líffræðistofnun, Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Rannsóknastofa Háskólans, sýkladeild. Barst ritstjórn 28/04/82. Sampykkt til birtingar 19/05/82 og sent í prent- smidju. Reykjavík og úr sjó og árvatni (5). Þar sem Salmonella hefur einnig ræktast úr mávum og mávadriti (6), hefur kviknað grunur um að opin vatnsból gætu mengast af peirra völdum, en mikið mávavarp er einmitt á upptökusvæði vatnsbóls Akurnesinga. Af þessum ástæðum var gerð tilraun til þess að rækta ofangreindar bakteríur úr vatnsbóli Akurnesinga. LÝSING Á VATNSBÓLI Á mynd 1 má sjá hvar drykkjarvatn Akurnes- inga kemur úr Akrafjalli. Einn þriðji hluti vatnsins 30-40 l/sek. kemur úr Slögu, sem er uppsprettulind og nokkrum djúpum brunnum, sem grafnir hafa verið í nágrenni hennar. Tveir þriðju hlutar koma úr Berjadalsá sem rennur úr Berjadal í fjallinu, en þar er mikið mávavarp og beitarland sauðfjár. Rannsóknin var að mestu framkvæmd á þeim hluta vatns- bólsins. Árvatninu er safnað í lítið uppistöðu- lón og leitt þaðan í þró, þar sem það er síað í Mynd 1. Akrafjall. Berjadalur blasir við. Slagan og brunnar þeir sem grafnir hafa verið undir hlíðinni eru merktir með A á myndinni. Örin sem merkt er með B bendir á sandsíuna þar sem vatn úr Berjadalsánni er hreinsað.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.