Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 24
Lengi vel voru Danir illa liðnir af Íslendingum sökum nýlendustefnu þeirra. Við tókum okkar sjálfstæði eins og allar alvöru þjóðir meðan Danir voru undir Þjóðverjum. Gamlir Danir eru meira en liðlegir að röfla um þetta atriði. En undir lok seinustu aldar opnuðust augu Íslendinga fyrir því hvað Danir voru að gera margt sniðugt. Frjálslynd þjóð í ástum og víni sem bar velferð allra fyrir brjósti án þess að skipta sér af því hvað fólk gerði heima hjá sér. Bjórinn sjálfsagður, ódýr og engar opinberar hömlur á neyslu hans. Minnisvarðar um velheppnað hippatímabil stóðu til merkis um umburðarlynda þjóð. Hústökuhús fólks sem hafði ákveðið að haga lífi sínu öðruvísi, fríríkið Kristjanía og friðsamasta útihátíð heims í Hróarskeldu. Innflytjendur frá vanþróaðri löndum boðnir velkomnir og fjölmenni frá Tyrklandi, Írak og Íslandi nýttu sér heimboðið. Danmörk er í ruglinu Í byrjun febrúar var vörubílstjóri skotinn í hnéð með skammbyssu. Í janúar rændu skammbyssumenn skartgripaverslun og eigandinn skaut þá niður með skammbyssu að sjálfsögðu. Skammbyssur eru orðnar vandræðalega algengar en það er bara toppurinn á ísjakanum. Löggan danska skýtur líka til bana fleiri en áður. Síðast í ágúst. Ofbeldi hefur aukist grimmt. Auðvitað bera útlendingarnir síðan ábyrgðina á þessu þótt hinir kynhreinu glæpamenn í Hells Angels hafi bæði staðið fyrir skotárás á Kastrup-flugvelli og flugskeytaárás í miðri Kaupmannahöfn. Danski þjóðarflokkurinn sem er einni kveðju frá því að vera fasískur er stuðningsflokkur hægristjórnarinnar og útlendingahatrið blómstrar. Íslendingar eru þar ekki undanskildir og mikið er röflað um glæpsamlega innreið íslenskra markaðsmanna. Dönsk stjórnvöld leggjast ásamt Bandaríkjastjórn gegn tilraunum Sameinuðu þjóðanna til að gera dauðarefsingar útlægar á heimsvísu. Enda er í lagi að drepa og vera drepinn. Danir í Írak drepa ekki bara heimamenn heldur hefur þeim tekist að drepa tvo af sínum eigin mönnum, þar af einn í lokaþjálfuninni heima. Þeir segjast vera að hjálpa Írökum en senda flóttamenn þaðan til baka í helvítið. Danir létu síðan Afgana í hendur Bandaríkjamanna til pyntinga. Og frjálslyndið er farið að súrna, Kristjanía er eyðilögð með alvarlegum afleiðingum, Ungdomshuset á Nørrebro er selt ofan af unglingunum til trúarofstækissafnaðar. Múhameð er svívirtur og danskir nasistar búa við meira frjálsræði en nokkurs staðar í hinum vestræna heimi. En á sama tíma eru blaðamenn saksóttir af ríkinu fyrir að afhjúpa lygar Íraksstríðsins með hjálp uppljóstrara. Leiktækin í gleðiríkinu Tívolí eru farin að snúast hægar. Hvað varð eiginlega um Kim Larsen? Hvað gerðist eiginlega? Hverju er um að kenna? Hin dannaða áfengismenning Dana (að kyngja fjórum bjórum á dag) hefur ekki farið vel í lifur landsmanna og búið er að herða áfengislöggjöfina. Takmark er komið á aldur áfengiskaupenda og hvenær selja má öl í sjoppum. Er það ástæðan fyrir hnignun Danaveldis? Drukku þeir kannski of mikinn bjór? Menn verða vissulega fúllyndir og þreyttir af of miklu flotbrauði enda ekkert grín að vera fullur af öli. Meltandi, ropandi og prumpandi klára þeir síðan vinnudag sem í kjölfarið á innflytjendastraumi, meðal annars frá Íslandi, hefur orðið lengri. Það þola Danir illa svo þeir röfla tvöfalt meir en áður og það er varla hægt. Þeir sem reyna að segja að Danir séu afslappaðir og geri ekki mál úr smáatriðum skilja einfaldlega ekki dönsku. Fólk sem þú hefur aldrei séð á ævinni finnst sjálfsagt að benda þér á hvernig þú eigir að lifa lífinu. Ef þú dinglar stoppbjöllunni í strætó of seint að mati annara farþega færðu að heyra hið klassíska danska „hov hov“. Danir hafa alltaf verið „hov hov“ og voru aldrei „ligeglad“ nema náttúrulega í Kristjaníu enda er verið að eyðileggja hana. Já Danmörk er í ruglinu... og svo náttúrulega unnu helvítis pulsurnar okkur í handbolta. föstudagur 9. febrúar 200724 Helgarblað DV Hvers vegna nýtti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ekki tækifærið og bað þolendur viðbjóðsins í Breiðuvík afsökunar fyrir hönd embættisins sem hann gegnir? Var það vegna þess að stjórnmálamenn samtímans eru svo geldir, svo kjarklausir, að þeir þora ekki að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti? Þolendur viðbjóðsins í Breiðuvík vilja að yfirvöld biðji þá afsökunar. Ekki vegna þess að þeir sem nú stjórna hafi tekið ákvarðanir um hryllinginn, ekki vegna þess að embættismennirnir beri persónulega ábyrgð á þeim glæpum sem framdir voru í Breiðuvík. Alls ekki. Heldur vegna þeirra embætta sem þeir gegna núna, viljinn er til að ráðherrar og forseti biðji þolendurna afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar, og ekki síst fyrir hönd þeirra sem áður gegndu embættunum. Það er málið. Þolendur ofbeldisins í Breiðuvík voru sviptir æskunni, sennilegast skemmdir fyrir lífstíð og nú eru einhverjir möguleikar á að bjarga megi seinni hluta ævi þeirra sem enn lifa, þeirra sem hafa ekki tekið eigið líf eftir hörmungar eða látist af öðrum orsökum. Hver er tregða ráðamanna, þarf að bíða eftir nefndarvinnu til að taka á málinu? Eru afleiðingarnar ekki augljósar? Kannski skynja ráðamenn ekki málið, þeir sem mestu ráða þekkja líklega ekki óvissuna og angistina, hafa ekki verið andvaka af ótta og vita ekki hvað er að vera fullur kvíða, þekkja ekki óvissu um hvort matur verði til næsta dag, hafa ekki óttast ofbeldi og fátækt, þekkja ekki erindisleysi bæna og óska um miskunn. Má vera að þeir sem hafa óskað eftir að ganga fremst meðal okkar eigi erfitt með að taka á Breiðuvíkurmálinu vegna reynsluleysis af dökkum hliðum mannlífsins? Má vera að þeir sem hafa ekki þurft að örvænta, ekki kviðið að vakna að morgni, geti ekki höndlað mál sem þetta? Mögulega. Auðvitað geta stjórnmálamenn samtímans ekki breytt því sem gerðist. Samt skortir á að þeir sýni þolendum hryllingsins samúð og hluttekningu. Ekki bara af því að hafa séð hörðustu menn bresta í grát. Það er bara ein birtingarmynd þess sem á undan er gengið. Það er vegna DV og það er vegna vinnu ritstjórnar þess blaðs að Breiðuvíkurhryllingurinn var upplýstur. Með því hefur DV bent stjórnmálamönnum á verðug verkefni. Þeir verða að taka við keflinu og í krafti embætta sinna verða þeir að stíga fram, opna faðm embættanna og bæta það sem bætt verður, bæði með andlegri hjálp og peningum. Angist og sársauki þolendanna verða aldrei skilin af þeim sem ekki reyndu. Til þess er lífsreynsla þeirra of mikil, of hörð og of mótandi. Ungir drengir voru fylltir hatri og það er okkar hinna að aðstoða þá til að losa um sársaukann. Máttur fjölmiðla getur verið mikill. Allir starfsmenn DV hafa tekið þátt í mikilli vinnu við að opna Breiðuvíkurmálið. Þakkir þolendanna eru bestu meðmæli sem starfsfólkið getur fengið. Og þær skortir ekki. Hrífast af farþeganum Eftir að DV opnaði Breiðuvíkurmálið og eftir að DV fann týndu skýrsluna var aðeins einn fjölmiðill sem tók eftir hversu alvarlegt Breiðuvíkurmálið er, það var fréttastofa Ríkissjónvarpsins og fréttakona þaðan fékk inni í Kastljósi sama dag til að halda áfram með málið. Eftir það kviknaði áhugi Kastljóssins, en hingað til hefur það aðeins sinnt einföldustu þáttum málsins, tekið viðtöl og fátt annað. Það er meira en hinir fjölmiðlarnir hafa gert. Enginn fjölmiðill, annar en DV, hefur sýnt málinu nægan áhuga. Áhugaleysi fjölmiðla er illskiljanlegt og sennilega verður ekki hægt að skilja hvers vegna áhuginn á þessu vonda máli er ekki meiri meðal fjölmiðlafólks en raun ber vitni. Kjarklausustu fjölmiðlarnir hafa látið duga að segja af viðbrögðum, viðbrögðum stjórnmálamanna, helst ekki annarra. Með afskiptaleysinu er engin hætta á að fjölmiðill finni andbyr, þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um framsetningu og fréttamat. Sennilega er það þess vegna sem stórir fjölmiðlar kjósa lognið, aðgerðaleysið. Alþingismenn vöktu athygli þegar nokkrir dagar voru frá því að DV opnaði Breiðuvíkurmálið. Málið var ekki rætt á Alþingi fyrr en þingmennirnir, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fremsta í flokki, höfðu séð tárin falla og hrausta menn brotna saman. Þá fyrst áttuðu þingmennirnir sig á málinu. Þeir náðu ekki málinu með að lesa DV þó að þar væri vitnað um hrottaskapinn og birtar staðreyndir úr ritgerð Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, ritgerð sem DV fann en hún hafði verið falin í þrjátíu ár. Þingmennirnir, að Guðrúnu Ögmundsdóttur undanskilinni, sýndu að þeir áttuðu sig ekki á Breiðuvíkurmálinu fyrr en menn grétu í sjónvarpinu. Það þurfti tár til að opna augu þingmanna. Þeir kappkostuðu að mæra farþegann í Breiðuvíkurmálinu, Kastljósið, en viku ekki orði að þeim fjölmiðli sem af krafti fór í gryfjuna, fann særðu mennina, fann skýrsluna sem stjórnmálamenn þess tíma földu og upplýsti um þetta vonda mál. Það er ekki traustvekjandi ef stjórnmálamenn samtímans skynja ekki þjóðfélagið nema með mynd og hljóði. Má vera að texti á blaði sé ekki nóg? Má vera að fólkið sem hefur kosið að verða fulltrúar þjóðarinnar sé svo upptekið af smærri málum að það skynji ekki stærstu mál samtímans nema að vera matað sem smábörn, að það þurfi að stappa ofan í það matinn - og helst með tárum, annars nærist það bara ekki? Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þeir töpuðu æskunni Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Danir eru pulsur Það verður fróðlegt að vita, þótt vitað sé fyrir eins og flest hér á landi, hvaða stefnu stefnuleysið tek- ur í þetta sinn hjá Hafnfirðingum um stækkun ál- versins. Ákvörðunin mun sverja sig í ætt við vega- kraðakið í kringum þá og hjá okkur yfirleitt sem ökum á leið hugsana- og stefnuleysis. Eng- inn veit hvar vegir okk- ar hefjast, hvert þeir liggja, hvaða tilgang þeir hafa, hvort eða hvert sé rétt að færa þá með tilliti til hvað- an þeir voru færðir síðast eða hvort þeir séu nokkr- ir vegir. Nóg er samt til af þeim en kannski bara svo stórvirk vinnutæki hafi eitthvað að gera með körl- um sem vilja djöflast. Reykjanesskaginn er orðinn kynlegt vegarugl. Vegir þar eru lagðir hver á annan þveran, þeir eru teknir aftur, látnir liggja eða hætt við lagningu þeirra í miðjum klíðum. Núna er Hafn- firðingum heitið einum í viðbót með nýrri tilfærslu, samþykki þeir stækkun álversins. Valið er freistandi. Aldrei er nóg af vegum fyrir vinstriflokk með endur- heimta stefnu hægriflokks sem missti völdin. Óviss- an er hjá álverinu. Það grípur til alkunns ráðs, hótar að fara fái það ekki sitt. Fólk hræðist þetta ef það er að kaupa bíla. Fari álverið, minnkar þá ekki vegaúrval- ið? Bandaríski herinn hótaði okkur svipuðu, þjóðin varð hrædd og kaus hann yfir sig. En þegar hann fór gat hún auðsæilega án hans verið. Sömu sögu verð- ur að segja um álverin. Færi álverið úr Straumsvík tapaði það mest. Nú vill enginn álver nema násker. Hið athyglisverða er það að vinstristjórnin sem sit- ur að völdum í Firðinum hefur vikið frá fyrri skoðun og fylgir álverinu að málum og lofar tekjuaukningu með stækkuninni. Hver hefur ekki þörf fyrir gróða? Til að styrkja stöðuna hefur álverið fengið málsvara, unga konu sem ber fram vísindaleg rök með meyj- arsvip og segir að aukin mengun valdi engum skaða. Best að stækka og breyta þjóðveginum, beygja hann undir erlendan vilja og viðhalda vegleysu í hugs- un. Hin nýju handhægu, sameiginlegu rök hægri- stjórnarinnar og vinstri stjórnarandstöðunnar fyrir stóriðju á Íslandi með erlendu vinnuafli verða þess vegna þau að annað sé útlendingahatur úr Frjáls- lynda flokknum. GuðberGur berGsson rithöfundur skrifar Nú vill enginn álver nema násker. Kjallari Kjallari Vegir og stefnuleysi erpur Þ. eyvinDarson tónlistarmaður skrifar Er það ástæðan fyrir hnignun Danaveldis? Drukku þeir kannski of mikinn bjór?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.