Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 18
Agnes Ingimundardóttir 39 ára, Hafnarfirði Iðjuþjálfunin hjálpaði mér mikið bæði félagslega og andlega. Hún hjálpaði mér félagslega með því að ég fékk tækifæri til að hitta annað fólk og njóta góðs félagsskapar þess. Hún hjálpaði þar með til að rjúfa félagslega einangrun sem ég held að ég hafi verið farin að finna til eftir að hafa verið kippt skyndilega út úr vinnu og einnig vegna þess að flestir sem ég þekki eru i vinnu yfir daginn og þar með er ekki hægt að hitta þá. Hún hjálpaði mér andlega með því að fá tækifæri til að hitta aðra sem höfðu lent i svipaðri reynslu og upplifað svipaða hluti i gegnum veikindi sín. Á þennan hátt fann ég að ég var ekki ein um upplifun mina og það var og er mér mikill stuðningur að hitta allt þetta yndislega fólk og njóta samvista við það. Það er líka gott að hafa þessa ástæðu til að rifa sig upp og drífa sig út til þess að mæta á réttum tíma, svona á svipaðan hátt og þurfa að mæta i vinnuna á réttum tíma. Jafnvel þótt það komi fyrir að ég nenni ekki að mæta en druslast samt af stað með hálfum huga finn ég það mjög vel þegar ég er mætt á staðinn hvað þetta gerir mér gott. Ég hressist við, fyllist af orku og allt verður svo miklu skemmtilegra. Ég er heldur ekki í neinum vafa um að þessi flagslegi og andlegi stuðningur hefur flýtt mjög mikið fyrir bata minum og gert það að verkum að ég kemst fyrr aftur út á vinnumarkaðinn en ef ég hefði ekki verið svo heppin að komast að á endurhæfingardeildinni fyrir krabbameinssjúka. Að minu mati er þessi starfsemi þvi ekki eingöngu mikilvæg fyrir sjúklinginn sem einstakling heldur einnig fyrir samfélagið sem heild. Mikilvægi hennar liggur einnig i þvi að vera hagkvæm fyrir þjóðfélagið með þvi að stuðla að þvi að sjúklingurinn geti snúið aftur til vinnu sinnar sem fyrst. Svo spillti náttúrulega ekki fyrir að ég enduruppgötvaði hvað ég hef gaman af því að mála en ég hafði alltaf haft mjög gaman af þvi að mála og skapa hluti frá þvi að ég var barn. Ég tók mig því til eftir að ég byrjaði i málunarhópnum og fann gömlu trönurnar minar sem höfðu safnað ryki í geymslunni siðastliðin 15-20 ár og , . byrjaði að mála heima líka. Ég þykist ekki vera að búa til nein listaverk og er ekki að reyna það en ég finn hvað þetta gerir mér gott andlega og hvað það er mikil slökun í þessu. Fyrir það að hafa endurvakið með mér þetta gamla áhugamál verð ég Ernu og iðjuþjálfun hennar ævinlega þakklát. fersentimetra dugar það engan veginn. Smæð húsnæðisins rúmar ekki nema litla hópa skipaða örfáum einstaklingum. í stærra húsnæði væri hægt að hafa stærri hópa og fleiri en einn hóp i gangi í einu og jafnvel blanda saman ólíkri starfsemi. Þar með gæfist fleiri einstaklingum tækifæri til að njóta þessarar mikilvægu þjónustu, auk þess sem þeir gætu valið milli fjölbreyttari starfsemi eftir eigin áhugasviði. í stærra húsnæði væri lika hægt að hafa fjölbreyttari starfsemi þvi þrátt fyrir að Listasmiðjan sé frábær vildi ég sjá meiri fjölbreytni, t.d. aðstöðu fyrir borðtennis, pilukast, billjarð og fleiri þætti sem stuðla að samhæfingu hreyfingar og hugar. I minum huga hefur iðjuþjálfunin ekki eingöngu félagslegt og andlegt gildi heldur getur hún líka hjálpað við að endurhæfa ýmsar finhreyfingar og einbeitingu sem getur tapast niður eftir mikil veikindi og langa sjúkdómslegu. Ég lá á Grensási áður en ég kom í Fossvoginn og þar kynntist ég persónulega hvað það getur verið góð æfing, bæði til aö endurhæfa samhæfingu augna og handa og til að þjálfa upp einbeitinguna, að stunda pílukast og borðtennis. Ég myndi þvi gjarnan vilja sjá aðstöðu fyrir slíka starfsemi í Fossvogi. í stærra húsnæði væri líka hægt að bjóða upp á betri aðstöðu til að sinna núverandi starfsemi eins og leirlistinni og tréútskurðinum, t.d. með því að koma upp titlu leirkeraverkstæði þar sem hægt væri að renna leir og setja upp litið tréverkstæði. Draumurinn væri síðan að fá ýmsa gestakennara til að leiðbeina á stuttum námskeiðum sem væru fagfólk úr mismunandi greinum myndlistar og handverks, t.d. teikningu, málun, leirlisto.fi.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.