Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 38
248 LÆKNABLADID ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS starfsárið 1981 - 1982 Inngangur Skýrsla þessi nær yfir tímabilið frá 1. ágúst 1981 til 15. maí 1982. Gjaldskyldur félagi árið 1981 var 551 (34 fleiri en árið áður), þar af voru 465 gjaldskyldir að fullu, en 86 að hálfu. Læknar á skrá komnir yfir sjötugt og/eða hættir störfum, voru 57, auk þess voru þrír yngri læknar gjaldfríir vegna veikinda. Alls voru félagar hér innanlands því 608. Af árgjaldinu, sem var kr. 3.000.00, var hluti svæðafélags kr. 600.00. Innheimt árgjöld samsvöruðu, samkvæmt framan- greindu, 508 heilum árgjöldum og skiptust þau þannig milli svæðafélaga: Læknafélag Reykjavíkur 395, Læknafélag Vesturlands 23, Læknafélag Vest- fjarða 9, Læknafélag Norðvesturlands 12, Læknafé- lag Akureyrar 35, Læknafélag Norðausturlands 8, Læknafélag Austurlands 11 og Læknafélag Suður- lands 15. Aðalfundur L.í. 1981 Aðalfundur Læknafélags íslands árið 1981 var haldinn í Domus Medica í Reykjavík dagana 21. og 22. september. Fundinn sátu fulltrúar allra svæðafélaga á landinu, svo og fulltrúi Félags íslenzkra Iækna í Svíþjóð, stjórn Læknafélags íslands og framkvæmdastjóri þess. Áheyrnarfulltrúar voru frá F.U.L.: Geir Gunnr laugsson, Læknablaðinu: Guðjón Magnússon og Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna: Arinbjörn Kol- beinsson. Sérstakir gestir fundarins voru Svavar Gestsson, heilbrigðismálaráðherra, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Skúli G. Johnsen, borgarlæknir og Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir. í upphafi fundarins flutti heilbrigðismálaráðherra ávarp. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar og gjald- keri gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa hafði Ólafur Ólafsson landlæknir framsögu um drög að frum- varpi um læknalög og Þorvaldur Veigar Guðmunds- son kynnti erindi frá landlækni um túlkun á gjald- skrá heimilislækna. Talsverðar unræður urðu um bæði málin, einkum þó það fyrra. Sjö tillögur voru samþykktar á fundinum og verður gerð nánari grein fyrir þeim síðar í skýrsl- unni. Við stjórnarkosningarnar bárust aðeins tillögur frá stjórn L.í. og voru þær samþykktar einróma. Kjörnir voru: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, for- maður, kjörinn til tveggja ára, Sigurður B. Þor- steinsson, varaformaður, kjörinn til eins árs, Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri, kjörinn til tveggja ára. Varamenn kjörnir til eins árs: Helgi Sigurðsson, Ólafur Örn Arnarson og Ragnar Sigurðsson, Akur- eyri. Fyrir í stjórninni voru, kjörnir til tveggja ára 1980: Viðar Hjartarson, ritari, og Kristófer Þorleifs- son, meðstjórnandi. Guðmundur Oddsson, sem var endurkjörinn varaformaður 1980, óskaði að láta af því starfi. 1 framhaldi af aðalfundinum var haldið Lækna- þing og voru þar rædd tvö mál: A. Drög ad reglugerd um heilsugæzlustödvar. Framsögu um það mál hafði Guðmundur Helgi Þórðarson, en hann átti sæti í nefnd þeirri, er samdi drögin. Umræður urðu miklar um málið og á grundvelli þeirra skilaði stjórn Læknafélags íslands umsögn sinni um tillögur að reglugerðinni til heilbrigðismálaráðherra. B. Staða læknisins í heilbrigðiskerfinu. Framsögu höfðu eftirtaldir: Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkr- unarfræðingur og hjúkrunarkennari við Hjúkrun- arskóla íslands, Eiður Guðnason, alþingismaður, Davíð Gunnarsson, forstjóri, Ólafur örn Arnarson, yfirlæknir, Árni Björnsson, sjúkrahúslæknir og Pálmi Frímannsson, heilsugæzlulæknir. Síðan voru pallborðsumræður með þátttöku frummælenda. Fundar- og umræðustjóri var Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. Áætlað er, að útdráttur úr framsöguerindum verði birtur í Læknablaðinu. Því miður var þessi fundur illa sóttur. Stjórnarfundir Stjórn Læknafélags íslands kemur saman á hverjum þriðjudegi kl. 17.00. Á því tímabili, sem skýrslan nær yfir, hafa verið haldnir 36 fundir. Auk þessa eru sameiginlegir fundir stjórna L.l. og L.R. síðasta miðvikudag eða þriðjudag hvers mánaðar og hafa fimm slíkir fundir verið haldnir á starfsárinu. Afgreiðsla ályktana aðalfundar 1981 1. Aðalfundurinn fól stjórn félagsins að vinna að því, að fjármálaráðherra viðurkenndi Læknafélag is- lands sem heildarsamtök lækna til að fara með öll samningamál þeirra. Bréf var sent ráðherra með ósk um viðræður um málið, en skriflegt svar hefur enn ekki borizt. Óformleg umræða fór fram við aðstoðar- mann ráðherra í febrúar sl. og taldi hann, að viðurkenning á Læknafélagi íslands sem heildar- samtökum yrði jafnframt að fela 1 sér, að sjúkra- húslæknar gerðust ríkisstarfsmenn með þriggja mán- aða uppsagnarfresti. Þrátt fyrir ítrekaða eftirleitan við fjármálaráðuneytið hefur ekki tekizt að fá formlegan fund með ráðherra um málið.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.