Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Blaðsíða 16
Manchester United náði að auka forystuna á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna þægileg- an 2-0 sig- ur á Shef- field Un- ited í gær. United hef- ur nú sex stiga for- ystu í deild- inni en Chelsea á hinsvegar leik inni gegn West Ham í kvöld. Cristiano Ronaldo lagði upp fyrra mark United í gær með laglegri sendingu á Mic- hael Carrick sem kláraði færið vel með nettri vippu yfir markvörðinn Paddy Kenny. Wayne Rooney skor- aði annað markið þegar fimm mín- útur voru liðnar af seinni hálfleik. „Ég viðurkenni það að við höfum oft spilað skemmtilegri bolta en við gerðum í þessum leik. Við kláruðum þó leikinn á mjög faglegan hátt og vorum bara mjög yfirvegaðir og af- slappaðir í seinni hálfleiknum. Þeg- ar við höfðum náð forystu fóru menn varlega í tæklingarnar enda má ekki mikið bætast við meiðslavandræði okkar. Mínir menn eiga hrós skilið og á köflum spiluðu þeir mjög vel á milli sín. Það getur verið erfitt að hafa miðjumenn í báðum bakvörðunum en þeir tveir leystu það vel,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Þar er hann að tala um þá Darren Fletcher og Kier- an Richardson. Michael Carrick skoraði tvö mörk gegn Roma í Meistaradeildinni í síð- ustu viku og setti hann eitt í dag. „Það er ekki hægt að segja að maður hafi verið á skotskónum á tímabilinu en ánægjulegt að vera farinn að skora meira. Vonandi heldur það áfram því það gerir mig bara enn verðmætari fyrir liðið,“ sagði Carrick. Það eru stigin sem telja Ryan Giggs, hinn klóki væng- maður United, var mjög sáttur við stigin þrjú. „Sheffield United ætlaði að reyna að verjast og halda marki sínu hreinu. Það var ánægjulegt að skemma það fyrir þeim strax í byrj- un leiks. Við spiluðum ekki eins vel og við höfum verið að gera og það er tæpt að vera 1-0 yfir svo það var ljúft að ná öðru markinu inn. Þetta snýst um að ná stigum, okkur tókst það í kvöld og verðum að gera það aftur á laugardag þegar við fáum Middles- brough í heimsókn,“ sagði Giggs. Rio Ferdinand gat ekki spilað með United í gær vegna nárameiðsla en vonast er til að hann verði tilbúinn í næsta leik. Þá var markvörðurinn Edwin van der Sar fjarri góðu gamni. Það breytti þó litlu og þrátt fyrir að Manchester liðið hafi verið talsvert frá sínu besta vann það sanngjarn- an sigur. Ronaldo var arkitektinn að fyrra marki United sem kom strax á fjórðu mínútu leiksins en tveimur mínútum síðar var Wayne Rooney nálægt því að skora annað mark. Meiðslavandræði liðsins halda áfram og vinstri bakvörðurinn Pat- rice Evra þurfti að yfirgefa völlinn eftir nítján mínútur eftir tæklingu Colin Kazim-Richards. Richardson kom þá inn í vinstri bakvörðinn á meðan Fletcher var í þeim hægri. Í hjarta varnarinnar léku Wes Brown og Gabriel Heinze saman. Ryan Giggs átti frábæra send- ingu á Rooney í öðru markinu og það kláraði leikinn. Þó hefðu gestirnir átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar sóknarmaður þeirra var tækl- aður af Heinze innan teigs. Kenny varði í tvígang vel í seinni hálfleikn- um en hinumegin komst Michael Tonge næst því að skora tveimur mínútum fyrir leikslok en skot hans hafnaði í slánni. Áttum að fá víti „Mitt lið gerði sitt besta en við töpuðum fyrir betra liði. Það var þó algjörlega augljóst að við áttum að fá vítaspyrnu þegar Gabriel Heinze braut greinilega á Luton Shelton innan teigs. Allir sem hafa einhverja þekkingu á fótbolta vita að þetta var víti. Svona hluti eiga dómarar að hafa á hreinu. Ég veit að hann hefði ekki verið að gleðja Sir Alex Fergu- son með því að dæma víti og fólk vill helst ekki koma Sir Alex í vont skap en þetta voru klárlega mistök,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United eftir leikinn. Sheffield United er í fjórða neðsta sæti deildarinnar en þar fyrir neðan er Charlton í fallsæti. elvargeir@dv.is miðvikudagur 18. apríl 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Gamst Pedersen til man. Utd.? manchester united eru að sögn The mirror að undirbúa átta milljóna punda tilboð, sem samsvarar einum milljarði króna, í Norðmanninn morten gamst pedersen hjá Blackburn. Blackburn tvöfölduðu laun pedersen í fyrra til að halda honum hjá liðinu en hann setti klásúlu í samninginn sinn að bjóði lið átta milljónir punda í hann er honum frjálst að fara. liverpool fékk Craig Bellamy fyrir þetta tímabil með því að nýta sér samskonar klásúlu sem var í hans samning. ÉG mUn sPila í meistara- deildinni með atletico Fernando Torres fyrirliði atletico madrid ætlar ekki að yfirgefa félagið til að leika í meistaradeild Evrópu. Hinn 23 ára gamli fyrirliði atletico ætlar að vera hjá uppeldisfé- lagi sínu og leika í deild þeirra bestu með því. Hann býst við að það takist á næstu fimm árum. „Þegar ég verð 28 ára þá verð ég búinn að spila í meistara- deild Evrópu og ég verð búinn að gera það með atletico. Ég er ekki að hugsa um að fara. Ég er sannfærður um að ég muni vinna titla hér.“ ekki að hUGsa Um man. Utd. roy keane, stjóri Sunderland, segist ekki vera að hugsa um að verða arftaki Sir alex Ferguson hjá man. utd. Áhrif keane á lið Sunderland má sjá á stigatöflunni í fyrstu deildinni en þar er liðið efst og virðist ætla koma sér aftur á meðal þeirra bestu. „Ég sit ekki heima og hugsa um að ég muni taka við man. utd. í framtíðinni. Ég held að þið megið ekki hugsa að Sunderland sé einhver stökkpallur fyrir mig. Það er einfaldlega rangt og það er móðgun við félagið.“ sagði hinn hreinskilni keane. eUro 2012 Ákveðið í daG uEFa mun tilkynna í dag hvar Evrópukeppnin verður haldin árið 2012. ítalía og sameigin- legt boð frá ungverjalandi og króatíu annars vegar og Úkraínu og póllandi hins vegar bítast um hnossið eftirsótta. ítalir hafa verið taldir líklegastir til að fá keppnina en ofbeldi á knattspyrnuvöllum, mútu- hneyksli og fleiri neikvæðar umræður gætu sett strik í reikninginn. „Ofbeldi þekkist ekki bara á ítalíu. Það hafa verið vandræði annars staðar líka,“ sagði luca pancalli sem er í forsvari fyrir ítalíu. Tomasz lipiec, íþróttamálaráðherra póllands, sagði þrátt fyrir spillingu í pólskum fótbolta væri hann bjartsýnn. „Það er pólitísk krísa í kiev, en það lagast brátt. Það er ég viss um. ítalir hafa einnig þurft að glíma við spillingu í fótbolta, þeir eru líka með pólitíska erfiðleika og svo hafa þeir fótboltabullur þannig ég er bjartsýnn á gott gengi okkar boðs.“ dida meiddUr Brasilíski markvörður aC milan meiddist á öxl gegn messina á sunnudag og gæti misst af leiknum við manchester united í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Hann mun pottþétt missa af næstu tveimur leikjum aC milan í deildinni. „við erum áhyggjufullir, að sjáfsögðu,“ sagði læknir milan liðsins, Jean pierre meersseman, í samtali við gazzetta dello Sport. „við vildum að við værum 100% vissir hvað er að öxlinni en það er því miður ekki hægt vegna bólgu. auðvitað vonum við að meiðslin séu ekki alvarleg. Takmarkið er að hafa hann kláran fyrir leikinn við manchester en það er óvíst að það takist.“ Leikur Racing Santander og Real Madrid síðastliðinn sunnudag dregur dilk á eftir sér: Dómaranum hefur verið hótað lífláti Baskneski dómarinn Turienzo Alvarez kom fram í gær og lýsti því hvernig líf hans og fjölskyldu sinn- ar hefði nánast verið lagt í rúst. Al- varez rak tvo leikmenn Real Madrid af velli með þriggja mínútna milli- bili og dæmdi tvær vítaspyrnur, allt á síðustu 17 mínútum leiksins. Síðari vítaspyrnan kom á 90. mínútu sem Ezequiel Garay skoraði og tryggði Racing 2-1 sigur. Fyrir vikið komst Real Madrid ekki á topp spænsku deildarinnar. „Ég hef fengið að minnsta kosti fimmtíu símtöl heim til mín þar sem mér og minni fjölskyldu er hótað líf- láti. Mér líkar vel við að vera dómari og ég reyni að dæma af heiðarleika og bestu getu. En ég á fjölskyldu og þetta er erfitt ástand. Okkur finnst við óvarin gagnvart þessum hótun- um,“ sagði Alvarez en leikmenn Real Madrid hafa nánast stöðugt verið með yfirlýsingar eftir leikinn þar sem þeir kenna dómaranum um þrjú töpuð stig. Stóru félögin í Evrópu virðast mega segja hvað sem þau vilja tapi þau leik þar sem ákvörðun dómara kemur við sögu. Frægt er að Ars- ene Wenger stjóri Arsenal neitar enn þann dag í dag að viðurkenna að lið hans hafi tapað gegn Dynamo Moskvu. Þar skoraði Thierry Henry mark sem var dæmt af vegna þess að Henry lagði boltann fyrir sig með hendinni. Alex Ferguson sagði eftir tap- ið gegn Roma í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni að hans menn hefðu verið 10 á móti 12 og Anders Frisk, dómari frá Svíþjóð, hætti að dæma vegna hótanna frá stuðnings- mönnum Chelsea eftir leik liðsins í Meistaradeildinni þar sem hann rak Didier Drogba af velli. Ástandið virð- ist vera keimlíkt og þá. „Við erum aðeins að tala um fót- bolta. Ég er virkilega hræddur, ekki vegna mín, heldur fjölskyldu minn- ar. Ég á sex ára gamla stelpu sem fór í garðinn og kom heim grátandi eft- ir að hafa þurft að heyra svívirðing- ar um mig. Hún sagði að börnin þar hefðu sagt að ég hefði eyðilagt eitt- hvað fyrir Real Madrid. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera eða segja.“ Mörg blöð á Spáni eru hliðholl Real Madrid og má þar nefna Marca sem er gríðarlega vinsælt blað þar ytra. Þeir skelltu á forsíðuna á sunnu- dag „Náið honum“ og mynd af Alvar- ez þar sem búið var að teikna skot- skífu á andlitið á honum. „Ég vil ekki benda á einhvern einn sem er sekur í þessu máli. Grein- in var ósanngjörn og hefur áreiðan- lega kveikt í mörgum,“ sagði Alvar- ez. og bætti við að þegar hann fór af hótelinu daginn eftir leikinn biðu �0- 40 manns eftir honum, ögruðu hon- um og voru með niðrandi orð í hans garð. Predrag Mijatovic yfirmaður íþróttamála Real Madrid var brjál- aður eftir leikinn og sagði að mis- tök hefðu átt sér staði í leiknum sem væri ekki hægt að fyrirgefa. Dómara- Ósáttir leikmenn real madrid alvarez dómari segir guti, Casillias og ruud van Nistelrooy að slaka á í leiknum við racing. Man. Utd - Sheff. Utd 2-0 1-0 (4.) Carrick 2-0 (50.) Rooney Manchester United steig skref í átt að Englandsmeistaratitlinum með því að leggja Sheffield United að velli 2-0 í gær. Það voru michael carrick og Wayne rooney sem skoruðu mörkin í leiknum. ÞægiLeguR siguR hjá uniTed Fyrra markið darren Fletcher og alan Smith fagna með michael Carrick. rooney skorar Wayne rooney hafði átt frekar dapran leik þar til hann náði að skora með þessu skoti. ráð Spánar er að skoða hvort það ætli að skjóta máli hans til knattspyrnu- sambands Spánar. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.