Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 10

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 10
„Orgustu þungarokkarar geta alveg fyri Mér finnst bara alveg frábært að hafa þau forréttindi að skemmta öðrum," segir Eiríkur sem hefur verið þekkt andlit bæði á íslandi og Noregi í fjölda ára og má segja að það sé fastur förunautur hans. „Ég verð sennilega að teljast frægur," segir hann og dregur seiminn. „Ég er svo auðþekktur á þessu siða rauða hári. Það er svolítið undarlegt að margir krakkar virðast þekkja mig. Ég held að það sé eitthvað sem hljóti að koma frá foreldrunum. Ég tók þátt i þættinum hans Hemma Gunn, Taktu lagið, og þar var heill bekkur af 12 ára krökkum og þau voru alveg: „Eiki Hauksson, maður! Þú ert átrúnaðargoðið mitt, sko." Og svo kunnu þau öll Gaggó Vest," segir Eirikur og skellihlær. „En ég hef þrifist alveg ágætlega á því að vera þekktur einstaklingur. Bæði eldra fólk og yngra stoppar mig á götu og mér finnst það allt i lagi. Ef menn eru að selja sjálfa sig eins og við skemmtikraftar erum að gera þá fylgir þessi eftirtekt og athygli. Ég man varla eftir þvi að hafa lent í einhverju leiðinlegu fólki, kannski einu sinni eða tvisvar og þá var fólkið sauðdrukkið. Annars hef ég bara mjög góða reynslu af þvi að nálgast fólk, leyfa þvi að taka i jakkann minn og skiptast á orðum," segir hann. Sótti um sem söngvari í Iron Maiden! Árið 1993 losnaði staða söngvara i rokksveitinni Iron Maiden þegar Bruce Dickinson yfirgaf bandið til að hefja frama á eigin spýtur. Mikið fár upphófst i tónlistarheiminum um það hver ætti að leysa hann af hólmi og var nafn Eiríks eitt þeirra sem nefnd voru, en þetta var rétt eftir að hljómsveit hans Arch leystist upp. „Þegar Bruce Dickinson hætti á sínum tima hafði samband við mig tónlistargagnrýnandi í Bretlandi, einn af þeim sem hafði gefið Arch mjög góða umfjöllun, og sagði mér að ég yrði hreinlega að sækja um. Reyndar var orðrómur á sveimi um að þeir væru þegar búnir að fá kunningja trommarans til að syngja en þessi gagnrýnandi sagði bara: „Þú verður, þeir verða að heyra í þér!" Ég sendi þvi einhverja diska en fékk aldrei neitt svar. Ég veit samt að það hefur staðið i einhverjum músikblöðum erlendis að Iron Maiden hefðu betur ráðið mig en þann sem var ráðinn. Þeir gerðu mikil mistök við að ráða þennan söngvara enda var hann bara með á einni plötu. Nú er hins vegar allt i góðu, Bruce er kominn aftur og það er enginn sem á betur heima í Iron Maiden en hann. Skipt oft um kærustur Fyrsta ástin bankaði á dyrnar um 10 ára aldurinn. Voru þær sætar, stelpurnar þar sem Eiríkur ólst upp? „Þær voru svo margar, " segir hann og glottir. „Ég man að ég átti kærustu þegar ég var 10 ára. Helga Finna hét hún og við leiddumst um allt hverfið, alveg agalega rómantísk. Svo átti ég kærustu sem hét Berglind. Það var skipt oft enda var ég i Vogaskóla sem var stærsti skóli landsins og þar af leiðandi nóg úrval. Það hafa alltaf verið sætar stelpur i Vogunum." Nafn fyrstu kærustunnar hefur þó loðað við Eirik en eiginkona hans til margra ára heitir einmitt li'ka Helga. „Við vorum gift i 19 ár og eigum tvær dætur. Við skildum svo árið 2000 og ég flutti út en reyndar höfum við aldrei skrifað undir pappirana. Það kom sér eiginlega ágætlega þvi að við erum byrjuð aftur saman núna, búum reyndar hvort i sinu lagi en við erum fint kærustupar," segir Eirikur. 1 □

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.