Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 13
hreint fyrir sínum dyrum. Það er
ljóst að ekki eru öll kurl komin til
grafar og ólíkt þeim sem hafa ver-
ið vistmenn í Breiðuvík vill sá mað-
ur sem mesta þekkingu hefur á
uppeldisheimilinu á þessum tíma
ekki upplýsa hvað raunverulega
fór fram, fyrr en opinber rannsókn
hefst.
Útilokar ekki ofbeldi
„Faðir minn var mjög strangur
maður en sjálfur varð ég aldrei var
við ofbeldi á heimilinu,“ segir Bjarni
Þórhallsson, sonur Þórhalls Hálf-
dánarsonar. Bjarni var forstöðu-
maður uppeldisheimilisins í einn
vetur. Hann dvaldi nokkuð á heim-
ilinu á sjöunda áratugnum en seg-
ist aldrei hafa orðið var við ofbeldi,
frekar en Sigurður vígslubiskup.
Hann útilokar þó ekki að slíkt hafi
viðgengist aðspurður hvort vitnis-
burður mannanna sem fram hafa
komið sé rangur.
Breiðuvíkurbarnið Sigurdór
Halldórsson segist hafa þurft að
þola kynferðislega misnotkun,
barsmíðar og niðurlægingu þeg-
ar hann dvaldi í Breiðuvík á þeim
tíma sem Bjarni var þar.
„Einn strákurinn sagðist ekki
vilja hafragraut heldur kornflexið.
Þá gekk Bjarni í skrokk á honum,
en alla daga eftir það fengum við
kornflex í morgunmat,“ segir Sig-
urdór þegar hann lýsir átakanlegri
baráttu við morgunverðarborðið.
Sjálfur segir Bjarni að hann
kannist ekki við að hafa nokkurn
tímann beitt piltana ofbeldi og
bendir á að vistin hafi skánað tals-
vert eftir að hann tók við af föður
sínum. Einnig hefur bróðir hans,
Hálfdán Þórhallsson, verið sakað-
ur um að hafa beitt piltana ofbeldi.
Hann vildi ekki tjá sig um ásakan-
irnar.
Félagsskapur kennarans
Fram kom í umfjöllun DV í síð-
ustu viku að lítil sem engin kennsla
hafi verið í Breiðuvík. Kennarinn
Eiríkur Hjartarson kenndi vetur-
inn 1964. Hann segir að engin eig-
inleg kennsla hafi farið fram, held-
ur hafi skólatímarnir í raun verið
einhvers konar félagsskapur pilt-
anna. Ástæður þess að lítil kennsla
fór fram var fyrst og fremst sú að
aldursbil strákanna var talsvert og
greindarmunur einnig. Því hafi ver-
ið erfitt um vik að samhæfa mark-
vissa kennslu.
„Ég varð aldrei var við ofbeld-
ið sem á að hafa verið í Breiðuvík,“
segir Eiríkur og þvertekur einn-
ig fyrir að matur hafi verið naumt
skammtaður. Hann segir að kom-
ið hafi verið fram við börnin líkt
og starfsfólk og aldrei hafi hann
upplifað neitt misjafnt. Hann
útilokar ekki ofbeldið frekar en
Sigurður vígslubiskup og Bjarni
Þórhallsson. Sjálfur segist hann
hugsa til staðarins með hlýhug en
fregnir af heimilinu undanfarna
daga hafa komið honum verulega
á óvart. Hann segir samband sitt
við Þórhall hafa verið gott og sjálf-
ur hafi hann ekkert upp á hann að
klaga.
Breiðuvíkurbörn í kaupbæti
„Það var haft í flimtingum þeg-
ar ég keypti býlið að Breiðuvíkur-
börnin fylgdu með í kaupbæti,“
segir Keran Ólason sem ásamt
konu sinni Birnu Mjöll Atladótt-
ur rekur hótel þar sem uppeldis-
heimilið var til húsa.
Keran og Birnu varð ljóst stuttu
síðar hvað átt var við en þá voru
gamlir vistmenn að hringja í tíma
og ótíma í hótelið, yfirleitt drukkn-
ir, til þess að gera upp óhugnan-
lega fortíð sína.
Keran segir sögu Breiðuvík-
ur óhugnanlega en brotunum hafi
hann ekki púslað saman fyrir al-
vöru fyrr en undir síðustu helgi
þegar DV kom út. Þangað til hafði
hann afskrifað minningar mann-
anna sem drykkjuraus.
Komið hefur í ljós að sögurnar
virðast raunsannar og hrollvekj-
andi að auki.
Hugrakkur steig fyrstur fram
Það var Helgi Davíðsson sem
steig fyrstur fram og sagði sögu sína
í DV á föstudaginn í liðinni viku.
Eftir það hafa fjölmargir menn
brotið þrjátíu ára gamlan þagn-
armúr og sagt keimlíkar sögur og
Helgi. Nokkrir hafa sagst hafa sætt
kynferðislegu ofbeldi auk þess að
þola niðurlægingu, svarthol í kjall-
aranum og gegndarlausar bar-
smíðar. Margir þessara manna bera
enn þann dag í dag þungan kross.
Margir hafa hugsað um hefnd, aðr-
ir vilja réttlæti af hálfu stjórnvalda.
Það er staðreynd að kennslu var
ábótavant. Mennirnir voru svipt-
ir rétti sínum til þess að lifa mann-
sæmandi lífi og sviptir sakleysi sínu
á barnsaldri. Þeir hafa tapað æsk-
unni og jafnvel ellinni líka.
Sonurinn útilokar
ekki ofbeldið
Sigtryggur JóHannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
vaLur grEttiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Framhald á
næstu opnu
fara en Sigurdór segist aldrei hafa
beðið þessa atviks bætur.
Baráttan um kornflexið
„Þegar Bjarni var forstöðumað-
ur sátum við og borðuðum morg-
unmat. Við vorum með hafragraut
en hann og systur hans voru með
kornflex. Einn strákurinn sagðist
ekki vilja hafragraut heldur korn-
flexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á
honum, en alla daga eftir það feng-
um við kornflex í morgunmat,“ segir
Sigurdór um þá hörðu baráttu sem
þeir þurftu að heyja. Hann segir að
strákarnir hafi verið þakklátir pilt-
inum sem á að hafa lent í Bjarna
fyrir að hafa tekið á sig höggin fyrir
morgunmatinn.
Elskar börnin sín
Þegar Sigurdór komst frá Breiðu-
vík gat hann ekki sótt nám. Ástæð-
una fyrir því segir hann vera: „Ég
kunni ekkert eftir vistina, við lærð-
um ekki neitt.“
Þar næst fór hann á sjóinn en
það leið ekki langur tími þar til
hann varð háður áfengi og fíkni-
efnum. Þá hófst langur afbrota-
kafli í lífi hans sem lauk ekki fyrr
en 1992. Það var þá sem hann tók
trú og hætti allri neyslu.
Reynslan reyndist Sigurdóri
þung: „Ég skildi ekki tilfinningar
mínar fyrr en umfjöllun um málið
hófst. Ég hef verið blindur svo lengi
að ég gat ekki einu sinni sagt við
mín eigin börn að ég elskaði þau,“
segir Sigurdór sem brestur í grát í
miðju viðtali. Hann segir umfjöllun
DV hafa opnað mikið svöðusár sem
þurfi að lækna, en það er ekki fyrr
en nú sem hann getur hafið nýtt líf.
Aðspurður hvað taki nú við í lífi
hans segir Sigurdór: „Ég ætla að
segja börnunum mínum að ég elska
þau.“
Kannast ekki við ofbeldi
„Ég man ekki eftir því að hafa
beitt slíku ofbeldi,“ segir Bjarni Þór-
hallsson, sonur Þórhalls Hálfdánar-
sonar, en hann er fyrsta barn hans
sem tjáir sig opinberlega um málið.
Bjarni var forstöðumaður uppeldis-
heimilisins árið 1972 til 1973. Hann
var einn vetur en svo tók Georg
Gunnarsson við heimilinu. Sjálfur
er Bjarni skósmiður á Selfossi í dag.
Önnur börn Þórhalls vilja ekki tala
um tímann í Breiðuvík.
„Faðir minn var mjög strang-
ur maður en sjálfur varð ég aldrei
var við ofbeldi á heimilinu,“ seg-
ir Bjarni, en hann útilokar þó ekki
að slíkt gæti hafa viðgengist. Hann
segir málið komið í réttan farveg
og hann vilji sem minnst skipta sér
af því sjálfur.
„Þetta mál hefur sinn gang,“
segir Bjarni og neitar að tjá sig
frekar um það.
Gat aldrei sagt börnunum mínum að ég elskaði þau „Einn strákurinn sagðist ekki vilja hafragraut heldur kornflexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á honum en alla daga eftir það fengum við kornflex í morgunmat.“
Sigurdór Halldórsson
segist hafa orðið fyrir
kynferðislegri misnotkun
og hlaut enga menntun á
meðan á nauðungarvist
hans í breiðuvík stóð.
Breiðuvík
Margir hafa sagt frá hræðilegri vist sinni í breiðuvík.