Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Side 21
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 21
Miklar breytingar
Bergþór Baldvinsson er fram-
kvæmdastjóri Nesfisks í Garði sem
hefur leigt og keypt til sín mikinn
kvóta á undanförnum árum. Fyrir-
tækið leigði til sín mestan kvóta sam-
kvæmt svari sjávarútvegsráðherra,
sem vísað er til hér að framan. Berg-
þór segir kvótaleigu fyrirtækisins
hafa minnkað mikið að undanförnu
enda hafi útgerðin keypt miklar var-
anlegar heimildir. „Við höfum keypt
nær allar okkar heimildir á mark-
aðsverði í gegnum tíðina. Við feng-
um engan gjafakvóta, eins og hann
er stundum kallaður, í upphafi.“
Þrátt fyrir mikinn kostnað við
kaup og leigu á kvóta segir Bergþór
ávinninginn af kerfinu mikinn. „Al-
mennt hefur sjávarútvegurinn geng-
ið betur eftir að kvótakerfinu var
komið á.“
Vinnslustöðin verslar mikið með kvóta:
Fáum aðra til að veiða fyrir okkur
látnar í skiptum fyrir skipið eru þá
skráðar en ekki þær sem fylgja skip-
inu.
Sigurgeir tók fyrir nokkrum árum
saman hversu mikil viðskipti félagsins
með kvóta voru. „Vinnslustöðin hefur
verið að leigja frá sér heimildir vissu-
lega nettó en fyrir peningafjárhæð
sem nemur um og innan við tveimur
prósentum af veltu fyrirtækisins.“
Árið 1996 var meira en önn-
ur hver króna sem Íslendingar öfl-
uðu sér með viðskiptum við útlönd
fengin með útflutningi sjávaraf-
urða. Tíu árum síðar var hlutfallið
komið niður í um þriðjung og útlit
er fyrir að það fari enn lækkandi.
Vægi sjávarútvegs í landsfram-
leiðslunni hefur minnkað um
helming á aðeins áratug og nú er
svo komið að aðeins tuttugasta
hver króna er komin frá fiskveið-
um og ein af hverjum fimmtíu frá
fiskvinnslu. Samanlagt skila veiðar
og vinnsla, sem eitt sinn voru mik-
ilvægustu atvinnuvegirnir, færri
krónum í þjóðarbúið en samgöng-
ur og flutningar.
„Við myndum finna fyrir því ef
hann hyrfi einn, tveir og þrír. Það
er ekki spurning,“ segir Þórólfur
Matthíasson, hagfræðiprófessor
við Háskóla Íslands, um það hvort
staðan sé orðin slík að það myndi
litlu breyta ef sjávarútvegurinn
hyrfi úr efnahagslífi Íslands. „Það
er ýmis hliðarstarfsemi sem myndi
missa kúnna og það tæki einhvern
tíma að finna sér aðra kúnna,“ segir
Þórólfur og tiltekur vélsmiðjur sem
dæmi um slíka starfsemi. Hann
segir þau tengsl samt hafa minnkað
býsna mikið og auk þess hafi fyrir-
tæki sem stofnuð voru um þjónustu
við sjávarútveg aukið fjölbreytni í
starfsemi sinni. Eitt dæmi um það
er Marel. „Þeir eru komnir á kaf í að
framleiða tæki fyrir kjúklingafram-
leiðendur og svo framvegis.“
Gætum komist af
án sjávarútvegs
Þrátt fyrir að möguleikinn á ís-
lenskum raunveruleika án sjávar-
útvegs sé afar fjarlægur er hann
ekki óhugsandi. „Það getur alveg
gerst að við getum verið án hans.
Það myndi verða líf hér áfram,“ seg-
ir Þórólfur. Hann bendir á að þjón-
ustustarfsemi auki hlutdeild sína í
efnahagslífi alls staðar í kringum
okkur og ýti frumatvinnugreinum
til hliðar. Þróunin hefur verið í svip-
aða átt hér þótt iðnaður hafi aukið
hlutdeild sína í efnahagslífinu ólíkt
því sem er víðast í kringum okkur.
„Það er alveg hægt að reka hagkerfi
sem er rekið á þjónustustarfsemi.
Það er gert víða,“ segir Þórólfur og
bendir á Singapúr sem dæmi. Hann
á þó ekki von á að svo fari hér. „Þeir
sem starfa í greininni njóta ákveð-
innar auðlindarentu þannig að þeir
munu áfram reyna að ná í hana.“
Minnkað um helming
Árið 1995 stóðu fiskveiðar undir
tæpum tíunda hluta af landsfram-
leiðslu Íslands og fiskvinnsla tæpum
fimm prósentum til viðbótar. Nú er
þetta hlutfall komið niður í tæp fimm
prósent í fiskveiðunum og tvö pró-
sent í fiskvinnslunni. Samanlagt eru
þetta tæp sjö prósent, eða minna en
hlutur samgangna og flutninga sem
standa undir rúmum sjö prósentum
landsframleiðslunnar.
Vægi sjávarútvegsins í útflutn-
ingstekjum landsmanna hefur
einnig dregist saman. Árið 1996
var meira en önnur hver króna
sem Íslendingar öfluðu sér með
viðskiptum við útlönd fengin með
útflutningi sjávarafurða. Tíu árum
síðar var hlutfallið komið niður í
um þriðjung og útlit er fyrir að það
fari enn lækkandi.
„Það er líklegt að alveg á næstu
tveimur til þremur árum muni
vægi sjávarútvegs í vergri lands-
framleiðslu aukast aftur, alla vega
í mannaflanum, en hlutdeildin í
útflutningnum muni fara minnk-
andi,“ segir Þórólfur. Hann bend-
ir á að þegar helstu stóriðjufram-
kvæmdum ljúki geti starfsfólki í
mannvirkjagerð fækkað verulega
og því hlutdeild sjávarútvegsins og
annarra atvinnugreina í fjölda starf-
andi fólks aukist. Lok stóriðjufram-
kvæmda hefur önnur áhrif á sjáv-
arútveginn, nefnilega þau að vægi
hans í útflutningstekjum minnkar.
Álútflutningur eykst verulega með
tilkomu nýrra verksmiðja og tekur
til sín stærri hluta af útflutningstekj-
unum.
Takmarkaður vöxtur
Ein ástæðan sem Þórólfur gefur
fyrir því að vægi sjávarútvegs í efna-
hagslífinu fari minnkandi í framtíð-
inni er sú að vaxtarmöguleikar hans
séu takmarkaðir, einfaldlega vegna
þess að sótt er í takmarkaða auð-
lind.
„Það er bara hægt að ná meira
út úr þessu sem nemur verðhækk-
unum á erlendum mörkuðum,“
segir Þórólfur og bendir á að þótt
það hafi gengið mjög vel fari vægi
sjávarútvegs samt sem áður minnk-
andi. Þessar verðhækkanir hljóta
svo að vera takmörkunum háðar.
„Þú sérð það þegar þú lítur á verðið
á ýsunni. Roðflett ýsa kostaði 1.300
kall kílóið í borðinu í Hagkaupum í
gær. Kjúklingurinn, steiktur og allt
saman, kostaði 800 kall við hliðina
á henni. Það eru takmarkanir fyrir
því hvað verðhækkanir geta verið
miklar, skyldi maður halda.“
Fyrir hálfum öðrum áratug gengu sveiflur í efnahagslífi landsmanna eftir sveiflum í
sjávarútvegi. Sá tími er liðinn og á aðeins áratug hefur vægi sjávarútvegsins í lands-
framleiðslu minnkað um helming. Er kominn sá tími að íslenskt efnahagslíf geti án
sjávarútvegs verið?
Sjávarútvegur á
hverfanda hveli
0
10
20
30
40
50
%
1996 ‘97 ’98 ‘99 2000 ’01 ‘02 ’03 ‘04 2005
52,4%
49,1%
48,6%
46,0%
41,2% 40,8%
42,1%
39,5% 38,5%
34,0%
vægi SjávarútvegS í útflutningStekjum
1995 4,7%
2000 2,6%
2005 2,0%
VæGi fiskVinnslu í landsfraMleiðslu
1995 9,5%
2000 6,8%
2005 4,8%
VæGi sjáVarúTVeGs í landsfraMleiðslu
Þórólfur Matthíasson byggja má upp
efnahagslíf á þjónustustarfsemi og slíkt
væri hægt hér þótt alltaf verði einhverjir
til að sinna sjávarútvegi.
sigurgeir Brynjar
kristgeirsson
Vinnslustöðin leigir frá sér
heimildir fyrir meira fé en hún
leigir til sín en upphæðin nemur
um og innan við tveimur
prósentum af veltu fyrirtækisins.
ekki lengur gerandi
útvegsspilið og myndir af skipum sem
börn býttuðu á voru meðal einkenna
þess tíma þegar sjávarútvegurinn réði
mestu um íslenskt efnahagslíf.