Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 6
„Mér líður eins og ég hafi misst ein-
hvern náinn,“ segir Magdalena Hilm-
isdóttir sem vann í tvö og hálft ár
á skemmtistaðnum Pravda. Hann
brann ásamt fleiri húsum fyrir viku.
Talið er að brunatjónið verði á milli
200 og 500 milljónir króna. Eigandi
Café Rosenbergs, Þórður Pálmason,
segir starfsfólkið hjá sér hafa þjappað
sér saman eftir eldsvoðann og sé enn
í áfalli. Trommuleikarinn í Alræði ör-
eiganna, sem hélt síðustu tónleikana
í húsinu, prísar sig sælan að trommu-
settið hans skemmdist ekki í brun-
anum þrátt fyrir að hafa verið inni á
Café Óperu í miðjum eldsvoðanum.
Síðastliðin vika hefur ekki verið sú
besta í lífi Magdalenu Hilmisdóttur.
Hún vann í tvö og hálft ár á Pravda en
er nú komin í nám. Hún segist hafa
verið staðnum ákaflega bundin til-
finningalega. Hún hreinlega táraðist
þegar við að sjá gamla vinnustaðinn
sinn brenna á miðvikudaginn.
Hrakfarir Magdalenu voru þó rétt
að byrja. Síðar um kvöldið sprakk
heitavatnsrör ofar á Laugaveginum.
Vatnið lak niður í kjallara hjá föður
hennar og skemmdi talsvert af eig-
um hans. Aðeins degi síðar brák-
aði Magdalena fót og því ljóst að
óheppnin elti hana á röndum undir
lok síðustu viku.
Mikil óvissa
„Þetta var bara ekki mín vika,“ seg-
ir Magdalena hlæjandi um óheilla-
vikuna sem hún gekk í gegnum.
Henni þykja sín vandamál ekki skipta
miklu máli miðað við að fimmtíu vin-
ir hennar og kunningjar misstu vinn-
una á Pravda eftir brunann. Hún seg-
ir eigendurna þó hafa verið frábæra
og staðið vel við bakið á sínu fólki.
Starfsmennirnir fá greiddan upp-
sagnarfrest og að sögn Magdalenu
voru þeim sem vildu boðin störf ann-
ars staðar. Hún segir óvissu ríkja um
framtíð staðarins en Pravda fór verst
húsanna í brunanum.
Ljúfsár skilnaður
Magdalena ætlaði sér að vinna
á Pravda yfir sumarið og segist nú
finna til tómleikatilfinningar. Hún
segir það synd að starfsmenn Pravda
muni tvístrast en svo virðist sem mik-
ill samhugur hafi ríkt á meðal fólks-
ins. Hún segir að eldsvoðinn hafi líka
komið sér mjög illa fyrir þá sem unnu
á skemmtistaðnum meðfram námi.
Hún segir nokkra óvissu taka við
núna en fundur hafi verið haldinn
með starfsfólkinu. Að sögn Magdal-
enu er mikil eftirsjá að staðnum.
„Þarna var andrúmsloft sem er
horfið að eilífu,“ segir Magdalena sem
er komin með vinnu á öðrum bar.
Trommusettið bjargaðist
Síðustu tónleikarnir sem haldn-
ir voru á Lækjargötu 2 áður en stað-
urinn brann, voru með Alræði öreig-
anna. Þeir spiluðu fönkútgáfu sína af
hinu klassíska stykki Pétri og úlfin-
um.
„Það var hörkustemning þarna,“
segir Snorri Páll Úlfhildarson,
trommuleikari sveitarinnar. Í góðri
trú skildi hann trommusettið sitt eft-
ir og ætlaði að ná í það daginn eftir.
Hins vegar kviknaði í staðnum og vissi
Snorri ekki um afdrif trommusettsins
fyrr en fjórum dögum síðar. Hann
segir að á ótrúlegan hátt hafi trommu-
settið bjargast en hann er ekki búinn
að grandskoða það enn þá.
Vertinn þakkar hlýhug
„Ég hef fengið gríðarlega mikil og
sterk viðbrögð úr öllum áttum,“ seg-
ir Þórður Pálmason, vert á Rosen-
berg. Skaði Þórðar er gríðarlegur
enda hafði hann eytt fjórum árum í
að gera staðinn upp. Hollvinasam-
tök Rosenbergs eru þegar byrjuð að
skipuleggja styrktartónleika. Staður-
inn hefur lengi verið helsta athvarf
tónlistamanna og því mikill miss-
ir að honum. Styrktarónleikar verða
haldnir í Loftkastalanum á laugardag
og sunnudag. Í raun er um tónleika-
hátíð að ræða, að sögn Þórðar, sem
segist þó ekki vita mikið um tónleik-
ana.
Viðbrögðin verri en eldurinn
„Það er áfall að lenda í brunanum
en svo er það hitt að lenda í Reykja-
víkurborg,“ segir Þórður. Hann fær
ekki leyfi til að opna staðinn á ný á
sama stað, borgaryfirvöld koma í veg
fyrir það. Þórður segir viðbrögð þeirra
hafa verið tillitslaus í garð þeirra sem
ráku staðina sem brunnu.
fimmtudagur 26. apríl 20076 Fréttir DV
VaLur greTTisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Starfsfólk skemmtistaðanna sem brunnu í
síðustu viku er enn ekki búið að jafna sig
eftir eldsvoðann. Magdalena Hilmisdótt-
ir, fyrrverandi starfsmaður Pravda, segir
að sér líði eins og hún hafi misst einhvern
nákominn. Vertinn á Rosenberg Þórður
Pálmason gagnrýnir Reykjavíkurborg
harðlega fyrir að gefa sér ekki færi á að
vera áfram með rekstur í húsnæðinu.
STARFSFÓLK Í ÓVISSU EN
TROMMUSETTIÐ BJARGAÐIST
„Það er eitt sjokk að
lenda í brunanum en
svo er það hitt að lenda
í Reykjavíkurborg.“ Magdalena Hilmisdóttir Vann á pravda í tvö og hálft ár en er núna komin í nám.
Hún segir síðustu viku hafa verið eina mestu óheillaviku sem hún hefur upplifað.