Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 32
Prestastefna haldin á Húsavík felldi í gær tillögu 42 presta og guðfræðinga sem lagði til að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Tillagan var felld með 64 atkvæðum gegn 22. Þess í stað var samþykkt með 43 atkvæðum gegn 39 að prestar gætu vígt fólk í staðfesta samvist. Séra Guðmundur Karl Brynjars- son, sóknarprestur í Lindakirkju, var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni um hjónavígslu samkyn- hneigðra. „Afstaða mín gagnvart þessu máli er bundin samvisku minni og trú. Ég hef þrátt fyrir að hafa ígrundað þetta mál og reynt að skoða það með opnum hug, alltaf staðið frammi fyr- ir því að Guð skapaði karl og konu og þannig er það bara. Hins vegar vil ég taka það fram að ef fólk af sama kyni býr saman, þá er ekki hægt annað en að óska því velfarnaðar. Kirkjan hefur hins vegar ekkert með að blessa sam- vistir þess.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, varaformaður Samtakanna ‘78, segir niðurstöðuna vera í takt við það sem hún átti von á. „Það er ljóst að Þjóðkirkjan ætlar að halda áfram að mismuna okkur, en við gefumst ekki upp. Það er eðlilegt að það taki langan tíma, þegar maður er að breyta stefnu sem hefur ríkt í mörg hundruð ár. Okkar kröfur hafa alltaf verið skýrar og verða það áfram. Við förum fram á fullt jafnrétti og ekkert minna en það.“ Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einn þeirra sem greiddi tillögunni atkvæði sitt. „Ég tel að það sé tími kominn til að Þjóðkirkjan opni fyrir hjónavígsluathöfn með hliðstæðum hætti eins og gagnkynhneigðir hafa. Þessi hópur sem fór fram með tillöguna gerði sér fullkomlega grein fyrir því að það væri ekki sjálfgefið að hún yrði samþykkt. Ég tel að það sem kom út úr þessu hafi verið gríðarlega fín umræða og ég er stoltur af því hvernig prestastefnan meðhöndlaði þessa umræðu. Hún var góð, heiðarleg og nauðsynleg og var hópnum til mikils lofs.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður, gegn vilja sínum, settur af sem stjórnarmaður Landsvirkjunar á aðalfundi í dag. Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur og bæjarritari í Kópavogi, tekur við formennskunni. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, er sagður eiga upp- tökin að formannsskiptunum en sagt er að mest sé óánægjan hjá Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jó- hannesi Geir. Heimildir DV herma að Siv hafi hjólað í Jón á fundi ráðherra flokksins í fyrradag en flestir innan flokksins þekkja hug hennar til Páls Magnússonar eftir kapphlaup þeirra árið 2005. Þá reyndi hvort þeirra um sig að styrkja stöðu sína innan flokks- ins. Skemmst er að minnast valda- baráttu í Framsóknarkvennafélaginu Freyju í Kópavogi árið 2005. Þar komu eiginkona Páls og fleiri konur, sem tengjast honum og Árna Magnússyni bróður hans, við sögu og fjölmenntu á fundinn til að ná völdum. Þá var tal- ið að bræðurnir hygðust styrkja stöðu sína á kostnað Sivjar. Stuðningskonur Sivjar kærðu framkvæmd fundarins til laganefndar flokksins sem úrskurðaði fundinn ógildan. Úr varð að stuðnings- konur Páls stofnuðu nýtt félag fram- sóknarkvenna í Kópavogi þar sem Val- gerður Sverrisdóttir var heiðursgestur. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eigin- kona Páls, er núverandi aðstoðarmað- ur Valgerðar Sverrisdóttur. Margir innan Framsóknarflokksins eru ósáttir við framgöngu Sivjar í mál- inu og andstöðuna við Jón sem þyk- ir hafa tekist vel upp við að greiða úr ágreiningi meðal þingmanna. Eins eru margir þeirra sem DV ræddi við sam- mála um að formannsskipti hafi verið tímabær þar sem Jóhannes Geir hafi setið í stjórn Landsvirkjunar í tólf ár og gegnt formennsku í tíu ár. Í nýjum lög- um um Landsvirkjun, sem tóku gildi í fyrra, er tekið fram að skipa eigi í stjórn Landsvirkjunar á árlegum aðalfundi. Jóhannes Geir var fyrst valinn í stjórn Landsvirkjunar árið 1995 þegar hann féll af þingi. Þá hafði hann verið þingmaður Framsóknarflokksins í eitt kjörtímabil. Jóhannes Geir hefur vitað að formannskipti væru á döfinni frá því fyrir áramót. Lengi hefur staðið til að skipta um stjórnarformann og voru menn þegar farnir að ræða það við upphaf þessa kjörtímabils. Flestir framsóknarmenn munu sáttir við að Páll taki við stjórnarfor- mannsstólnum þar sem hann hefur átt sæti í samninganefndum fyrir ís- lenska ríkið við bæði Alcoa og Norsk Hydro. Fimmtudagur 26. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Þeir sjá um sína Framsóknarmennirnir... SIV ALLT ANNAÐ EN SÁTT MEÐ VEGTYLLU PÁLS Páll Magnússon verður skipaður stjórnarformaður Landsvirkjunar í dag: tekið til í garðinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kynnti vorhreinsunarátak í Reykjavík með því að taka til í garði sínum og næsta nágrenni. Sjálf vorhreinsunin hefst á laugardag og stendur yfir í viku. Þá eru borgarbúar hvattir til að hreinsa til í görðum sínum og fá aðstoð við að fjarlægja garðúrgang. Kveikt í bílflaki Lögreglan á Suðurnesjum þurfti enn og aftur að sinna út- kalli eftir að kveikt hafi verið í bílflaki. Í gærkvöldi barst henni tilkynning um logandi bíl í Garðinum og allar vísbendingar benda til þess að kveikt hafi verið í bílnum. Engin vitni hafa gefið sig fram vegna atburðarins og lögreglan leitar vísbendinga til að grípa þann seka. Þetta er í fimmta sinn á stuttu tímabili sem kveikt er í númerslausum bílum á Suð- urnesjum. Eru lengur í leikskólanum Viðvera barna á leikskólum er sífellt að lengjast. Flest eru þau að minnsta kosti 8 klukkustundir á dag í leikskólanum og aðeins fjórðung- ur barnanna er með styttri viðveru. Algengara er að drengir hafi langa viðveru heldur en stúlkur. Leik- skólabörn hafa aldrei verið fleiri en í ár og var ríflega 2 prósenta aukn- ing milli ára. Rúmlega 17 þúsund börn sækja leikskóla og af þeim er tæpur fimmtungur á einkarekn- um leikskólum. Af heildarfjöldan- um eru nærri 8 prósent leikskóla- barnanna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál. Aukning meðal pólskumælandi barna eru tæp 500 prósent. Óbreytt ástand Varaformaður Samtakanna ‘78 segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Prestastefna felldi tillögu um hjónavígslu samkynhneigðra: Áfram mismunað eftir kynhneigð Móðir drepur tölvufíkla Cynthia Lord frá Alaska, sem myrti þrjá syni sína, verður vænt- anlega ekki dæmd fyrir verknaðinn vegna geðveilu. Ef vafi leikur á geðheilsu morð- ingja skilgreina flest ríki Bandaríkj- anna geðveiki sem skort á hæfileik- anum til að greina á milli þess sem er rétt og rangt. Í Alaska eru reglurn- ar stífari þar sem morðinginn þarf að trúa því að fórnarlambið sé ekki mennskt. Lord sagði meðal annars í yfirheyrslum að hún hafi séð djöfull- eg skilaboð á matvöruupplýsingum og í sjónvarpi og hún hafi drepið tvo þeirra er þeir spiluðu tölvuleiki. Ökuníðingur stal sálmabók Í gærmorgun handtók lögreglan á Selfossi mann á fertugsaldri eftir eftirför sem hófst á Krísuvíkurvegi í Selvogi. Lögreglan var að svipast um eftir sendibifreið sem hafði verið stolið í Keflavík þar síðustu nótt. Maðurinn flúði lögregluna þegar lögreglumenn gáfu honum merki um að stöðva. Hann var að lokum króaður af við Óseyrarbrú í Ölfusi. Hann náðist eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum. Stuttu síðar kom annar maður sem honum tengdist og var sá einnig handtekinn. Í bílnum fundust meðal annars biblía og sálmabók sem tilheyrðu Krísuvíkurkirkju auk glugga- og hurðakarma. DV MYND stEFÁN HjörDís rut sigurjÓNsDÓttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is siv Friðleifsdóttir Hjólaði í formann flokksins þegar hann tilkynnti að Páll yrði stjórnarformaður. Keyrði próflaus Ungur ökumaður var stöðvað- ur af sérsveitarmönnum á Suður- nesjum í gærkvöldi. Um var að ræða hefðbundið umferðareftirlit og kom þá í ljós að viðkomandi ökukmað- ur ók réttindalaus. Hann hafði áður verið sviptur ökuleyfi vegna um- ferðalagabrota og því á hann von á myndarlegri fjársekt fyrir vikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.