Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 57
Sviðin jörð
á Rósenberg
Kántríhljómsveitin Sviðin jörð leikur
lög af plötunni Lög til að skjóta sig við á
Café Rósenberg um helgina. Tónleikarn-
ir hefjast klukkan 22, bæði föstudags-
og laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa þeir Freyr Eyjólfsson, Magnús Ein-
arsson, Hjörtur Howser, Einar Sigurðs-
son og Ragnar Sigurjónsson. Meðlim-
ir Sviðinnar jarðar lýsa tónlistinni sem
tregafullri kántrítónlist um dauða-
drykkju og almennt vonleysi. Á plötunni
Lög til að skjóta sig við eru 13 frumsam-
in lög með textum eftir Davíð Þór Jóns-
son um eymd, sorg og þjáningu.
Abbababb
frumsýndur
Söngleikurinn Abbababb eftir
Dr. Gunna verður frumsýndur í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu á sunnudaginn
kl. 17. Næstu sýningar eru svo helgina
eftir. Það er María Reyndal sem leik-
stýrir verkinu en doktorinn sjálfur sér
um tónlistina. Meðal leikenda eru Atli
Þór Albertsson, Álfrún Örnólfsdóttir
og Sigurjón Kjartansson. Miðasala er
hafin og hægt að nálgast allar nánari
upplýsingar á heimsíðu sýningarinnar,
abbababb.is.
Rottweiler
í Eyjum
XXX Rottweilerhundar ætla að
bregða sér til Vestmannaeyja á laug-
ardag og halda tvenna tónleika. Báðir
tónleikarnir fara fram á Prófastinum og
er það Dj Danni Deluxe sem hitar lýðinn
upp. Fyrri tónleikarnir eru fyrir 18 ára og
yngri og hefjast klukkan 17. Miðaverð er
1000 krónur við inngang. Húsið er svo
opnað klukkan 23 fyrir seinni tónleikana
og er hægt að kaupa miða á 1000 krón-
ur í forsölu á Lundanum en annars 1500
krónur við inngang.
DV Helgarblað FÖSTuDAGuR 9. FEBRúAR 2007 57
BuBBi Gerir
Ég er að fara að gera plötu á næstunni með Mín-us, mínus Þröstur og Krummi það er að segja,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Bubbi
sem var valinn söngvari ársins
á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum ekki alls fyrir löngu er að
fara að vinna að gerð plötu með
þeim Bjarna Magnúsi Sigurðs-
syni, Birni Stefánssyni og Frosta
Logasyni úr hljómsveitinni Mín-
us. Bjarni Magnús og Björn hafa
áður leikið með Bubba en Frosti
kemur nýr inn.
Mikill aðdáandi Mínuss
„Bjarni og Bjössi spiluðu með
mér í Þjóðleikhúsinu á sínum
tíma,“ segir Bubbi og talar um að
það hafi verið kveikjan að sam-
starfinu. Bæði Bjarni og Björn
voru hæstánægðir með samstarf-
ið þegar DV tók viðtal við þá fé-
laga á þeim tíma og töldu grund-
völl fyrir frekara samstarfi sem nú
er raunin.
„Ég hef líka alltaf verið mikill
aðdáandi Mínuss,“ segir Bubbi en
Mínus hefur gert það gott undan-
farin ár og þá sérstaklega með
plötunni Halldór Laxness sem
fékk frábæra dóma hér heima
sem og erlendis. Þeir félagar
þykja allir færir hljóðfæraleikar-
ar og var Björn valinn fjórði besti
trommari heims af lesendum
rokktímaritsins Metal Hammer
síðasta sumar. Ný plata er síðan
væntanleg frá Mínusliðum í sum-
ar en þeir luku nýlega við upptök-
ur í Los Angeles.
Alvöru rokkplata
„Þetta verður bara rokkplata,
ef svo má að orði komast,“ segir
Bubbi um þá tónlist sem þeir fé-
lagar koma til með að leika. DV
hafði heimildir fyrir því að fjór-
menningarnir myndu jafnvel
snúa sér að gamla góða pönkinu
en Bubbi segist ekki geta stað-
fest það. „Þetta er nú ekki kom-
ið á neinn rekspöl, þannig, og því
erfitt að segja nákvæmlega hver
útkoman verður eða þá hvenær,“
segir Bubbi að lokum.
Samstarf Bubba og Mínusliða
verður án efa ferskur blær inn í ís-
lenskt tónlistarlíf þar sem mætast
einn reynslumesti og farsælasti
tónlistarmaður landsins og fersk-
ustu ungu rokkhundar Íslands.
asgeir@dv.is
plötu með mínusliðum
Bubbi Morthens
Gerir plötu með þremur
meðlimum Mínuss.
Nýja hljómsveitin
Bandið hefur ekki hlotið
nafn ennþá.
Dylan neitar að hafa átt í ástarsambandi við fyrirsætuna Edie Sedgwick, þrátt fyrir vísbendingar um annað:
Bob neitar ástarsambandi
Kvikmyndin Factory Girl var
frumsýnd vestanhafs fyrir jól og er
væntanleg til Íslands. Kvikmynd-
in fjallar um fyrirsætuna Edie Sedg-
wick, sem vann náið með listamann-
inum Andy Warhol og var honum
mikill innblástur.
Myndin hefur valdið miklu
fjaðrafoki, en aðeins nokkrum dög-
um fyrir frumsýningu hótaði tón-
listarmaðurinn Bob Dylan að höfða
mál á hendur framleiðanda henn-
ar. Í myndinni kemur fram að Bob
hafi átt í ástarsambandi við Edie og
er ýjað að því að Bob beri ábyrgð
á dauða hennar, en eftir að sam-
vistum þeirra lauk fór Edie að nota
heróín og að lokum svipti hún sig
lífi. Segir Bob að frjálslega sé far-
ið með staðreyndir í myndinni og
neitar hann alfarið að hafa átt í ást-
arsambandi við Edie. Málum lauk
þannig að nafn Dylans er ekki notað
í myndinni heldur er hann einfald-
lega kallaður „tónlistarmaðurinn“.
Það er leikarinn Hayden Christian-
sen sem fer með hlutverk tónlistar-
mannsins.
George Hickenlooper, leikstjóri
Factory Girl skilur ekkert í Dylan og
segir það alveg klárt mál að hann sé
ein af aðalpersónum myndarinn-
ar. „Við köfuðum ítarlega í líf Edie
og Bob Dylan spilaði stóra rullu í
lífi hennar. Meira að segja bróðir
hennar sagði okkur að hennar mesti
missir hefði verið Bob Dylan,“ seg-
ir George og hneykslast á framkomu
Dylans.
Ennfremur segir leikstjórinn að í
myndinni hafi samband Dylans og
Edie verið fegrað mikið og því ætti
Bob að fagna, en ekki öfugt. Það hef-
ur löngum verið sagt að plata Bobs,
Blonde on Blonde, fjalli að miklu
leyti um Edie, en þar má finna mörg
textabrot sem tengjast fyrirsætunni.
Bob Dylan Stendur fast
á sínu og segist aldrei
hafa átt í nánu sambandi
við Edie Sedgwick.
Factory Girl Fjallar um líf
fyrirsætunnar Edie Sedgwick og
samskipti hennar við listamenn-
ina Andy Warhol og Bob Dylan.
Bubbi Morthens og
þrír meðlimir
hljómsveitarinnar
Mínus hyggjast gera
plötu saman á næstu
misserum. Bubbi
segir að þar verði
rokk í fyrirrúmi.
Kynnir siG fyrir