Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1982, Page 30

Læknablaðið - 15.10.1982, Page 30
242 LÆKNABLADIÐ Helga Hannesdóttir NÝSTOFNUÐ NORRÆN SAMTÖK UM ÞARFIR SJÚKRA BARNA Hinn 07.11.80 voru stofnuð norræn samtök um þarfir sjúkra barna í Lillehammer í Noregi. Skal hér nú lítillega getið um aðdraganda að stofnun samtakanna. Parfir sjúkra barna eru í raun pær sömu og parfir heilbrigðra barna. Sjúk börn þarfnast fyrst og fremst öryggis og frelsis til athafna, en auk pess parfnast pau mannlegra samskipta og uppörvunar. Pessar parfir geta gleymst eða fallið 1 skugga fyrir öðrum brýnni pörfum. Sérstaklega á pað sér stað, pegar sjúkdóma eða slys ber að höndum, sem vanalega leiða til róttækra breytinga í lífi barnsins. Heil- brigðisstéttir víða um heim eru nú loks farnar að átta sig á alvarleika pessa máls og hve mikilvægt er að koma til móts við parfir veikra barna. Víða erlendis hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á sjúkrahúsum með hliðsjón af pessu og árangur hefur verið happadrjúgur. Á pessum sjúkrahúsum hefur allt umhverfi verið gert vinsamlegra börnum og barnadeildir útbúnar leiktækjum og skreyt- ingum við hæfi barna. Sérstök leikherbergi hafa verið útbúin og leikdeildir með miklu athafnarými, par sem aðstandendum er frjálst að koma og fara að vild og vera eins mikið með börnunum og hægt er meðan á sjúkra- húsdvöl peirra stendur. Aðstandendur eru hvattir til að koma og fara að vild og aðstaða er til gistingar fyrir pá og foreldrar sérstaklega hvattir til pess að gista með börnum sínum á sjúkrahúsum. Alls konar upplýsingabæklingar fyrir foreldra og börn liggja frammi víða erlendis á sjúkradeildum um áhrif sjúkrahús- dvalar á börn og um hina ýmsu sjúkdóma sem leiða til innlagnar og um pá meðferð sem börnum er gefin. Á sviði norrænnar samvinnu hefur verið gert mikið átak undanfarin ár, sem miðar að pví að bæta kjör veikra og bæklaðra barna og m.a. hefur Norðurlandaráð pað á stefnuskrá sinni að stuðla að framkvæmd pessara mála innan Norðurlanda. Á vegum Nordiska Hálso- várdshögskolan í Gautaborg hafa verið haldin námskeið um parfir veikra barna og víða unt Norðurlönd hafa verið ráðstefnur um parfir veikra barna, m.a. hér á landi á vegum samtakanna í maímánuði 1980. Nú starfar á vegum Nordiska Hálsovárdshögskolan rann- sóknarnefnd til að kanna kjör veikra barna á Norðurlöndum. Norrænu samtökin voru stofnuð um pennan bakgrunn, p.e.a.s. parfir sjúkra barna, en mark- mið samtakanna er að stefna að pví að mæta pörfum veikra barna fyrst og fremst með pví: Að halda ráðstefnur, fundi og námskeið. Að hafa áhrif á stjórnvöld um ýmsar ákvarð- anir varðandi parfir veikra barna. Að dreifa og miðla upplýsingum um parfir veikra barna til almennings. Að eiga samvinnu við aðrar pjóðir og alpjóðasamtök með svipað starfssvið. Að hafa samtökin opin öllum peim sem hafa áhuga fyrir pörfum veikra barna. Af umræðuefnum, sem samtökin hafa áhuga á að hafa á dagskrá sinni má m.a. nefna: Hvernig er hægt að undirbúa barn sem best fyrir dvöl í sjúkrahúsi? Hvernig er hægt að undirbúa barn fyrir uppskurð? Hvernig er hægt að bæta framkomu starfsfólks sjúkrahúsa gagnvart börnum? Hvernig á að koma fram við börn á ýmsum aldri og með hina ýmsu sjúkdóma? Hvernig á að fræða börn og foreldra um skyndileg og langvarandi veikindi? Hafa börn með ólík sjúkdómseinkenni ólíkar parfir? Hvað verður um barn að lokinni sjúkrahús- dvöl? Hverjar eru parfir veikra barna í pjóð- félaginu, á dagheimilinu, í skólanum? Hvað finnst barninu um pá hjálp sem látin er í té og um pá pjónustu sem pað fær ekki? Á vegum norrænu samtakanna um parfir sjúkra barna hafa verið haldnar prjár ráðstefn- ur. Sú fyrsta var í Gautaborg dagana 21.- 23.11.79, önnur í Lillehammer eins og áður er getið og sú síðasta í októbermánuði sl. í Ábo í Finnlandi. Næsta ráðstefna er ráðgerð í Dan-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.