Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Page 20
Menning
miðvikudagur 18. apríl 200720 Menning DV
VoxFox í Iðnó
Sumartónleikar sönghóps-
ins VoxFox verða haldnir í Iðnó,
sumardaginn fyrsta kl. 20. Á
tónleikunum verður meðal
annars flutt efni með Bítlun-
um, Billy Joel, Bobby McFerrin,
ABBA, Beach Boys og Magn�si
Eiríkssyni, allt �tsett fyrir 6
raddir. VoxFox er sex manna
sönghópur sem sérhæfir sig í
flutningi verka án undirleiks
og flytur t.d. popp, rokk, jazz
og klassík. Sönghópinn skipa:
Þórdís Sævarsdóttir, Vigdís
Garðarsdóttir, Lilja Dögg Gunn-
arsdóttir, Gunnar Thorarensen,
Hreiðar Ingi Þorsteinsson og
Sverrir Örn Hlöðversson.
Vika bókarinnar
Í ár verður sérstök áhersla lögð á franskar bókmenntir í viku
bókarinnar, sem stendur yfir frá 18.-22. apríl. Af því tilefni munu
rithöfundarnir Emmanuel Carrère, Camille Laurens, Martin Page
og Marie Darrieussecq koma hingað til lands og kynna Íslend-
ingum verk sín.
jazzhátíð
LeikList
Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin 19.-21. apríl:
Jazzinn brúar kynslóðabilið í Garðabæ
Á Jazzhátíð Garðabæjar, sem n�
er haldin öðru sinni, eru listamenn
�r Garðabæ áberandi þó að þátttak-
endur komi einnig víðar að. Að þessu
sinni verður kastljósinu meðal ann-
ars sérstaklega beint að yngstu og
elstu jazztónlistarmönnum bæjarins.
Að sögn Sigurðar Flosasonar, listræns
stjórn-
anda há-
tíðarinnar,
er mikill áhugi á jazztónlist í bæn-
um. „Hér er heilmikil menning af
öllu tagi,“ segir Garðbæingurinn Sig-
urður, sem var bæjarlistamaður árið
2006. „En það er reyndar mjög mik-
ið af frambærilegum jazztónlistar-
mönnum í bænum.“ Hann segir gott
tónlistaruppeldi einkum hafa áhrif
þar á. „Það er svo mikið af góðum for-
eldrum í bænum sem senda börnin
sín í tónlistarskóla. Þar fá þau góðan
grunn sem nýtist þeim í frekara tón-
listarnámi.“ Dagskrá hátíðarinnar er
fjölbreytt. Á opnunartónleikunum á
sumardaginn fyrsta leikur Stórsveit
Reykjavíkur ásamt Borgardætrum í
hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ. Á föstudagskvöldið verða yngstu
jazzlistamenn bæjarins kynntir sér-
staklega í sal Tónlistarskólans í Garða-
bæ. Laugardaginn 21. apríl leikur Jóel
Pálsson ásamt kvintett lög af hljóm-
plötu sinni Varp sem nýverið hlaut Ís-
lensku tónlistarverðlaunin sem plata
ársins 2006 og á lokatónleikum hátíð-
arinnar á laugardaginn leiðir einn af
bestu jazzpíanóleikurum þjóðarinn-
ar, Agnar Már Magn�sson, tríó sitt á
tónleikum með þeim Þorgrími Jóns-
syni á kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Dagskrá Agnars og félaga
er tileinkuð merkisberum jazzins í
Garðabæ; píanóleikurunum Árna
Elfari og Ólafi Stephensen. Ókeypis
verður inn á alla tónleika á hátíðinni
en tónleikagestum er bent á að sækja
sér miða fyrirfram í �tib�i Glitnis við
Garðatorg til að tryggja sér sæti, en
einnig verður hægt að fá miða á tón-
leikastöðunum sjálfum.
Sigurður Flosason listrænn stjórnandi
hátíðarinnar.
Svanasöngur
í Neskirkju
Vortónleikar l�ðrasveitar-
innar Svans verða haldnir á
laugardaginn kl. 16 í Nes-
kirkju. Einleikari á tónleikun-
um verður Einar Jóhannesson
klari-nettuleikari og R�nar
Óskarsson stjórnar. Á efni-
skránni má meðal annars finna
verkin Sögur af sæbj�gum eftir
Össur Geirsson og lagasyrpu �r
West Side Story eftir Leonard
Bernstein, en Einar Jóhanes-
son mun stíga á stokk og leika
einleik í verkinu Clarinet on the
town eftir Ralph Hermann.
Opið hús
Tveir hönnuðir gengu ný-
lega til liðs við konurnar í Kirsu-
berjatrénu við Vesturgötu, þar
sem íslensk hönnun hefur verið
til sýnis og sölu undanfarin 13
ár. Þær Sigríður Ásta Árnadótt-
ir sem hannar ullarföt undir
nafninu Kitschfríður og Sig-
r�n Einarsdóttir glerlistakona
í Bergvík efna af þessu tilefni
til opnunarveislu í Kirsuberja-
trénu, Vesturgötu 4, á föstudag-
inn milli 5 og 7 þar sem þær
kynna hönnun sína og taka á
móti gestum.
Leikritið Hjónabandsglæpir, eftir franska leikskáldið Eric-Emmanuel
Schmitt, verður frumsýnt í Kassanum á föstudagskvöldið. Þar er á óvæntan
hátt tekist á við ástina, hjónabandið og samskipti kynjanna.
Þjóðleikh�sið frumsýnir í Kass-
anum á föstudagskvöld leikritið
Hjónabandsglæpi eftir Eric-Emm-
anuel Schmitt, í þýðingu Kristjáns
Þórðar Hrafnssonar. Sýningin er
hluti af frönsku menningarhátíð-
inni Pourquoi Pas – Franskt vor á
Íslandi, sem Þjóðleikh�sið tekur
þátt í með ýmsum hætti. Í tilefni há-
tíðarinnar var þar nýlega sýnt leik-
ritið Ímyndunarveikin eftir Molière
og franska gestasýningin Etabl´île
var sett upp í K�lunni. Auk þessa
stendur leikh�sið fyrir kynningu
á Sædýrasafninu, nýju leikriti eftir
frönsku skáldkonuna Marie Dar-
rieussecq, í Leikh�skjallaranum
næstkomandi laugardagskvöld.
Átök um sannleikann
Í verkinu er fjallað um samband
Róberts og Elísabetar, sem hafa b�ið
saman í fimmtán ár. Róbert glímir
við minnisleysi eftir höfuðhögg og
reynir að endurheimta minnið með
aðstoð eiginkonu sinnar og við það
upphefjast óumflýjanleg átök um
sannleikann í hjónabandi þeirra. Í
tilkynningu frá Þjóðleikh�sinu seg-
ir að í Hjónabandsglæpum takist
höfundur á „óvæginn og óvæntan
hátt við ástina, hjónabandið og
samskipti kynjanna. Í verkinu blasa
innviðir hjónabandsins við okkur
og ýmsar skuggahliðar þess koma
í ljós, en jafnframt tekst höfundur-
inn á áhugaverðan hátt við löngun
mannsins til að láta ástarsamband
vara.“ Hjónin eru leikin af Hilmi
Snæ Guðnasyni og Elvu Ósk Ólafs-
dóttur en leikstjóri sýningarinn-
ar er Edda Heiðr�n Backman, sem
auk þess að vera ein virtasta leik-
kona þjóðarinnar hefur leikstýrt
verkum á borð við Sölku Völku,
Mýrarljós og Átta konur. Höfundur
leikmyndar og b�ninga er Jón Axel
Björnsson, Óskar Guðjónsson sem-
ur tónlist og Lárus Björnsson hann-
ar lýsingu.
Vinsælt leikskáld
Eric-Emmanuel Schmitt er
þekktastur fyrir leikritin Abel Snor-
ko býr einn, sem sýnt var í Þjóð-
leikh�sinu 1998, og Gestinn, sem
Leikfélag Reykjavíkur setti upp
árið 2002. Schmitt nýtur mikilla
vinsælda um þessar mundir og er
mest leikna franska leikskáldið um
þessar mundir. Hann �tskrifaðist
sem doktor í heimspeki frá l‘Ecole
Normale Supérieure og náði fyrst
hylli sem leikskáld með Gestinum,
sem hefur verið sett upp um allan
heim við góðar undirtektir. Hann
hefur hlotið fjölda verðlauna, til
dæmis Molière-leiklistarverðlaun-
in og leiklistarverðlaun frönsku
Akademíunnar.
Leikskáldið Eric-Emmanuel Schmitt nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.
ÁTÖKIN um sannleikann