Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Kraftur - 01.06.2005, Blaðsíða 19
Námskeið sem virkar Sjálfsstyrkingarnámskeiöið er einstaklega vel heppnaö framtak sem hjálpaði mér mikið. Að geta setið í svona hóp og deilt reynslu sinni með öðrum sem hafa fengið krabbamein og lært af reynslu þeirra um leið er ómetanlegt. Við höldum stundum að við séum ein um reynslu okkar og stundum er erfitt að deila henni með aðstandendum og vinum. Þrátt fyrir að þeir séu allir af vilja gerðir til að hjálpa og styðja mann er stundum eins og það sé erfitt að útskýra fyrir þeim hvað maður er að ganga i gegnum. Á námskeiðinu gafst mér tækifæri til tala um þessa hluti við fólk sem skildi mig og ég lærði af þeim um leið, auk þess sem ég iærði mikið af öllu fagfólkinu (sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur, næringarfræðingur o.fl.) sem kom til okkar og gaf okkur gagnlegar leiðbeiningar. Sjúkraþjálfun nauösynleg Þegar ég byrjaði i sjúkraþjálfunininni var ég gangandi beinagrind, Ég var búin að missa alla vöðva og var rétt rúm 43 kg. Ég var mjög þreklítil og gat ekki setið nema að hafa kodda undir mér. Með dyggri aðstoð Marjolein, sjúkraþjálfarans míns, náði ég að byggja upp vöðvana og öðlast þrek aftur. Hún var með mig i einstaklingsmeðferð sem mér fannst alveg frábært þvi að hún fylgdi mér i gegnum allar æfingarnar. Hún passaði upp á að ég gerði þær rétt þannig að ég misbeitti ekki likamanum en um leið hvatti hún mig áfram svo að ég lagði alltaf örlitið meira á mig í hvert sinn samtímis því sem hún gætti þess að ég ofreyndi mig ekki. Ég þakka henni fyrir að vera komin aftur með þrek og vöðva og vera rúmum 10 kg þyngri en þegar ég byrjaði. Aðdáun og þakklæti efst í huga Þegar mér bauðst fyrst að fara á endurhæfingardeildina fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein, var ég ekki alveg viss hvort það væri eitthvað sem ég þyrfti á að halda. Ég fór eiginlega meö hálfum huga í heimsókn þangað, hitti Ernu og sá aðstöðuna og eftir þá heimsókn var ég til i að prófa. Ég vissi alveg að ég þyrfti nauðsynlega á sjúkraþjálfuninni að halda en ég var ekki viss um hvort iðjuþjálfunin væri nokkuð fyrir mig. Ég held að mér hafi fundist þetta vera hálfgert dútl sem ég hefði ekki lengur áhuga á þrátt fyrir að hafa áður fyrr haft gaman af þvi að mála og búa til hluti. í dag þá sé ég hvað ég hafði gjörsamlega rangt fyrir mér og vanmat starfið sem er unnið þar. Ég heid ég muni aldrei geta þakkað nógsamlega öllu þessu yndislega fólki sem vinnur á endurhæfingardeildinni fyrir það sem það hefur gert fyrir mig til að hjálpa mér til að komast aftur út i lífið. Ég dáist að starfi þess og eldmóði við þröngar aðstæður en um leið svíður mér sárt að sjá hvað fólki er skorinn þröngur stakkur og hvað starf þess er oft vanmetið. Það sem endurhæfing hefur upp á að bjóða: Iðjuþjálfun: -Einstaklingsviðtöl -Listasmiðjur -Fræðslu og sjálfsstyrkingar- námskeið Sjúkraþjálfun: -Einstaklingstimar/ sogæðameðferð -Hópleikfimi -Vatnsleikfimi (Grensás) -Gönguhópar Hólmfríður Kr. Agnarsdóttir 45 ára, Grafarvogi Það fyrsta sem mér datt í hug með iðjuþjál- funina var einhvers konar föndur en núna merkir þetta mun meira en það. Núna merkir iðjuþjálfun félagsskap og skemmtilegt hand- verk. Það fylgir því ákveðið frelsi að vera með fólki þar sem maður getur látið allt flakka og þarf ekki að passa hvað maður segir varðandi veikindin og annað. Fólkiö sem skiptir máli Ég var mest i tréútskurði og fannst það of- þoðslega gefandi og skemmtilegt. Ég var lika í Listasmiðjunni og prófaði meðal annars að mála myndir með akrillitum sem var rosalega gaman. Sjálfsstyrkingarnámskeiðið fannst mér einnig frábært og mjög nauðsynlegt. Félagsskapurinn og vináttan sem varð til á námskeiðinu og eftir það er alveg ómetanlegt og gaman að segja frá því að við höldum ennþá hópinn. Sjúkraþjálfunin hefur einnig mjög mikið að segja því að hún byggir bæði upp þrek og úthald og ekki veitti af i minu tilfelli. Ég var líka með svo fráhæran sjúkraþjálfara. Bjargaði geðheilsunni Iðjuþjálfunin hjálpaði mér félagslega og að rifa mig upp andlega. Það er trúlega alltaf hægt að breyta og bæta en ég var rosalega ánægð með allt og mér finnst unnið kraftaverk þarna hjá Ernu á hverjum degi. Ef ég ætti að breyta einhverju held ég að það þyrfti að stækka aðstöðuna svo að allir kæmust að sem þurfa og vilja. Mér finnst að þetta ætti að vera fastur liður fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum meðferð. Það væri því kannski betra að ná þessari starfsemi út af sjúkrahúsinu og í annað umhverfi en þó þannig að það yrði ekki dýrara svo að allir ættu þess kost að koma og vera með. Að geta verið með í þessu frábæra starfi sem fer fram í iðju- og sjúkraþjálfuninni var alveg ómetanlegt fyrir mig og ég held að það hafi hreinlega bjargað geðheilsu minni. 1 9

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.