Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2007, Qupperneq 22
miðvikudagur 18. apríl 200722 Neytendur DV
Bílar
Honda Civic
umhverfisvænn
Vefsíðan Greenercars.com
hefur birt lista yfir 10 umhverf-
isvænustu bíla heims fyrir árið
2007. Honda Civic GX , sjálf-
skiptur með 1,8 lítra vél var
valinn umhverfisvænsti bíll árs-
ins. Í öðru sæti á listanum var
Toyota Prius bifreið, sjálfskiptur
með 1,5 lítra vél. Í þriðja sæti
var Honda Civic Hybrid, sjálf-
skiptur með 1,3 lítra vél.
Vefsíðan birti einnig lista
yfir þá bíla sem eru skaðlegastir
umhverfinu og var Wolkswagen
Touareg með 5 lítra vél í efsta
sæti á listanum.
BMW verður
umhverfisvænn
BMW framleiðandinn hef-
ur í huga að framleiða hybrid
útgáfur af BMW 5-línunni fyrir
árið 2010. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrirtækinu munu
bílarnir ganga á diselolíu og
rafmagni, en flestir hybrid bílar
ganga á bensíni og rafmagni.
Framleiðandinn hefur þó sagt
að þeir muni aðeins framleiða
bílana ef fyrirtækinu tekst að
gera vélar bílana betri og hag-
kvæmari í rekstri en venjulegar
dísel vélar.
Sekta ekki strax
Frá og með 15. apríl síðast-
liðnum var notkun nagladekkja
bönnuð á götum úti. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Um-
ferðarstofu verða þó ekki gerðar
athugasemdir vegna nagla-
dekkja við bifreiðaskoðun fyrr
en um miðjan maí, það sé gert
vegna þess að tekið sé tillit til
íbúa á snjóþyngri svæðum.
Hjá Lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu fengust þær
upplýsingar að þó svo lögreglan
hafi heimild til þess að sekta
ökumenn á nagladekkjum verði
sektum ekki beitt fyrr en eftir
næstu mánaðamót.
Kvartmílúklúbburinn var stofn-
aður árið 1975 í þeim tilgangi að
koma hraðakstri af götunum. Að
sögn Jóns Gunnars Kristinssonar
varaformanns Kvartmíluklúbbsins
var ástandið á götum úti ekki mjög
gott á þeim tíma. „Það voru allir að
spyrna úti um allt, uppi á Hólms-
heiði, á Kjalarnesi og víðar. Þá var
Kvartmíluklúbburinn stofnaður, til
þess að koma hraðakstrinum á lok-
að svæði,“ segir Jón Gunnar.
Klúbburinn stendur fyrir allt
að sjö keppnum hvert sumar og
geta meðlimir klúbbsins komið á
brautina öll föstudagskvöld þeg-
ar aðstæður leyfa og fengið út-
rás fyrir hraðakstursþörf. „Við
erum íþróttafélag og erum aðilar
að Íþróttabandalagi Hafnarfjarð-
ar. Við höldum Íslandsmeistara-
keppni í kvartmílu, þar sem tveir
bílar spyrna 402 metra vegalengd í
einu og sá sem kemur á undan yfir
endamarkið vinnur.“
Mikil stemming á brautinni
Jón Gunnar segir Kvartmílu-
klúbbinn hafa vaxið hratt á síðustu
árum. „Á æfingunum á föstudags-
kvöldum myndast mikil stemm-
ing og allt upp í 70 bílar mæta á
brautina og fjöldinn allur af fólki.
Við erum í mikilli uppsveiflu núna,
því frá árinu 2000 er meðlimum í
klúbbnum búið að fjölga úr fimm-
tíu í tvöhundruð og sjötíu,“ segir
hann og tekur fram að ekki séu all-
ir meðlimir karlar. „Það er eru um
það bil tuttugu konur, eða kannski
tíu prósent meðlima. Þær hafa ver-
ið duglegar að mæta á æfingar og
spyrna, bæði á bílum og á mótor-
hjólum.“
Kvartmíluklúbburinn stend-
ur um þessar mundir fyrir sýning-
unni Bíladella 2007, en sýningin er
árlegur viðburður hjá klúbbnum.
Sýningin hefst á morgun, sumar-
daginn fyrsta og stendur fram yfir
helgi. „Þetta er fyrst og fremst fjár-
öflun fyrir okkur. Við stefnum af því
að byggja upp svæðið okkar, en við
erum búin að fá úthlutað 50 hekt-
ara af landi í kringum kvartmílu-
brautina. Við viljum byggja kapp-
akstursbraut í kringum hana, ef allt
gengur eftir. Þetta er allt á frumstigi
hjá okkur og við þurfum að láta
hanna brautina fyrir okkur, sem er
kostnaðarsamt.“
Á sýningunni verða til sýnis ým-
iskonar bílar og nýjustu tækin sem
flutt hafa verið til landsins, auk þess
verða á sýningunni bílar sem hafa
ekki verið sýndir lengi. „Við erum
að reyna að höfða til unga fólksins
frá 8-80 ára,“ segir hann og útskýr-
ir: „Við erum að höfða til þessara
stráka, sem verða aldrei annað en
strákar.“
Ekki ökuníðingar
Jón Gunnar viðurkennir að slys
hafi orðið á kvartmílubrautinni,
en engin það alvarleg að ökumenn
hafi ekki stigið sjálfir út úr bílunum.
Hann bendir á að allt mótorsport sé
skilgreint hættulegt. „Það er örygg-
isbúnaðinum að þakka. Við erum
með hjálma, öflug öryggisbelti og
veltigrindur. Sumir bílar sem koma
á brautina eru allt að tvöþúsund og
fimmhundruð hestöfl og þeir eru
ekki notaðir í neinum öðrum til-
gangi.“
Hann segir flesta bílana sem
koma á brautina þó vera venjulega
bíla sem kvartmílufólk ekur dags
daglega um á. „Kvartmíluklúbbs-
meðlimir eru ekki endilega öku-
níðingar, þó svo einhverjir geti ver-
ið það. Við reynum að hvetja unga
ökumenn til þess að koma til okkar
í staðinn fyrir að keyra hratt á göt-
um úti. Þeir sem hafa verið í þessu
lengi, reyna sömuleiðis að bera út
þennan boðskap til yngri kynslóð-
arinnar,“ segir hann.
„Við erum ekki endilega með
predikanir, það er ekki okkar stíll.
Við teljum að aðrir aðilar eigi að
vera í því, svo sem tryggingafélögin
og Umferðarstofa. Við bjóðum upp
öruggari á möguleika fyrir þá sem
hafa gaman af því að keyra hratt.“
Ford áreiðanlegastur
Lesendur Reader´s Digest hafa kosið Ford sem
áreiðanlegasta bílaframleiðanda á Bretlandseyjum,
þetta er sjöunda árið í röð sem Ford hlýtur titilinn.
Tuttugu og fjögur þúsund atkvæði bárust í kosning-
unni, sem náði til fimmtán landa í Evrópu.
2000hestafla bílar
VaLgEiR ÖRn RagnaRsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Kvartmíluklúbburinn var stofnaður árið 1975 og hefur allar götur síðan reynt að koma
hraðakstri af götunum og inn á lokað svæði. Jón gunnar Kristjánsson varaformaður
klúbbsins segir mikla aukningu vera í klúbbnum. Meðlimum hefur á síðustu sjö árum
fjölgað úr fimmtíu í tvöhundruð og sjötíu. Á morgun hefst sýningin Bíladella 2007, sem
Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir.
Jón gunnaR KRisTinsson
varaformaður kvartmíluklúbbsins.
aLLaR gERðiR
Bílar kvartmílúklúbbs-
ins eru af öllum
stærðum og gerðum.
gíFuRLEguR KRaFTuR
Sumir bílar kvartmíluklúbbsins eru allt að 2500 hestöfl.