Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 43
LÆK.NABLADID 251 ákvæðum þessum ekki breytt en málsgreinin er þannig: »7. gr. Dagvinnutími..5. mgr. Ráðstöfun vinnutíma. Vinnutími er til ráðstöfunar til þeirra starfa, er til falla vegna sjúklinga sjúkrahúss eða stofnunar, bæði legudeildarsjúklinga og göngudeild- arsjúklinga, svo og annarra verkefna hlutaðeigandi stofnunar, svo sem utansþíta!asjúklinga.« .... Töldu læknarnir ákvæði þetta eins og það er nú og hefur verið koma í veg fyrir eðlilega þróun göngudeildar- starfsemi sjúkrahúsanna og gæti allt eins orðið til að slík starfsemi legðist niður, fengist samningsákvæð- unum ekki breytt. Með hliðsajón af þeim breyting- um á þróun sjúkrahúsastarfseminnar sem breyting á ákvæði þessu gæti haft í för með sér, féllst samn- inganefnd fjármálaráðuneytisins ekki á kröfu lækna- félaganna. Samninganefndir læknafélaganna lögðu áherslu á að teknar yrðu uþp sérstakar viðræður milli heilbrigðisyfirvalda og læknafélaganna um þetta mál. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins er þess hvetjandi að slíkar viðræður fari fram.« Grunnkaupshækkun eldri samnings. Formaður L.Í., formaður samninganefndar L.í. og framkvæmda- stjóri félaganna áttu, að beiðni formanns L.Í., fund með fulltrúum fjármálaráðherra þann 26. febrúar sl. Á fundi þessum var gengið frá 3.25 % hækkun launa sjúkrahúslækna frá 1. nóv. sl. til samræmis við grunnkaupshækkun til B.H.M., skv. Kjaradómi. Fræðslunefnd 1. Aðalverkefni námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna á árinu var skipulagning Lækna- þings 1981, sem var haldið í Domus Medica dagana 22.-25. september. Á Læknaþingi voru bæði frjáls erindi og málþing um ófrjósemi. Til þess var boðið dr. Jörgen Starup, sem er prófessor í kvensjúkdóma- fræðum í Kaupmannahöfn. Einnig var málþing um tíðarbrigði kvenna og til þess var boðið Dr. H. S. Jacobs, Reader in Gynecological Endocrinology, St. Mary’s Hospital Medical School, London. Þrjátíu frjáls erindi voru haldin á þinginu, en auk þess pallborðsumræður um mammografiu undir stjórn Ólafs Ólafssonar landlæknis. í tengslum við Lækna- þing var haldið námskeið í blóðmeinafræði og sýklafræði dagana 21. og 22. september, og í ráði er að halda áfram svipuðum námskeiðum ef næg þátttaka fæst. Þátttaka á námskeiði og Læknaþingi var mjög góð. 2. í nóvember gekkst fræðslunefndin fyrir symposi- um um bruna og brunameðferð í samráði við Ríkisspítalana og var það haldið dagana 20.-21. nóvember í Domus Medica. Til þingsins var boðið Dr. Ann Sutherland frá Edinborg. 3. Samstarf hefur verið við Krabbameinsfélag Reykjavíkur og hefur formaður nefndarinnar sótt fundi á vegum þess varðandi almenningsfræðslu um krabbamein. Fræðsluþing um krabbamein var haldið í Domus Medica 17. apríl. Auk fjölda íslenzkra fyrirlesara fluttu þar tveir enskir gestir erindi, Dr. Patric Riley, University College Hospital, London og Dr. Michel Kearney, St. Christophers Hospital, London. Var þingið vel sótt. 4. Nefndin hefur veitt sérgreinafélögunum styrki til að bjóða erlendum fyrirlesurum til landsins og Lyflæknafélaginu, Félagi innkirtlafræða, Félagi heim- ilislækna og Félagi barnalækna styrki til þinghalda. Sem fyrr hefur nefndin greitt fargjöld fyrir fyrirles- ara til fræðslustarfsemi úti á Iandi og var veittur styrkur til fundar á Akureyri á sl. ári. 5. Nefndin hefur gengizt fyrir kvöldverðarfundum á fimmtudögum eins og undanfarin ár. Hafa þeir verið haldnir í pingholti og Hótel Esju. Þeir hafa verið misjafnlega sóttir, en í ráði er að halda áfram með svipuðu sniði. 6. Árlegt fræðslunámskeið nefndarinnar verður haldið dagana 16.-18. september. Fyrirhuguð efni námskeiðsins eru: Öldrunarlækningar, bráðameð- ferð slysa og bæklunarlækningar. í tengslum við námskeiðið verður haldið námskeið 1 faraldsfræði, sem skipulagt er af tveim sænskum fyrirlesurum. 7. Starf fræðslunefndar hefur verið með sama hætti og undanfarin ár. Fundir hafa verið haldnir mánað- arlega nema yfir sumartímann. Tekjustofnar hafa verið óbreyttir, en aðaltekjustofninn er styrkur frá Námssjóði lækna, sem má vera allt að 10% af höfuðstóli árið á undan. Auk þess fékkst styrkur frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir Læknaþing, og lyfja- fyrirtækjum var seld sýningaraðstaða á Læknaþingi auk auglýsinga í dagskrá þingsins. Orlofsnefnd Þann 11. nóvember sl. keypti orlofsnefndin fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsinu Víðilundi 14d á Akureyri. Kaupverð var kr. 435 þúsund, og var íbúðin afhent 1. febrúar sl. Nefndarmenn hafa búið íbúðina nauðsynlegustu húsgögnum og öðrum bún- aði og var íbúðin tilbúin til notkunar um miðjan marz. Gjald fyrir vikudvöl á Akureyri yfir sumar- tímabilið er kr. 1.500, en í Brekkuskógi kr. 1.200. Mjög vaxandi aðsókn er að orlofshúsunum. Við úthlutun á dvalartíma í húsunum í Brekkuskógi varð að synja fjölda umsókna, en þess hefur ekki þurft í neinum mæli áður. Orlofsnefnd hefur komið sér upp punktakerfi við úthlutunina, svo að hún geti orðið sem réttlátust. Um Akureyraríbúðina voru að þessu sinni ekki fleiri umsækendur en svo, að öllum var veitt úrlausn um sumardvöl. Eftir er að sjá, hversu vel íbúðin verður nýtt yfir vetrartímann. Vafalaust verður nýting hennar góð, eftir að kemur fram á skíðatímann. Sú hugmynd hefur vaknað, að næsta framtak verði orlofsíbúð í Reykjavík. Einnig er áhugi á orlofshúsi 1 Borgarfirði eða á Fljótsdalshéraði. Siðanefnd í desember 1981 afgreiddi Siðanefnd tvö mál. Fyrra málið var erindi læknis, þar sem hann átaldi harðlega, hvernig hefði verið að verki staðið við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.