Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Síða 12
Menn hafa eitthvað verið að hneykslast á nafninu
á framboðinu hans Ómars Ragnarssonar við kosn-
ingarnar í vor. Segja að Íslandshreyfingin sé óviðeig-
andi heiti á stjórnmálaflokki. Svona eins og Rakara-
stofa Íslands væri í viðskiptalífinu. Stórt orð Hákot.
Þessu er ég alveg ósammála. Úr því að Ómar er á
annað borð að gefa kost á sér er ekki hægt að hugsa
sér nafn sem er meira viðeigandi en Íslandshreyf-
ingin. Ómar er eiginlega Ísland holdi klætt. Hann
er Fjallkona nútímans, og látum þá ekki jakkafötin
og þunna hárið trufla okkur. Við sem höfum svo að
segja alist upp með honum frá blautu barnsbeini,
heyrt hann daglega í útvarpi og séð í sjónvarpi, og
hitt hann fyrir á öllum gleðistundum sem hægt er
að hugsa sér; Sumardaginn fyrsta, þjóðhátíðardag-
inn (Hæ, hó jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17.
júní!), um verslunarmannahelgar, á sveitaböllum og
jólatrésskemmtunum; við getum varla hugsað okkur
nokkuð sem er íslenskara en Ómar Ragnarsson. Með
kostum sínum og göllum.
Og nú vill hann setjast á þing. En þá bregður svo
við að þjóðin virðist ekki tilbúin að greiða götu hans.
Íslandshreyfingin fær nánast ekkert fylgi í skoðana-
könnunum. Meiri vandræðin. Hverju sætir þetta?
Getur verið að Magga spilli fyrir? Að menn eigi erf-
itt með að láta þau ríma saman, stjórnmálakon-
una harðsnúnu og aðsópsmiklu og svo fjölskyldu-
vininn sem okkur finnst hafinn yfir pólitík og þras?
Kannski.
Takist Ómari að draga Möggu á þing er það
auðvitað hið besta mál. Ekki veitir af fleiri kven-
skörungum þar. En getur verið að fleiri ætli sér að
fljóta með Óskabarninu ef það fær byr? Er kannski
laumufarþegi um borð? Sumir halda það. Kunnugt
er að sá frægi klækjarefur, Jón Baldvin Hannibals-
son, hefur dregið Ómar okkar inn í reykfyllt bak-
herbergi og hvíslað ýmsu að honum. Einhverjir
héldu að hann væri að biðja um að fá að vera á lista.
Það var ekki. Hann er snjallari en svo. Hann ætlar
auðvitað að verða forsætisráðherraefni flokksins í
staðinn fyrir hinn reynslulausa Ómar ef svo færi nú
að Íslandshreyfingin næði í höfn og hefði mann-
afla sem Samfylkinguna og Vinstri græna vantaði
til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Til eru jafnvel
þeir sem trúa því að um þetta sé handsalað sam-
komulag.
Þeir sem lásu hina löngu grein Jóns Baldvins í
Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn tóku eftir
því að í lokin nefndi hann einmitt þann möguleika
á stjórnarmyndun í vor, að Íslandshreyfing Ómars
Ragnarssonar yrði í oddaaðstöðu svipað og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna í byrjun áttunda
áratugarins. Þá var framsóknarmaður valinn í stól
forsætisráðherra í staðinn fyrir sigurvegara kosn-
inganna, Hannibal Valdimarsson. Skiljanlega vill
sonurinn ekki að slík mistök endurtaki sig. En hvað
með kjósendur? Þætti þeim ekki eins og Trölli hefði
stolið jólunum?
miðvikudagur 18. apríl 200712 Umræða DV
Svo hörð eru þau sem tilheyra ríkisforréttindastéttunum að
blygðunarlaust og án þess að roðna taka þau milljónir úr almanna-
sjóðum til að mala undir rassinn á sjálfum sér. Nú þegar kosninga-
undirbúningur er í fullum gangi ákveður þetta fólk að milljónum
skuli varið til að borga lystireisu handa fólki sem er að hætta á Al-
þingi, fólki sem ýmist hefur verið hafnað eða það ákveðið sjálft að
nóg sé komið. Sukkarar flestra flokka sammælast um að senda val-
inn hóp þessa fólks í ferðalag til Kaliforníu, í nafni Alþingis, vinnu-
staðar sem það hefur þegar hætt störfum fyrir, þó enn berist þaðan
launatékkar. Ómögulegt er að ferðin dýra skili til Alþingis nokkrum
ávinningi og fyrirslátturinn að verið sé að endurgjalda einhverja
auma heimsókn er ekki bara vonlaus, hann er vondur og öllum til
skammar.
Flokkarnir eru svo óhræddir við kjósendur að þeir geta ekki einu
sinni látið staðar numið í bullinu fáum dögum fyrir kosningar. Það
er sama hvernig þetta fólk hagar sér, almenningi virðist sama. Það
kemur bara ekkert á óvart að Hjálmar Árnason og Sólveig Pétursdótt-
ir hafi þegið ferðina. Það er verra að sættast við siðferðisbresti Sig-
ríðar Önnu Þórðardóttur og sérstaklega Margrétar Frímannsdóttur.
Hvar er sómi þessa fólks? Hefði ekki verið nær að borga skemmti-
ferðir úr eigin vasa og hætta á þingi með sóma, ekki í skömm.
Merkilegt væri ef kjósendur væru ekki eins fljótir að gleyma og
raun ber vitni. Þá væri erfiðara fyrir þingmenn að sækjast eftir end-
urýjuðu umboði til þingsetu. En þar sem svo stutt er til kosninga og
frambjóðendur sýnilegri en annars ætti ekki að vera erfitt að spyrja
þá hvernig þeir leggi blessun sína yfir að hluti þeirra sem er að hætta
á Alþingi skuli á ríkisins kostnað sendir í skemmtireisu, gagnslausa
skemmtireisu, reisu sem hefur ekkert með framtíð lands, þings eða
þjóðar að gera. Ekkert. Allir þingmennirnir eru hættir störfum fyr-
ir þing og þjóð. Vegna græðgi ákvað þetta fólk að hætta frekar með
skömm en neita sér um eina utanlandsferðina enn.
Laugardaginn 12. maí verða aðrir þingmenn kosnir í stað Kali-
forníufaranna fjögurra og sagan mun endurtaka sig, aftur og aftur.
Meðan staðreyndirnar eru þær að allt er fyrirgefið í stjórnmálum
verða ekki neinar breytingar. Þeir sem grófast hafa hagað sér auka
jafnvel vinsældir sínar. Þess vegna verður farið í aðrar ferðir á kostn-
að almennings. Ferðir sem engu skila og eiga engu að skila öðru en
minningum í hugum þeirra spilltu.
Til þeirra sem nú eru í spillingarferðinni í Kaliforníu er þó hægt
að segja eitt með nokkurri vissu; þau passa vel inn í félagsskap þing-
manna sem þau nú eru að yfirgefa.
Sigurjón M. Egilsson
Hafa skömm fyrir
Er Íslandshreyfingin
með laumufarþega?
Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is
DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem
leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku
eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta
fréttaskot mánaðarins.
512 7070
frettaskot@dv.is
Guðmundur maGnússon
sagnfræðingur skrifar
„Ómar er eiginlega Ísland
holdi klætt. Hann er Fjall-
kona nútímans, og látum
þá ekki jakkafötin
og þunna hárið trufla
okkur. “
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
Varla fundafært
Minna virðist ætla að verða úr
fundi Varmársamtakanna á laug-
ardag en upp var
lagt með. Búið
var að boða full-
trúa samgöngu-
ráðuneytis og
allra stjórnmála-
flokka til að ræða
samgöngu- og
umhverfismál í
Mosfellsbæ. Nú
bregður hins vegar svo við að full-
trúar ráðuneytisins neita að mæta
og hik er á sumum pólitíkusum.
Einhverjir þykjast greina fingra-
för Ragnheiðar Ríkharðsdóttur
bæjarstjóra sem vilji þagga um-
ræðuna niður fram yfir kosningar.
Heim til sturlu
Samgöngumiðstöðin sem Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra er
æstur í að byggja
í Vatnsmýri vek-
ur furðu sumra.
Lítill tilgangur
virðist vera fyrir
hana ef engin
er flugumferðin
um Vatnsmýr-
ina. Þarna getur
verið ágætur
staður fyrir rútur en varla verður
mikið um umferð farþega stræt-
isvagna. Framsóknarbloggarinn
Pétur Gunnarsson er kominn með
nýja hugmynd, nefnilega að reisa
samgöngumiðstöðina í Stykkis-
hólmi, heima hjá ráðherra.
Óperubolti
Garðar Thor Cortes syngur
fyrir stuðningsmenn West Ham
og Chelsea fyrir leik liðanna í
kvöld eins og kemur fram hér í
DV. Hann syngur meðal annars
stuðningsmannalagið „I‘m Forever
Blowing
Bubbles“ sem
stuðningsmenn
West Ham hafa
löngum sungið.
Reyndar hefur
lagið ekki alltaf
notið virðingar.
Fyrir nokkrum
árum var það
valið það stuðningsmannalag
sem áhangendur liðs hefðu mesta
ástæðu til að skammast sín fyrir.
Sandkorn
Umbrot: dv. Prentvinnsla: prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð