Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 15
LÆKNABLADID 233 krana á bæjarskrifstofunni. Skolvatn úr sand- síupró var tekið með aðstoð starfsmanna bæjarins, þegar sandsían var skoluð út. Botn- leðjusýnin voru tekin með dauðhreinsaðri ausu úr botni sandsíupróarinnar fyrir skolun. Grisjuvöndlasýni voru tekin úr sandsíuþró eða inntaksþró og voru vöndlarnir látnir liggja par í um pað bil eina viku. Vatnssýni voru síuð í gegnum himnusíur (membrane filters) með gatastærð 0.45 pm, nema 14.10.1980, þá voru notaðar síur með gatastærð 0.65 gm. Þegar um hreint vatn var að ræða voru um 3 lítrar síaðir í gegnum hverja síu, en rúmur 1 lítri pegar skolvatn var síað. Ræktun á Campy- lobacter var framkvæmd þannig, að sían var sett á Skirrow agar æti og það síðan geymt í hitaskáp við 42.5° C í 18-24 klst. Þá var sían fjarlægð, en skálin látin vera annan sólarhring í skápnum. Ræktunin fór fram í loftþéttu íláti, sem í var settur vetnis- og C02-gjafi. Greining var gerð eins og áður hefur verið lýst (10). Við ræktun Salmonella var sýnum skipt í tvennt og annar helmingurinn ræktaður í 50 ml af selenít æti og hinn helmingurinn settur í 50 ml MKT eða TT æti. Af hverju botn- leðjusýni voru 25 g sett í 250 ml af selenít æti og önnur 25 g sett í MKT eða TT æti. Grisjuvöndlar voru yfirleitt ræktaðir bæði í selenít æti og MKT eða TT æti. Allar Salmo- nellaræktanir fóru fram við 42.5°C. Veðurfar sýnatökutímabilanna 1980 og 1981 var kannað með því að athuga skýrslur um veðurathuganir á Akranesi. í nokkrum til- vikum vantaði mælingar og voru þá notaðar niðurstöður mælinga í Reykjavík. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður af Salmonella og Campylobacter ræktunum má sjá í töflum I og II. Árið 1980 var tekið 31 sýni til Salmonella ræktunar og 10 sýni til Campylobacter ræktunar. Hvorki Sal- monella né Campylobacter ræktuðust úr þess- um sýnum (tafla I). Árið 1981 voru 19 sýni sett í Salmonella- ræktun og reyndust 4 þeirra vera jákvæð. Jákvæðu sýnin voru öll botnleðjusýni tekin 02.09.1981 og 08.09.1981. Alls voru tekin 8 botnleðjusýni úr sandsíuþró og ræktaðist Sal- monella úr 4 þeirra eða 50 % sýna. Tvær tegundir fundust, þ.e. Salmonella saintpaul og Salmonella typhimurium. Sextán vatnssýni voru síuð og sett í Campylobacter ræktun og reyndust 7 þeirra eða 44 % vera jákvæð. Yfirlit yfir veðurfar má sjá í töflu III, þ.e. hita og úrkomu sýnatökudaginn og dagana á undan. Taflan sýnir greinilega að hitastig var mun hærra og úrkoma meiri, fyrir og á sýnatöku- tímabilinu 1981 en 1980. UMRÆÐA Eftir því, sem best verður vitað, er þetta í fyrsta sinn, sem Campylobacter jejuni ræktast úr vatnsbóli. Lýst hefur verið miklum faraldri í Vermont í Bandaríkjunum, þar sem sýking var rakin til bilunar í klórdælu í vatnsveitu, en bakterían ræktaðist aldrei úr vatninu (7). Ekki er vitað með vissu hvernig algengast er að C. jejuni berist milli manna, eða til manna. Bein smitun virðist ekki algeng (7) nema e.t.v. smit frá bleyjubörnum til heimilis- Tafla III. Niðurstödur veðurathugana á Akranesi 1980 og 1981. Þurrhiti Úrkoma Dags. kl. 9 kl. 15 kl. 21 mm tegund 1980 12.10 -1.0 5.0 1.5 0 — 13.10 2.8 1.0 -0.4 0 snjór 14.10 -0.4 5.0 2.0 0 — 19.10 -5.0 1.2 4.8 0 — 20.10 — 5.0 2.5 0.6 0 — 21.10. 3.0 4.0 1.7 0 — 26.10. 2.0 5.5 2.2 0 — 27.10. — 1.2 4.0 2.1 0 — 28.10. 2.4 3.5 1.0 0 — 31.10. 10.0 9.2 5.0 18 rigning 03.11. 7.5 9.4 9.0 12 rigning 15.11. ? -3.0 — 7.5 0 — 16.11. ? 0.2 — 0.2 0 — 17.11. — 0.6 -0.1 -0.4 0 — 22.11. —5.2 —3.8 -3.6 0 — 23.11. — 4.4 -3.5 -6.4 0 — 24.11. — 7.6 -5.4 -2.8 0 — 30.11. 5.9 7.4 1.8 26.5 rigning 01.12. -2.0 -2.9 -2.2 0 rigning 02.12. —3.1 — 2.0 —4.0 0 — 1981 24.08. 9.8 10.0 9.0 8.2 rigning 25.08. 9.0 10.4 9.2 2.4 rigning 26.08. 9.0 13.0 12.0 0.2 rigning 31.08. 11.0 11.0 11.0 rigning allan daginn 01.09. 9.8 11.0 10.0 2.0 rigning 02.09. 10.8 12.0 10.0 0.4 rigning og súld 06.09. 4.5 9.5 4.6 0 — 07.09. 7.0 7.8 7.2 rigning 08.09. 5.0 8.0 3.5 3.0 rigning

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.