Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 9
© GRAPHIC NEWS Verstu öldamorð í sögu Bandaríkjanna 33 eru látnir eftir skotæðið í Virginia Tech háskóla í Bandaríkjunum. Þar á meðal er árásarmaðurinn. West Ambler Johnston bygging 7.15: Tveir nemendur skotnir til bana á heimavist. Lögregla telur að þetta sé heimilis- ofbeldi og að árásar- maðurinn sé úinn Norris bygging 9.30: Árásar- maðurinn festir dyr verkfræðideildar með keðjum og skýtur 30 manns. SKOTÁRÁSIR Í SKÓLUM Október 2006: Charles Roberts skýtur mm stúlkur til bana í Amish skóla í Pennsylvaníu og sviptir sig síðan lí. Mars 2005: Nemandi í Minnesota myrðir níu og fremur síðan sjálfsmorð. Apríl 1999: Tveir táningar skjóta 12 nemendur og einn kennara áður en þeir svipta sig lí í Columbine miðskólanum í Colorado. Mars 1998: Tveir drengir 11 og13 ára, myrða órar stúlkur og kennara í Arkansas. Ágúst 1966: Charles Whitman myrðir 15 í Háskólanum í Texas, þegar hann skýtur með rii úr turni í 96 mínútna skotæði áuðr en lögreglumenn í Austin skjóta hann. 275m Source: Virginia Tech Íþróttavöllur Cassell íþróttahúsið Virginia Tech 26 þúsund nemendur. Nemendur fengu viðvörun í tölvupósti eftir fyrri árásina. Washington Blacksburg Atlantshaf VIRGINÍA New York V A S N DV Fréttir miðvikudagur 18. apríl 2007 9 Amish-stúlkur syrgja Fimm ungar stúlkur voru myrtar og sex slösuðust alvarlega í skotárás í amish-skóla í október síðastliðnum. Ætluðu að sprengja skólann Einn þekktasta morðárás á skóla í Bandaríkjunum er árásin á Columbine skólann í Littleton í Colorado-fylki í Bandaríkjun- um sem gerð var í Apríl 1999. Þá myrtu tveir unglingar tólf nem- endur og einn kennara áður en þeir sviptu sig lífi. Auk þess særð- ust 20 nemendur alvarlega, sum- ir jafnvel lömuðust. Árásin er sú þriðja mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Árásin átti sér nánast stað í beinni útsendingu því sjónvarps- fréttamenn voru komnir á svæð- ið og farnir að senda út áður en atburðurinn var liðinn hjá. Það sem vakti einna mestu athyglina við árásina var að auk þess að vera vopnaðir byssum höfðu tvímenningarnir komið fyrir sprengjum um allan skól- ann sem þeir höfðu búið til eft- ir leiðbeiningum á netinu, að því er talið var. Tvímenningarnir komu sprengjunum fyrir og fóru að því loknu út í bíl fyrir utan skólann. Talið er að þeir hafi ætl- að að skjóta á nemendurna þeg- ar þeir flúðu út úr skólanum eft- ir sprenginguna. Sprengjurnar sprungu þó ekki, utan eina sem sprakk eftir að skotárásin var yfir- staðin. Skotmennirnir stormuðu þess í stað inn í skólann og skutu nemendur af handahófi. Kynferðisafbrotamaður í Pennsylvaníu: Myrti fimm Amish-stúlkur Annan október síðastliðinn réðst vopnaður flutningabílstjóri inn í barnaskóla Amish-fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hann myrti fimm stúlkur á aldrin- um 7 til 13 ára og framdi loks sjálfs- víg. Sex stúlkur til viðbótar særðust alvarlega. Um þrjátíu nemendur voru í skólanum ásamt kennurum þegar morðinginn réðst inn í skóla- bygginguna, sem var ein kennslu- stofa. Hann sleppti drengjum og fullorðnum og læsti sig inni með stúlkunum, sem hann hélt eftir. Því næst lét hann þær raða sér upp við skólatöfluna, batt þær og skaut þær í hnakkann með fyrrgreindum af- leiðingum. Morðinginn var um þrítugt og þriggja barna faðir. Við rannsókn málsins kom í ljós að morðinginn hafði skilið eftir skilaboð til konu sinnar og barna þar sem fram kom að hann hefði beitt tvær stúlkur, 3 og 5 ára, kynferðislegu ofbeldi fyr- ir tveimur áratugum og að hann fyndi til kennda um að gera slíkt aftur. Hann mætti með sleipiefni í skólann en lögreglan segir eng- ar vísbendingar um að hann hafi misnotað stúlkurnar áður en hann myrti þær. Skaut úr turni háskólans Hinn 1. ágúst 1966 kom há- skólaneminn Charles Whitman sér fyrir á 28. og efstu hæð í turni háskólabyggingar texasháskóla og skaut 15 manns til bana á einni og hálfri klukkustund áður en lögreglunni tókst að aflífa hann. Þetta var mannskæðasta fjölda- morð í skóla í sögu Bandaríkj- anna þangað til í fyrradag, þegar 33 létust í árásinni í Virginia Tech háskólanum. Daginn áður hafði hann stung- ið móður sína til bana með byss- usting, keyrt aftur heim til sín og myrt eiginkonu sína með sama byssusting. Talið er að hann hafi ekki viljað að þær skömmuðust sín fyrir það sem hann átti eftir að gera, myrða 15 manns til viðbótar. Eftir að hann myrti móður sína og eiginkonu skrifaði hann bréf til föður síns og bróður. Í því stóð meðal annars: „Ég get ímyndað mér að það virðist harðneskjulegt að ég hafi myrt tvo ástvini mína. Ég var bara að reyna að láta þetta taka fljótt af ... Ef líftryggingin mín er í gildi, vinsamlegast greiðið skuldirnar mínar ... gefið restina nafnlaust til geðsjúkrastofnunar. Kannski rannsóknir geti komið í veg fyrir frekari harmleiki af þessu tagi.“ Turn háskólans í Texas Hér kom Charles Whitman sé fyrir og skaut fimmtán manns af færi. Eric Harris annar skotmannana sem myrtu tólf nemendur og einn kennara í Columbine skólanum árið 1999. Morðinginn Cho Seung-hui, frá Suður-kóreu Syrgja látna skólafélaga Syrgjendur voru margir hverjir klæddir í háskólaboli merktum virginia Tech Forsetahjónin george og laura Bush mættu á minningarhátíð sem haldin var um fórnarlömbin í gær. Sorg aldrei hafa fleiri verið myrtir í skotárás í bandarískum skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.