Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 56
föstudagur 9. febrúar 200756 Helgarblað DV Ný plata frá Arctic Monkeys Önnur plata bresku indírokksveit- arinnar Arctic Monkeys kemur út 23. apríl og mun heita Favourite Worst Nightmare. Strákarnir í Arctic Monkeys skutust upp á stjörnuhimin- inn í janúar 2005 þegar platan What- ever People Say I Am, That‘s What I‘m Not kom út. Platan varð söluhæsta frumraun í sögu Bretlands og skutu þeir meðal annars sjálfum Bítlunum ref fyrir rass. Alex Turner, forystu- sauður sveitarinnar, hefur sagt að Favourite Worst Nightmare verði þó nokkuð frábrugðin fyrri plötunni. Chinese Democracy í mars Á heimsíðu ræflarokkaranna í guns N‘ roses er greint frá því að platan Chin- ese democracy muni koma út 6. mars. sennilega hefur engin plata í tónlist- arsögunni fengið jafnmarga útgáfu- daga sem ekki hafa staðist og þessi. upptökur á plötunni hófust árið 1994 en stuttu seinna leystist sveitin upp. axl hefur síðan verið að berjast við að koma plötunni út og virðist svo vera að nú sé komið að því en án allra upprunalegu meðlima sveitarinnar sem hafa alla tíð verið á móti útgáfunni. Með eigin fatalínu Þrátt fyrir að komast í kast við lögin í næstum hverri viku finnur rapparinn dMX sér ávallt tíma til þess að græða pening. Nú er rapparinn kominn í tískubransann og stefnir á að framleiða eigin fatalínu. alvöruföt, fyrir alvörufólk, segir í tilkynn- ingu sem rapparinn gaf út fyrir skemmstu, en í henni kom einnig fram að mikil áhersla yrði lögð á litríka boli, gallabuxur og skyrtur. Þá mun fatalína dMX einnig eiga að höfða til kappakstursaðdáenda og ökumanna. dMX þarf samt eflaust að koma sínum málum hjá hinu opinbera á hreint, áður en hann kynnir evrópubúum fatalínuna, en rapparinn var handtekinn fyrir að keyra bíl með útrunnið ökuskír- teini fyrr í vikunni. Tónlistarmaðurinn Prince hefur verið gagnrýndur mikið fyrir atvik á Super Bowl-tónleikunum: Prince sagður vera með dónaskap Eins og frægt er var úrslitaleikur NFL-deildar Bandaríkjanna, Super Bowl, á sunnudaginn. Það var tón- listarmaðurinn Prince sem kom fram og skemmti í hálfleik, en löng hefð er fyrir því að fá þekkta tónlist- armenn til að skemmta þá og hafa meðal annarra Paul McCartney, Just- in Timberlake og Janet Jackson kom- ið þar fram á undanförnum árum. Nú hafa margir kvartað sáran und- an tónleikum Prince og segja hann hafa sýnt íþróttinni og aðdáendum sínum óvirðingu. Á tónleikunum var skuggamynd af söngvaranum varp- að á tjald og leit þá gítar hans út fyr- ir að vera nokkurs konar reðurtákn. Prince tók alla sína þekktustu slagara á tónleikunum og var það í þekktasta laginu, Purple Rain, sem umdeilda atvikið átti sér stað. Talsmaður NFL- deildarinnar, Greg Aiello, segir að deildinni hafi ekki borist nein form- leg kvörtun um tónleika Prince enda sé það fásinna að kvarta undan jafn smávægilegum atburði. „Við virðum auðvitað allar skoðanir fólks, en það þarf mikið ímyndunarafl til þess að gera tónleikana að einhverju deilu- máli, þetta var nú bara gítar,“ segir Aiello í viðtali við daglaðið the New York Daily News. Prince hefur ekki tjáð sig neitt um málið. dori@dv.is Umdeilda atvikið Þegar skuggamynd af söngvaranum var varpað á tjald brá mörgum. en skuggamyndin fór víst fyrir brjóstið á einhverjum. Prince tók alla helstu slagara sína á super bowl, á annars umdeildum tónleikum. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben spilaði í Kaupmannahöfn á mið- vikudaginn. Sérlegur útsendari DV var á tónleikunum og skemmti sér konunglega. Kynnir sig fyrirDönum Pétur sló á létta strengi milli laga Þessar stúlkur kunnu vel að meta það. Fullt út úr dyrum Pétur ben hélt stutta tónleika í verslun 12 tóna í Kaupmannahöfn. Pétur Ben einn og óstuddur á sviðinu. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben hefur gert víðreist um Danmörku í vik-unni. Á þriðjudag spil-aði hann á tónleikum í Álaborg, í Kaupmanna- höfn á miðvikudag og í Árósum í gærkvöld. Platan hans, Wine for My Weakness, hefur fengið mjög góða dóma í dönskum fjölmiðl- um undanfarið. Það var því ekki undra að vel var mætt á tónleik- ana í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld en íslenska tónlistar- félagið Beatless Propaganda stóð fyrir þeim. Pétur bauð upp á einfaldari út- gáfur af lögum sínum enda einn á sviðinu með kassagítar. Það kom þó aldeilis ekki að sök enda er hann mjög flinkur gítarleikari og krafturinn sem einkennir flest lög plötunnar komst vel til skila. Undir lokin tók Pétur svo lögin Break on Through eftir Doors og Michael Jackson-slagarann Billie Jean, sem tónleikagestir kunnu vel að meta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.