Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 16
234 LÆK.NABLADIÐ fólks (8). Lýst hefur verið mörgun tilvikum þar sem dýr hafa smitað menn og þekkt er mengun matvæla (9). Bakterían hefur ræktast frá árvatni og sjó (10). Ekki getur talist líklegt að mengun vatns- bóla á Vesturlöndum valdi oft Campylobacter sýkingum í mönnum milliliðalaust. Hins vegar er hugsanlegt, að mengun yfirborðsvatns valdi sýkingum í mönnum óbeint með því að sýkja húsdýr, sem síðan smita menn. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að vatns- bólið mengist einkum í hlýindum og fyrst í miklum rigningum. Þetta gæti skýrt hvers vegna sjúkdómurinn er mun algengari á sumr- um en vetrum. Sýkingar af völdum Salmonella eru land- lægar hér á landi eins og fyrr segir og bendir margt til þess að hluta sýkinganna megi rekja til innlendrar hringrásar sýklanna. Drykkjar- vatn getur hugsanlega verið bein smitleið fyrir Salmonella og aðra sýkla. Fuglar og önnur dýr, t.d. sauðfé, sem komast að vatnsbólum eða upptökusvæðum vatnsbóla geta mengað þau með saur sínum. Benda má á, að nýlega hefur verið sýnt fram á að um 15-20 % máva á Suðvesturlandi bera Salmonella sýkla í saur (6). Telja verður að yfirborðsvatn, einkum í vætutíð, geti verið varhugavert vegna mengun- arhættu. Athuganir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, benda til þess að ástand vatnsbóla sé víða mjög slæmt hér á landi (2). Aðferðir, sem notaðar eru til þess að finna sjúkdómsvaldandi þarmabakteríur í drykkjar- vatni eru ekki ýkja næmar og er ekki treyst- andi til þess að finna mengun nema hún sé veruleg. f>ví eru gæði drykkjarvatns yfirleitt metin með því að ákvarða fjölda þarmabak- tería og ef fjöldi þeirra fer yfir tiltekið magn eru taldar líkur á því, að sjúkdómsvaldandi bakteríur geti fylgt með og vatn er þá talið óneysluhæft. í þessari rannsókn var beitt ýtarlegri aðferð- um en venjulega er gert og verður að telja að mengun að þessu marki sé yfirleitt ekki hættuleg fullorðnu fólki nema sérstakar að- stæður skapist. Þess má geta, að á þeim 18 mánuðum, sem liðnir eru síðan farið var að huga að Campylo- bacter hér á landi, hafa aðeins greinst 2 tilfelli af Campylobacter á Akranesi og var annað þeirra útlendingur, sem var nýkominn til landsins. Árið 1980 komu fram 2 tilfelli af Salmonella á Akranesi, og 1981 fundust einnig 2 tilfelli. Þessir sjúklingar vortu sýktir af öðrum Salmonella tegundum en fundust í vatnsbólinu. Pær bakteríur, sem hér um ræðir, geta hins vegar verið hættulegar jafnvel í litlu magni, ungum börnum, gömlu fólki og sjúklingum, sem á einhvern hátt hafa skertar sýkingavarn- ir. f>ær geta einnig orðið öllum hættulegar ef þær berast í matvæli þar sem þeim getur fjölgað. Hvetja ber héraðslækna og aðra þá, sem fara með heilbrigðiseftirlit til að fylgjast með mengun vatnsbóla af völdum yfirborðsvatns og vara neytendur við að nota ósoðið vatn ef mengun verður of mikil. Fyrst og fremst ber þó að stefna að umbótum á vatnsveitum hér á landi þannig að annað hvort sé notað gott borholuvatn og/eða að vatn sé meðhöndlað með klór eða á annan hátt gerilsneytt. Pað verður að teljast algjör óhæfa, ef þarmasýklar eru í neysluvatni enda teljast það grundvallar- mannréttindi samkvæmt yfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, að eiga kost á ómenguðu neysluvatni. SUMMARY The town Akranes has a water-supply which recei- ves two thirds of its water from a river that comes from a valley in the mountain Akrafjall. The valley is a major nesting ground for gulls and grassland for sheep. The watersupply is known to be heavily contaminated at times, with fecal bacteria. In the present study attempts were made to isolate C. jejuni and Salmonella from the water- supply. Weekly samples were taken in two periods. The former was from the 14th of October to the 2nd of December 1980 and the latter from the 26th of August to the 8th of September 1981. In 1980 neither Campylobacter nor Salmonella were isolat- ed. In 1981 C. jenuni was grown out of all but one sample that were taken, from the water above the water-supply’s sand filter, during two consecutive weeks. Salmonella saint-paul was found in 2 samples from the sandfilter in the latter of those two weeks and S. saint-paul and S. typhimurium were grown from 1 sample each, the week after that. The temperature was considerably higher and the preci- pitation much more during the study period in 1981 than in 1980. HEIMILDIR 1) Steingrímsson, Ó., Kolbeinsson, A. Campylo- bacter jejuni. Algeng orsök niðurgangs á ís- landi? Læknablaðið 67: 73-76, 1981.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.