Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 17
DV Sport miðvikudagur 18. apríl 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Dómara vikið úr starfi
Joey Crawford, dómara í NBa, hefur verið
vikið tímabundið úr starfi fyrir óíþrótta-
mannslega
framkomu í garð
Tim duncan,
leikmanns San
antonio. atvikið átti
sér stað í leik dallas
og San antonio á
sunnudaginn.
duncan fékk tvær
tæknivillur í
leiknum og sagði
að Crawford hafi skorað á sig í slagsmál
skömmu áður en hann dæmdi villurnar á
hann. „meðferð Joey Crawford á atvikinu
stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til
dómara í NBa,“ sagði david Stern, forseti
deildarinnar.
Neitaði real maDriD
rafael Benítez, knattspyrnustjóri
liverpool, segist hafa hafnað tilboði frá
spænska stórliðinu real madrid sem bauð
honum umtalsverða launahækkun.
Benítez er víst efstur á óskalista real yfir
nýja knattspyrnustjóra en talað hefur
verið um að Fabio Capello verði ekki mikið
lengur við stjórnvölinn þar. „Ég neitaði
real þrátt fyrir að mér væru boðin betri
laun. madríd er kannski minn bær en mér
líður vel hjá liverpool og vill vera hér
áfram,“ sagði Benítez.
aNgel í mls
Juan pablo angel, sóknarmaður aston
villa, hefur samið við New York red Bulls í
bandarísku mlS
deildinni. Þessi
kólumbíski
sóknarmaður átti ár
eftir af samningi
sínum á villa park
en var ekki í áætlun-
um knattspyrnu-
stjórans martins
O´Neill. kaupverðið
á þessum 31 árs
leikmanni var ekki gefið upp. angel hefur
gengið illa að brjótast inn í byrjunarlið
aston villa á leiktíðinni en hjá New York
red Bulls mun hann hitta fyrir miðju-
manninn Claudio reyna sem lék með
manchester City.
síðasti leikur fyrir West Ham
Öldungurinn Teddy Sheringham telur að
hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir West
Ham. Hann hefur ekki leikið síðan
Hamrarnir töpuðu fyrir Watford í lok
janúar. „Ég hef spurt knattspyrnustjórann
af hverju ég fæ ekkert að spila og hann
segist vera að reyna aðra hluti. Eins og
staðan er núna held ég að ég hafi leikið
minn síðasta leik fyrir félagið. Ég er til
dæmis ekki í tuttugu manna leikmanna-
hópnum sem mætir Chelsea svo það þarf
mikið að breytast,“ sagði Sheringham sem
er á fimmtugsaldri.
iNter meistari í Dag?
luciano Spalletti, þjálfari roma, segir inter
eiga það fyllilega skilið að verða ítalskur
meistari. Hann segir
að liðið sé
einfaldlega það
besta á ítalíu en
inter og roma
mætast einmitt í
dag á San Siro. með
sigri tryggir inter sér
ítalíumeistarinn
með sigri en liðið
hefur sextán stiga
forskot í deildinni. „inter hefur frábært lið,
okkar lið er bara gott. Þeir eiga skilið allt
það það hrós sem þeir fá. við höfum
spilað vel en tapað leikjum og getum því
enn bætt okkur,“ sagði Spalletti.
Ef Lokeren fer í aukakeppni um sæti í efstu deild gæti það sett strik í reikninginn:
Tímabilið gæti lengst um þrjár vikur
Ein mesta eftirvæntingin fyrir
sumarið í Landsbankadeild karla er
hvort Rúnar Kristinsson, leikmað-
ur Lokeren, muni koma heim og
spila með KR. Rúnar hefur enn ekki
ákveðið hvort hann leiki með KR-
ingum í sumar en eitt er víst, hann
kemur heim eftir tímabilið í Belgíu.
Lokeren er í þriðja neðsta sæti
deildarinnar þegar fimm umferð-
ir eru eftir. Ef Lokeren endar í næst
neðsta sæti þarf liðið að fara í auka-
keppni um sæti í deildinni og það
gæti lengt tímabilið um tvær til
þrjár vikur. Rúnar segir að það gæti
haft sitt að segja um það hvort hann
spili með KR í sumar.
„Það er lítið búið að breytast í
mínum málum. Málin hafa ekkert
skýrst neitt hér hjá mér hvað varðar
stöðu okkar í deildinni. Ef við föll-
um niður um eitt sæti í deildinni þá
förum við í aukakeppni um sæti í
deildinni og þá gæti tímabilið lengst
um tvær til þrjár vikur. Það er mjög
erfitt fyrir mig að ákveða eitt-
hvað áður en ég veit hvað
verður,“ sagði Rúnar.
„Það eru ennþá fimm
vikur eftir af mótinu og
mín mál gætu skýrst eft-
ir tvær vikur í besta falli,
ef við vinnum tvo leiki í
röð. En ef við töpum þeim
þá skýrist þetta ekki fyrr en eftir
fjórar eða fimm vikur.“
Rúnar segir að sama hvort liðið
falli eða heldur sér uppi þá sé það
ljóst að hann flytji til Íslands eftir
tímabilið. „Ég hef alltaf gert ráð fyr-
ir því að um leið og tímabilið klárast
hér þá munum við flytja heim í
sumar. En maður veit aldrei hvað
gerist og ég er ekkert að flýta mér í
að taka ákvarðanir.
Ég hef sagt við KR allan tímann
að þeir eiga ekkert að gera ráð fyr-
ir mér í þeirra plönum fyrir sum-
arið. Ef ég kæmi heim að spila fyr-
ir KR þá væri það bara bónus fyrir
þá. Annars eiga þeir ekkert að
gera ráð fyrir mér því ég get
hvorki gefið þeim né öðr-
um ákveðið svar fyrr en
á síðustu stundu,“ sagði
Rúnar.
Tímabilið í Belgíu er
langt og strangt. Rúnar hef-
ur komið við sögu í öllum
leikjum Lokeren á þessari leik-
tíð nema einum, en þá tók hann
út leikbann. Leikjaálagið hefur því
verið töluvert á Rúnari í vetur en
hann verður 38 ára 5. september.
Forráðamenn Lokeren hafa ekki
gefið það í skyn að þeir muni bjóða
Rúnari nýjan samning enda hefur
Rúnar tilkynnt þeim að hann muni
ekki spila með liðinu á næsta tíma-
bili. dagur@dv.is
Hefur enn ekki tekið ákvörðun
rúnar kristinsson útilokar ekki að leika
með kr í sumar en það veltur á gengi
lokeren í síðustu leikjum liðsins í Belgíu.
Miklar breytingar eru fyrirhugað-
ar hjá karlaliði Hauka í handboltan-
um. Aron Kristjánsson hefur komist
að samkomulagi um að þjálfa liðið á
næstu leiktíð og nú þegar hafa tveir
nýjir leikmenn, þeir Gunnar Berg
Viktorsson og Gísli Guðmundsson,
skrifað undir samninga við félagið.
Þorgeir Haraldsson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, segir
að slæmt gengi í vetur hafi kallað á
breytingar. „Við fengum gula spjald-
ið í vetur. Þess vegna verður maður
að skoða sín mál.“
Gunnar Berg og Gísli skrifuðu
undir samning við félagið fyrir mán-
uði síðan en það eru fleiri breyting-
ar væntanlegar á leikmannahópi fé-
lagsins.
„Samúel er að fara út. Það er ekki
alveg útséð með það hvort Árni Sig-
tryggsson fer út eða verður áfram hjá
okkur. Það er eitthvað sem við vitum
ekki alveg strax,“ sagði Þorgeir. Sam-
úel Ívar Árnason er á leið til Noregs
eftir þetta tímabil en ekki er enn ljóst
með hvaða liði hann mun spila.
„Ég ætla að skoða mín mál og ef
það er eitthvað skemmtilegt í boði
þá að sjálfsögðu slæ ég til. Mig langar
til að fara og gefa Noregi tækifæri og
prófa nýja hluti,“ sagði Samúel í sam-
tali við DV í gær.
Þorgeir sagði að Aron væri að
vinna í leikmannamálum félags-
ins. „Aðalatriðið hjá okkur er samt
að nýta ungu strákana og svo skoð-
um við hvar þarf að fylla inní,“ sagði
Þorgeir en Aron Kristjánsson tekur
við Haukaliðinu um miðjan næsta
mánuð.
Óskar Ármannsson verður Aroni
til aðstoðar og það eru fleiri breyt-
ingar væntanlegar á þjálfarateymi
liðsins. „Óskar verður áfram með
ungmennaliðið og svo er ekki útséð
hvort Halldór Ingólfsson komi inní
þjálfarateymið líka og spili jafnvel
eitt tímabili í viðbót. Eða verði að
minnsta kosti með. Það er ekkert úti-
lokað,“ sagði Þorgeir.
„Við erum bara í naflaskoðun. Það
er margt sem spilar inní. Við verð-
um nánast með sama mannskap en
það er að koma nýr þjálfari og með
ákveðinni uppstokkun í þjálfarteymi
okkar erum við að færast aðeins nær
alvörunni.
Við ætlum að leggja mikið í þjálf-
arateymið og erum komnir með fleiri
Haukamenn inní starfið sem eru
búnir að öðlast reynslu útí heimi.
Það er mikill metnaður í okkur og
ætlum okkur að fara aftur uppí efstu
sætin þar sem við teljum okkur eiga
heima,“ sagði Þorgeir.
Haukar rétt sluppu við fall á þess-
ari leiktíð. Liðið er í sjötta sæti þegar
ein umferð er eftir af DHL-deildinni,
sem er langt frá því að vera viðun-
andi árangur hjá Haukum sem hafa
sex sinnum fagnað sigri í efstu deild
karla, þar af fimm sinnum á síðustu
átta árum.
Einar Jónsson verður áfram með
kvennalið Hauka á næsta tímabili
en honum til aðstoðar verður Díana
Guðjónsdóttir, núverandi þjálfari
HK. Díana mun einnig sjá um yngri
flokka félagsins.
Fjárhagsstaða handknattleiks-
deildarinnar hjá Haukum hefur oft
verið á milli tannanna á fólki en Þor-
geir sagði að hún væri góð. „Það er
búið að endurskipuleggja fjárhaginn
og deildir félagsins eru skuldlaus-
ar. Félagið sem slíkt á eignir langt
um fram skuldir og félagið er þannig
uppbyggt að það stendur saman í
því sem gerist innan deilda. Niður-
staðan er sú að allar deildir eru með
hreint borð.“ dagur@dv.is
FenguM guLA spjALdið
á Þessu TÍMAbiLi
í leik með Wetzlar gunnar Berg viktorsson mun leika með Haukum á næstu leiktíð
eftir sex í atvinnumennsku erlendis þar sem hann hefur leikið með Team Tvis
Holstebro, pSg, Wetzlar og kronau-Östringen.
Karlalið Hauka
er stórhuga fyrir
næstu leiktíð í
handboltanum og
miklar breyting-
ar eru væntan-
legar eftir slakan
árangur í vetur.