Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 22
fimmtudagur 26. apríl 200722 Stuðmenn í Köben DV Að vakna klukkan fjögur að morgni á rúmhelgum degi til að búast til flug- ferðar er ekki mjög rokk and ról eins og konan sagði við fisksalann þegar hún rétt missti af síðasta rauðmaganum. Sérstaklega ekki þegar maður er að fara sem gestarythmagítarleikari með elstu og virtustu unglingahljómsveit landsins til gömlu höfuðborgarinnar við sundið. Og alls ekki þegar til stendur að halda tónleika með dansívafi fyrir á annað þúsund landa í hinni virðu- legu Sirkusbyggingu sem blasir við þegar reikað er út úr Tívolígarðinum eftir stundarlanga þeysireið í rússí- bana með nokkra öllara innanborðs. Það gerðist þó ekki í þessari ferð, sem hefði þó verið áhugavert útaf fyrir sig. En þetta er hlutskipti eyþjóðar sem þarf að ferðast í þrjá tíma til að komast á sama ról og mannskapurinn á meg- inlandinu. Með morgunfyndnum Flugferðin til Kaupamannahafnar var tíðindalítil, nema hvað greinarhöf- undur sat hjá fornvini sínum Agli Ól- afssyni, fyrrverandi kontrabassaleik- ara. Við ræddum saman alla leiðina og ferðafélögum varð að orði að við hefðum haldið vöku hvor fyrir öðrum. Hópurinn samanstóð af hljómsveit- unum Stuðmönnum og Sálinni ásamt slatta af mökum, tæknimönnum og fylgifiskum. Þeir sem ekki hafa flækst með hljómlistarmönnum eru ekki all- ir jafn meðvitaðir um það að hljóm- listarmenn eru einhverjir skemmti- legustu ferðafélagar sem völ er á. Ef til vill stafar þetta af því að stéttin þarf oft að bíða saman eftir að flugvél fari af stað, eða að æfing geti hafist af því að krónískt óstundvís kollega lætur á sér standa. Önnur ástæða þessara stétt- lægu skemmtilegheita gæti verið sú að þeir hljóðfæraleikarar sem liggja und- ir viðurkenndum skemmtilegheita- mörkum þurfa að vera afburðamenn á sitt hljóðfæri til að vera ekki rekn- ir umsvifalaust. Báðar sveitir, Stuð- menn og Sálin, njóta þeirrar gæfu að meðlimir eru allir með tölu bæði góðir tónlistarmenn og húmoristar. Það var byrjað að slá á léttu strengina í biðröð- inni í hinni nýuppgerðu Leifsstöð og sá léttstrengjasláttur stóð sleitulaust ferðina á enda. Mikið hlegið sem mun vera hollt fyrir bæði líkama og Sálina. Eftir hádegi Eftir hefðbundna þrástöðu við far- angursfæribandið á Kastrup flugvelli gekk flokkurinn út í danskt vorveð- ur. Á móti okkur tók Sigurður K. Kol- beinsson, athafnamaður og stórsnill- ingur, sem fékk þá flugu í höfuðið fyrir ári síðan að bjóða tónelskum löndum upp á tvær fremstu hljómsveitir lands- ins við kjöraðstæður í sirkusbygging- unni. Sigurður stýrði fólki inn í rútu frá Páskaferðum, dönsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í að koma fólki frá A til B í langferðabílum. Staðnæmst var fyrir utan Skt. Petri hótelið í hjarta Latínuhverfis Kaupin- hafnar. Heilagur Pétur var þéttskipað- ur Íslendingum í tilefni hljómleikanna. Hér hittu hljómsveitirnar væntanlega tónleikagesti í unnvörpum og ekki laust við að færi um mannskapinn því sumir gestanna reyndust mun frægari en báðar sveitir samanlagðar. Þegar var ljóst að vanda yrði allan saumaskap. Undirritaður sem ferðaðist með eiginkonu og frumburði þeirra hjóna leitaði ekki langt yfir skammt eftir kvöldverði. Litla fjölskyldan snæddi frábæran málsverð á matstað Sánkti Péturs sem stóð undir merkjum og gott betur. Máltíðin kom í kjölfar mót- töku þar sem valinkunnir hljóðfæra- leikarar úr norðri blönduðu geði við tónelska landa sem létu það ekki á sig fá að leiðin á dansleikinn var lengri en að Borg í Grímsnesi. Í miðjum klíðum birtist annar leyn- igestur hljómleikanna, Björgvin Hall- dórsson frá Hafnarfirði, stórsöngvari með hlýtt ítalskt fas og fágaðan smekk og tilsvör á reiðum höndum við hverju utanaðkomandi áreiti. Fyrir í hópnum var hinn leynigesturinn Eyjólfur Krist- insson, faðir Nínu og söngvinur Stef- áns Hilmarssonar, eðalbarka Sálarinn- ar. Móttakan breyttist í kveðjustund á tilsettum tíma, bundist var fastmælum um æfingar og undirbúning næsta dag og hver hélt í sína áttina. Sumardagurinn fyrsti Þeir sem sváfu til hádegis fengu stórar sögur af fágætu morgunverð- arhlaðborði hótelsins góða, sem að sögn staðarkunnugra staðsett í forn- frægu vöruhúsi sem forðum var kennt við Dahls fjöskylduna. Það vöruhús stóð í hvað mestum blóma þegar Gull- foss sigldi með glæstum brag til Kaup- mannahafnar með viðkomu í Leith, eins og tíundað var daglega í skipa- fréttum Ríkisútvarpsins. Þá sá eng- in fyrir að sú rammíslenska útvarps- stöð yrði einhvern tímann að oháeffi og hefði hvort sem er enginn náð upp í hugmyndina. Í þá daga fengust ekki ávextir á Íslandi nema um blájólin, eins og bræðurnir snjöllu að austan, Jónas og Jón Múli fjölluðu um í al- þekktu sönglagi: Úti er alltaf að snjóa! Á þessum fyrsta sumardegi, sem hvergi er haldinn hátíðlegur nema á Íslandi, var veður stillt og bjart í Dana- veldi, hitinn þetta sextán gráður og einstaka tattúverað hraustmenni með uppbrettar ermar útivið. Á Netinu mátti lesa að vetur og sumar hefðu frosið saman í gömlu nýlendunni og að þungu fargi væri þar með létt af áhugafólki um sæmilegt sumarveður. Líður að tíðum Klukkan hálf þrjú lá leiðin í sirk- usbygginguna og kom tvennt í ljós í senn: Húsið reyndist hið glæsilegasta og svo hitt að danskir græjusendlar höfðu komið vonum seinna í hús með hátalarakerfið. Því settist einvalalið á rökstóla í kaffistofu Palladium kvikmyndahúss- ins; stórsöngvararnir Egill, Björgvin og Eyjólfur, bassaundrið Tómas M. Tóm- asson, Valgeir nokkur Guðjónsson rytmagítarleikari og um síðir slóst í hópinn fimbulorganisti að nafni Jakob Frímann Magnússon. Þegar allt var klappað og klárt var hægt að stíga á svið í hinu mikilfeng- lega félagsheimili sem hefur hýst danska höfðusirkusa á borð við Cirkus Schumann og Cirkus Beneweiss. Rennt var í númer Björgvins, lag- ið She Broke My Heart, en í kynningu um kvöldið lét flytjandinn þess getið að leiðir hans og Stuðmannaflokksins hafi legið fyrst saman á plötunn Sumar á Sýrlandi. Um þær mundir var Björg- vin meðlimur þeirrar frægu sveitar Change ásamt Tómasi bassaleikara Stuðmanna. Tómas sem er annálaður sögumað- ur rifjaði upp á æfingunni að hann hafi lánað hljómsveitarbúning sinn að- skorinn ónefndum kunningja og aldrei fengið hann aftur. Það fylgdi sögunni að bæði Björgvin og bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007, Jóhann Helgason, eigi enn báðir sína búninga. Óhætt mun að fullyrða að færri komist í dag í Change búningana en vilja. Það verð- ur að teljast tímanna tákn. Filterslaus kameldýr Á slaginu hálf sjö birtust tveir speg- ilfægðir Volvó forstjórabílar við Hót- el Sankti Petri. Stuðmannaflokknum var ekið í Sirkusbygginguna og mann- skapnum beint um hliðardyr inn í bakland sirkussins. Íslenskar hljómsveitir eru því van- ar að stunda fatskipti sín og almenn- an búkslátt allan í misgóðum vistar- verum. Þess er óskað að leiðrétt verði ef rangt er með farið, en í fyrsta skipti í íslenskri tónlistarsögu var hljóðfæra- leikurum frá sögueynni fengið bún- ingsherbergi sem áður hafði þjónað því hlutverki að vera aðsetur kamel- dýra. Einhver óvandaður grínisti benti á að ákveðin líkindi væru með kamel- dýrum og sumum hljóðfæraleikurum. Þessi tilgáta hlaut dræmar undirtektir. Hitt mátti þó vera ljóst að kameldýr- in hafa búið við fágætt atlæti, því ekki einasta voru fóðurskálar úr postulíni á veggjum, heldur var þetta stóra rými teppalagt og allt hið vistlegasta. Það var áhrifamikil sjón að horfa yfir hópinn sem nú safnaðist saman í Kameldýrastíunni. Samkoman hefði getað komið ókunnugum og óviðbún- um fyrir sjónir sem einhverskonar trú- arsamkoma eða jafnvel að hér væri komin hljómsveitin Í svörtum fötum. Af einskærri tilviljun var allur hóp- urinn svartklæddur og í hvítri skyrtu, nema Jóhann Hjörleifsson sláttumað- ur Sálarinnar sem var í hinum boln- um. Kynnirinn gekk með kaffibolla í hendi, uppáfærður í kjólföt – sjálf- ur Þorvaldur Flemming sem morg- unhressir landar þekkja frá Stöð 2 og Bylgjunni. Það leið óðum að tíðum og kominn galsi í mannskapinn. Konsertó Grossó Samkvæmt vandlega skipulagðri og tímasettri dagskrá stigu Stuðmenn fyrstir á stokk. Ekki einasta sátu á ní- unda hundrað matargesta í brekkunni gegnt sviðinu heldur suðuðu eina fimm myndatökuvélar á afláts und- ir stjórn Bergs Bernburg kvikmynda- gerðarmanns í Kaupmannahöfn. Margir minnast Bergs úr upprunalegri liðsskipan hljómsveitarinnar Nýdönsk þar sem hann lék á rafmagnsorgel og söng meðal annars alþekkta bakrödd LJÓS OG SKUGGAR Í LÍFI ÍHLAUPAPOPPSTJÖRNU Stuðmenn og Sálin héldu tónleika í kóngsins Kaup- mannahöfn þar sem fjöldi þekktra leyni- gesta steig á stokk. Tónleikarnir voru haldnir í sirkus og var búningsher- bergi tónlistar- mannanna áður aðsetur kameldýra. Valgeir Guðjónsson segir hér ferðasög- una sem hefur að geyma buxnalausan ferðalang á Kastrup sem stytti mönnum stundirnar í allt of langri biðinni. Egill Ólafsson og Birgitta Haukdal, einn leynigestanna á tónleikunum grínið var í bílförmum baksviðs; Egill og Birgitta í gervi Sös og ib, þekktra, danskra skemmtikrafta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.