Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 10
miðvikudagur 18. apríl 200710 Fréttir DV Fátt getur stoppað „sarka“ Sífellt fleira dagvinnufólk í Jap- an eyðir nóttunni á netkaffihúsum og er hvergi með skráð lögheimili. Vinnumálaráðuneyti landsins hef- ur nú kafað ofan í málið sem er vax- andi vandamál á meðal fátækra. Þessir einstaklingar eru nú kallaðir „netkaffiflóttamenn“ og verða sífellt meira áberandi á þeim netkaffihús- um sem opin eru allan sólarhring- inn. Bilið milli ríkra og fátækra í ein- um ríkasta landi heims er að aukast þótt stjórnvöld neiti að horfast í augu við þá staðreynd og eru netkaffi- flóttamennirnir aðeins ein birtingar- mynd þessa vandamáls. Um 2.800 netkaffihús í Japan eru opin allan sólarhringinn. Þau eru gríðarlega vinsæl, hvort sem það er vegna áhuga á tölvum eða af neyð. Sum húsanna bjóða kúnnum sín- um upp á lítil herbergi með aðgangi að tölvum og veraldarvefnum. Þá er sums staðar boðið upp á stóla þar sem er auðvelt fyrir þreyttan verka- mann að leggja sig. Sumstaðar er jafnvel boðið upp á ódýran heitan mat, svo að mögulegt er að fullnægja ýmsum þörfum á þessum stöðum. Verð fyrir eina nótt á netkaffinu er á bilinu þúsund til tvö þúsund jen, sem er lægra en hin margfrægu hólkahót- el þar sem fjöldi fólk sefur í eins kona hillu eða hólk samanþjappað á litlu svæði. Einnig er talið að fjöldi ungra ómenntaðra dagverkamanna gisti á þessum netkaffihúsum þar sem þeir einfaldlega hafi ekki efni á að borga leigu með sínu lágu launum. Fyr- ir tíma netsins sváfu þessir menn á sérstökum gistiheimilum, eins kon- ar örhótelum, þar sem boðið var upp á gistingu með mjög takmarkaðri þjónustu þar sem eldhús og klósett eru samnýtt gegn mjög lágu verði. Ef menn geta ekki greit slíka gistingu enda þeir oft á götunni. Fulltrúi heilbrigðis-, vinnumála- og velferðarráðuneytisins í Japan lagði ríka áherslu á að stjórnvöld yrðu að trúa veruleikanum og greina vandamálið áður en þessum mönn- um verður boðin aðstoð. Þar til verð- ur þétt setinn bekkurinn á netkaffi- húsum Japan. Netkaffihús bjóða upp á sér margvísleg þægindi fyrir fólk sem á hvergi heima: Japanir eyða nóttunum á netkaffi Netkaffi. Sífellt fleiri eiga hvergi lögheimili og gista á netkaffihúsum. „Forsetakosningarnar í Frakklandi eru unnar eða þeim tapað á síðustu fimmtán dögum kosningabaráttunn- ar,“ er þekktur frasi í frönskum stjórn- málum. Nú þegar einungis sex dag- ar eru til kosninga er spennan farin að magnast um allan helming og línur farnar að skerpast milli helstu frambjóðendanna Nicolas Sarkozy, Ségoléne Royal, Francois Bayrou og Jean-Marie Le Pen. Áherslumál frambjóðendanna virðast einskorð- ast við innanríkismál. Atvinnuleysi hefur verið mikið og stöðugt í land- inu, eða um tíu prósent. Vaxandi spennu gætir meðal innflytjenda sem finnast þeir afskiptir, auk þess sem mörgum finnst tími til kominn að hressa upp á þunglamalega þjóð- ernishyggju sem er að sliga atvinnu- vegina, og svo eru margir komn- ir með leið á spillingu í efstu lögum stjórnkerfisins. Að setjast á forsetastól í Frakklandi veitir mestu völd sem einstaklingur getur haft í stjórnkerfinu. Forsetinn er kosinn lýðræðislegri kosningu og verður að fá að minnsta kosti fimm- tíu prósent atkvæða. Litlar líkur eru á að nokkur frambjóðendanna tólf nái slíkum meirihluta í fyrstu umferð, því er líklegast að kosið verði á milli tveggja efstu í síðari umferð. Þrír ein- staklingar eru líklegastir til að komast í seinni umferð kosninganna. Sterkara Frakkland Sarkozy Hinn íhaldsami Nicolas Sarkozy, eða „Sarka,“ hefur verið kallaður „lögga númer eitt,“ vegna harðrar afstöðu gagnvart innflytjendum og aukinnar löggæslu. Hann er stór- yrtur og ákveðinn, hefur reynslu af efstu stigum stjórnkerfisins og nýtur stuðnings fráfarandi forseta lands- ins. Þegar óeirðir breiddust út eins og eldur í sinu, eða öllu heldur í bíl- um, um allt Frakkland í kjölfar lög- leiðingu umdeildrar atvinnulöggjaf- ar, stóð Sarkozy frammi fyrir skjöldu eins og Napoléon gerði svo oft þeg- ar mest dundi á Frakklandi. Sarkozy var talinn hafa átt þátt í að kasta olíu á eldinn með því að kalla uppreisn- arseggina „racaille,“ eða skríl, en þó er hann talinn hafa komist vel frá ósköpunum. Þrátt fyrir að eiga Jacques Chir- ac mikið að þakka fyrir flug sitt upp metorðastigann hefur hann reynt að skilgreina sig frá þeirri klíku sem hann hefur safnað í kringum sig inn- an stjórnkerfisins. Sarkozy vill sterkt Frakkland því hann vill meina að landið sé uppgefið og þreytt og þurfi nauðsynlega á endurnýjun að halda. Sarkozy hefur notað Bretland sem dæmi um land sem hefur þorað að taka á innflytjendavandamálum af festu, auk þess sem atvinnuvegirn- ir hafa gefið íhaldsemi upp á bátinn og lagt grunninn að aðlögunarhæfu umhverfi sem henti sérstaklega vel fyrir Evópu 21. aldarinnar. Bara það að benda á að Bretland standi Frakk- landi að einhverju leyti framar fær blóðið til að sjóða í æðum margra Frakka, sem neyðast þó til að viður- kenna að Sarko hefur líklega rétt fyr- ir sér. Aukið lýðræði Royal Sósíalistinn Ségolene Royal er fyrsta kona í sögu lýðveldisins Frakk- lands sem á möguleika á að öðlast æðstu valdastöðu landsins. Hún gæti því orðið fyrsti kvenleiðtogi lands- ins síðan að hin goðsagnakennda Jóhanna af Örk tók af skarið og leiddi örmagna heri Frakklands til sigurs gegn Bretum á 15. öld. Royal er kölluð „gasellan,“ sem lýsir glæsileik hennar og krafti. Roy- al nýtur þess að vera nýtt andlit í frönskum stjórnmálum og því eru kjósendur ekki komnir með leið á henni, auk þess að hún hefur haft takmarkaðan tíma til að safna um sig neikvæðu slúðri, eins og gjarnt er um æðstu ráðamenn. Royal leggur áherslu á sterkara lýðræði í formi aukinnar þátttöku almenn- ings í ákvarðanatöku með stofnun hundruða nefnda, sem geta veitt álit sitt á því hvernig Frakklandi skuli stjórnað. Þessi málflutningur hefur víðtæka skírskotun til kjós- enda á vinstri vængnum sem lengi hefur verið mjög virkur, svo ekki sé meira sagt, í frönskum stjórnmál- um. Veikasta hlið Royal er sú að hún hefur ekki gefið út heildarstefnu í öllum helstu málefnum heldur hef- ur hún valið sér að leggja áherslu á sanngjarnara Frakkland með því að ráðast gegn hægri öflunum með sí- gildum slögurum um spillingu og sérhagsmunavernd, auk þess sem hún virðist vera brothætt þegar hún ræðir um utanríkismál, og má ef till vill kenna takmarkaðri reynslu á hæsta stigi stjórnkerfisins. Vill þverpólitíska uppreisn Francois Bayrou er frambjóðandi miðjuflokksins. Hann stillir sér upp gegn spillingu hægri flokksins og meintu útlendingahatri Le Pen. Hann bendir á að Frakkland sé stjórnað af hægri valdaklíkunni og fyrirtækj- um, sérstaklega fjölmiðlum. Hann er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust og hefur bent á að forstjóri eiganda stærsta fjölmiðils landsins, TF1, hafi verið svaramaður í brúðkaupi Sarkoz- ys og lítur á það sem táknrænt brúð- kaup stórfyrirtækja og stjórnvalda. Bayrou sér Frakkland sem spillt og þreytt og segir að eina leiðin til að berjast gegn hinum flókna vef spill- ingar sé þverpólitísk borgaraleg upp- reisn, sem minnir um margt á þann uppreisnaranda sem sveif yfir vötn- um þegar hann var ungur á sjöunda áratugnum. Bayrou sækir fyrirmyndir sínar til Hinriks fjórða Frakklandskon- ungs sem náði að sætta kaþólikka og mótmælendur og enda borgarastríð við lok 16. aldar. Einnig lítur Bayrou til Charles de Gaulle hershöfðingja sem náði að sameina kommúnista, sósíalista, miðjumenn og sína fylgis- menn eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Bandalög til hægri og vinstri Nú er staðan sú að Sarkozy hef- ur síðustu tvær vikur mælst með 29 til 32 prósent fylgi. Royal hefur verið að fá 23 til 25 prósent, Bayrou með 18 til 19 prósent og Le Pen með 12 til 14 prósent. Ef þetta yrðu úrslit fyrri um- ferðar býður seinni umferð kosning- anna upp á sígilda baráttu milli hægri og vinstri aflanna, karls og konu þar sem stuðningsmenn Le Pen myndu styðja Sarkozy sem fengi um 42 til 44 prósent og stuðningsmenn miðju- mannsins Bayrou myndu styðja Roy- al sem fengi líka um 42 til 44 prósent. En þess konar bandalögum fylgja alltaf vandamál. Le Pen er öfgasinn- aður þjóðernissinni sem vill gera hlut útlendinga sem minnstan til að hygla „alvöru“ Frökkum og vill meðal annar stöðva flæði þeirra inn í land- ið. Sarkozy hefur lýst því yfir að eng- inn af frambjóðendum flokks Le Pen muni setjast í ráðherrastól undir hans forsæti og því gæti orðið erfitt fyrir að Le Pen og fylgismenn hans að sætta sig við að vera settir í skottið hjá hægri mönnum. Aftur á móti virðist engin gjá vera á milli Bayrou og Royal þótt sá fyrrnefndi hafi ekki hampað henni sérstaklega enda slást þau um sömu kjósendur. Ef engin kosningabanda- lög verða stofnuð er ljóst að enginn getur stoppað „Sarka,“. Ségoléne Royal Sósíalisti og hörkukvendi sem vill auka beint lýðræði. Francois Bayrou reiður og vill stöðva spillingu með þáttöku almennings. Nicolas Sarkozy íhaldsamt hörkutól sem vill nútímavæða Frakkland. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is SkoRRi GíSlASoN Tokyo höfuðborg Japan. Bilið milli ríkra og fátækra eykst stöðugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.