Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 4
Ásgerður Sverrisdóttir er menntuð úr læknadeild Háskóla íslands. Að loknu læknaprófi flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún starfaði til að byrja með á röntgendeildinni á Kerlinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. í Svíþjóð starfaði hún í 15 ár þar til um áramótin síðustu að hún ásamt fjölskyldu sinni flutti heim til Islands. „Segja má að ég hafi hálfpartinn verið orðinn röntgenlæknir, en ég saknaði tengslanna við sjúklinganna og flæktist eiginlega fyrir tilviljun inn í krabbameinslækningar. Ég hafði eiginlega ekkert hugsað mér að fara út á þá braut, en égvar að púsla saman kandídatsárinu mínu til að fá lækningaleyfi og var að vinna bæði hérna á íslandi og úti í Stokkhólmi," segir Ásgerður sem fékk vinnu á Radiumhelmet í Stokkhólmi, en þar er starfandi krabbameinsdeild. „Ég heillaöist af faginu og ákvað að verða krabbameinslæknir. Síðan hef ég unnið meira og minna við það og á ýmsum spítölum í Stokkhólmi og síðan hér heima frá áramótum." Ekki nægileg skýring að segja= „Þú ert svo ung. Þetta getur ekki verið hættulegt." Hvað varð til þess að þú söðlaðir um og ákveður að koma heim til islands? „Það er stóra spurningin um að leita aftur i ræturnar. Það var vissulega liðinn langur tima sem ég var búin að vera búsett erlendis en það var alltaf eitthvað sem dró i mann. Börnin voru að komast á þann aldur að það var farinn að vera síðast séns að flytja áður en þau færu á menntaskólaaldur og þá yrði það of seint, þannig að við fjölskyldan ákváðum að gefa þessu tækifæri og sjá hvernig myndi takast," segir Ásgerður sem i dag starfar á krabbameinsdeild Landspitalans ásamt þvi að vera i hlutastöðu á Krabbameinsstöðinni. „Siðan er ég i doktorsnámi við Karolinska Insdutudet i Stokkhólmi og held þannig tengsium við Svíþjóð," segir hún. Má segja að þú hafir sérhœft þig í brjóstakrabbameini? „Ég er búin að vinna mest við brjóstakrabbamein og var reyndar mikið við eitilfrumukrabbamein á minum fyrri vinnustað. En rannsóknarverkefnið mitt er í tengslum við brjóstakrabbamein og það er búið að vera mjög stór hluti af mínu starfi siðustu tiu árin," segir Ásgerður. Aðspurð um hver fyrstu einkenni við brjóstakrabbameini geta verið segir Ásgerður að krabbamein i brjósti geti að mörgu leiti verið mjög sérkennilegur sjúkdómur þar sem oft er ekki um nein einkenni að ræða. „Ef maður er heppinn þá er hægt að þreyta hnút mjög snemma og þá uppgötvast sjúkdómurinn þannig, en að hluta til vegna þess hvað þessi sjúkdómur gefur litil einkenni i byrjun eru gerðar svokallaðar skimunarrannsóknir. Þá er leitað að merkjum um brjóstakrabbamein með röntgenmyndatöku i leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þessar skimunarrannsóknir eru gerðar á konum eftir fertugt. Það er gert i þeim tilgangi að greina krabbamein mjög snemma þannig að batahorfur eru meiri," segir Ásgerður. Hvernig geta konur, sem finna fyrir breytingu í brjósti, greint á milli þess hvort um er að rœða stíflaóan mjólkurkirtil, fitukirtil og hugsanlegt æxli? „Allar breytingar sem verða á brjóstum geta i raun og veru verið merki um brjóstakrabbamein," segir Ásgerður. „Siðan fer það eftir aldri og öðru sem er að gerast í líkamanum hversu miklar líkur séu á þvi að um krabbamein sé að ræða. En allar breytingar sem ekki ganga til baka á einum til tveimur mánuðum eru merki um að konur eigi að táta skoða brjóstin á sér og kannski taka sýni," segir hún og bætir við að það sé alveg óháð aldri. „Jafnvel þó svo að brjóstakrabbamein sé algengast hjá konum eftir sextugt þá þekkist það líka hjá yngri konum og allt niður i konur á milli tvitugs og þritugs. Þó að það sé afar sjatdgæft, þá er það engu að síður til og það er ekki nægileg skýring að segja: „Þú ert svo ung. Þetta getur ekki verið hættulegt.", vegna þess að atlar breytingar sem ekki ganga til baka á að rannsaka," segir Ásgerður. Mikil framþróun í krabbameinsrannsóknum Mœtti þannig endurskoða aldursmörk kvenna sem hvattar eru til að fara í krabbameinsrannsókn? „Þessi skimunarrannsókn gagnast ungum konum lítið þar sem erfitt er að greina titlar breytingar vegna þess að ungar konur eru með mjög þéttan brjóstavef. 4

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.