Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 47
DV Helgarblað föstudagur 9. febrúar 2007 47 Sakamál Ákærður fyrir vændiskonumorðin Steven Wright, hefur verið ákærður fyrir morðin á fimm vændiskonum í Ipswich, seint á síðasta ári. Þær Gemma Adams, Tania Nicol, Anneli Alderton, Paula Clennell og Annette Nicholls fundust allar afar illa leiknar og skók málið bresku þjóðina, þar til Wright var loks handtekinn þann 18. desember síðastliðinn. Hjúkka seldi barn Lögreglan í Kirgisistan handtók hjúkrunarkonu ný- verið fyrir tilraun til að selja sveinbarn á rúmar fjöru- tíu þúsund íslenskar krónur. Lögreglumaður sem starfaði á laun leitaði til konunnar þar sem orðrómur var uppi um að viðskipti með börn tíðkuðust á spítalanum. Orðrómurinn reyndist á rökum reistur því konan bauð honum barnið til sölu. Sagði hún væntanlegum kaupanda að móðir barnsins væri dáin. Hið rétta var móð- irin hafði yfirgefið barnið, en samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna búa áttatíu prósent barna í Kirgisistan undir fá- tæktarmörkum. Ákærurnar birtar Lisa Marie Nowak ásamt lögmanni sínum fyrir rétti í Orlando á flórída. Bandaríski geimfarinn Lisa Marie Nowak á yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi fyrir tilraun til mannráns og morðs. Nowak er sögð hafa ætlað að ræna geimfaranum Colleen Shipman og myrða hana en báðar höfðu þær átt í ástarsambandi við Bill Oefelein, flugstjóra Discovery- geimskutlunnar. Nowak óttaðist samkeppnina við Shipman um hylli flugstjórans og ók því tæplega 1.400 kílómetra leið, frá Houston í Texas til Orlando í Flórída, og sat fyrir Shipman á bílastæði við flugvöll. Nowak sprautaði piparúða á Shipman, en hún náði að komast undan og gerði öryggisvörðum viðvart. Nowak var handtekin skömmu síðar á strætisvagnastöð. Nowak var ákærð fyrir árás og tilraun til mannráns og úrskurðaði dómari að hún fengi að ganga laus gegn 15.500 Bandaríkjadala tryggingu. Við leit í bíl Nowak fann lögregla hins vegar hníf, stálkylfu og gúmmíreimar. Þá fundust hárkolla og riffill í ruslatunnu skammt frá strætisvagnastöðinni þar sem hún var handtekin. Lögreglu þótti því ljóst hver ætlun Nowak var. Henni voru birtar nýjar ákærur, nú fyrir tilraun til mannráns og morðs. Dómari úrskurðaði Nowak í gæsluvarðhald. Nowak sem er gift og þriggja barna móðir neitar ásökununum. Dýrkeyptar ástir í geimnum: Hugðist myrða keppinaut sinn Deborah Gardner var heillandi og lífsglöð ung bandarísk kona sem starfaði sem kennari á veg- um hjálparsamtaka á Kyrrahafseyj- unni Tonga á miðjum áttunda ára- tugnum. Deborah var vinsæl meðal nemenda og samstarfsfélaga og lík- aði vistin í Tonga vel. Deborah var ákaflega falleg kona og átti sér marga karlkyns aðdá- endur í hópi hjálparstarfsmanna á svæðinu. Einn þeirra var Dennis Priven. Hann var kennari við sama skóla og Deborah og lagði sig fram um að vera við stofuna hennar þeg- ar kennsludegi lauk til að geta fylgt henni heim. Þetta fór fljótlega í taugarnar á Deboruh. Dennis gerð- ist ágengari með tímanum en þrátt fyrir það þáði hún einu sinni boð hans um að snæða kvöldmat heima hjá honum. Það fór þó ekki eins og Dennis hafði vonast til því hún hafði engan áhuga á nánari kynnum. Hún sótti fljótlega eftir þetta um annað starf innan hjálparsamtakanna til að komast fjarri honum, enda var hann farinn að sitja um hana öllum stundum. Eitt laugardagskvöld var efnt til skemmtunar meðal hjálpar- starfsmanna. Deborah og Dennis mættu bæði. Deborah var áberandi í veislunni, ekki bara vegna þess hve glæsileg hún var heldur einnig vegna ölvunar. Hún þáði fylgd heim á leið með karlkyns vini sínum sem endaði með því að hún gisti næt- urlangt heima hjá honum. Dennis hafði veitt þeim eftirför og var ljóst hvað gerst hafði. Fimm dögum síðar lét Denn- is til skarar skríða. Hann hélt heim til Deboruh um það leyti sem hún var við það að skríða upp í rúm. Hann réðist að henni með hníf en hún streittist á móti eins og brot- in húsgögn báru síðar vitni um. Hann hafði hana að lokum undir og veitti henni djúp sár með hnífn- um. Nokkrir unglingspiltar sem áttu leið hjá heyrðu öskrin og þustu í átt að húsinu. Þegar þeir komu þar að mætti þeim karlmaður með mátt- vana konu í fanginu og alblóðuga. Hann lét hana falla á jörðina þegar hann sá þá, tók til fótanna og hvarf út í nóttina. Drengirnir hlúðu að Deboruh og var hún flutt á spítala. Tilraunir til að bjarga lífi hennar báru engan árangur enda var hún með tuttugu og tvö stungusár á lík- amanum. Síðaðsta orð hennar var: „Dennis.“ En þrátt fyrir að enginn vafi léki á sekt Dennis slapp hann við fangelsisvist enda var það að- standendum hjálparsamtakanna og bandarískum yfirvöldum mikið kappsmál að ekkert fréttist af mál- inu. Dennis var ákærður en kvið- dómur í Tonga taldi hann geðsjúk- an og sýknaði hann. Dennis var því fluttur á geðsjúkrahús í Bandaríkj- unum þaðan sem hann var síðar útskrifaður. Hann var ekki sóttur til saka fyrir morðið á Deboruh og býr nú í New York. kristjan@dv.is Dennis Priven, starfsmaður bandarískra hjálparsamtaka í Tonga, myrti unga samstarfskonu sína á hrottafenginn hátt í október árið 1976. Vitni sáu Priven alblóðugan bera fórn- arlambið af vettvangi meðan líf hennar fjaraði út. Gleraugu morðingjans og skór fundust á vettvangi en kviðdómur í Tonga sýknaði hann á grundvelli geðveiki. Bandarísk yfirvöld og að- standendur hjálparsamtakanna lögðu allt kapp á að þagga málið niður og var Priven sendur heim. Bandarískir geðlækn- ar töldu Priven hvorki geðveikan né hættulegan og útskrifuðu hann. Dennis Priven afplánaði því aldrei refsingu fyrir verkn- aðinn. Morðinginn dennis Priven gaf sig fram daginn eftir að deborah gardner fannst myrt. Priven játaði aldrei verknaðinn en var engu að síður ákærður fyrir morðið. Kviðdómur sýknaði hann sökum geðveiki. Priven var sendur til bandaríkjanna en geðlæknar þar töldu enga hættu stafa af honum og útskrifuðu hann. Fórnarlambið síðustu augnablik deboruh gardner hafa verið hræðileg. dennis Priven stakk hana ítrekað með hnífi og fundust að minnsta kosti 20 djúp sár á líkama hennar. Bandarísk bannhelgi Brenndi misnotuð börn sín inni Ung móðir í Bandaríkjun- um brenndi tvö börn sín inni á heimili þeirra eftir að upp komst að faðirinn hafði beitt eldra barnið, fjögurra ára dreng, kyn- ferðislegu ofbeldi. Yngra barnið var nokkurra mánaða gamalt. Að sögn nágranna fjölskyldunn- ar varð húsið fljótlega alelda og heyrðist þá drengurinn kalla á mömmu sína. Hún brást við með því að loka hurðum þannig að ekki heyrðist í barninu. Hún hvarf svo af vettvangi án þess að nágrannarnir gætu nokkuð gert til hjálpar börnunum. Báðir for- eldrarnir voru handteknir stuttu síðar. Reiknað er með að faðirinn fái fjögurra ára fangelsi fyrir kyn- ferðisofbeldið en móðirin á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 27 ár fyrir miltis- brandsgabb Fertugur síbrotamaður, Charles E. Fuller frá Phoenix í Bandaríkjunum, var í vikunni dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að senda saksóknara í máli gegn sér umslag sem grunur lék á í upphafi innihéldi miltisbrand. Duftið í umslaginu reyndist skaðlaust, en eftir hrinu miltis- brandsmála þar í landi árið 2002, eru mál af þessu tagi litin afar alvarlegum augum í mörgum fylkjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.