Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 23
DV Stuðmenn í Köben fimmtudagur 26. apríl 2007 23
í fyrsta smelli sveitarinnar, Hólmfríði
Júlíusdóttur. Bergur Bernburg brosir
góðlátlega þegar þessi fortíð er rifjuð
upp.
Dönsk kona af almennilegustu gerð
þarlendra kvenna smurði andlitsfarða
framan í lífsreynda tónlistarmennina
og nú voru allir til í tuskið.
Stuðmenn töldu í og í þriðja lagi
birtist á sviðinu Birgitta Haukdal sem
leggur karlasveimnum til birtu sína og
yl.
Undirritaður steig sjálfur á svið
eftir eins og fimm lög. Það var býsna
ævintýralegt að stíga inn í ljósahaf-
ið og syngja og spila fyrir svo hressa
og þakkláta áheyrendur, þá sem fylltu
brekkuna góðu. Ekki var heldur hægt
að kvarta undan kulda þarna í ljósa-
dýrðinni.
Í minningu listaskáldsins góða var
flutt sérstök viðhafnarútgáfa af Ég bið
að heilsa Inga T. Lárussonar og svo
auðvitað runa góðkunnra laga Stuð-
manna frá bráðum fjörtíu ára ferli
sveitarinnar. Elsta lagið söng Björgvin
– She Broke my Heart (samið 1970 í
gluggalausu kjallararými í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð), að lokinn
fallegri kynningu á hljómsveitinni og
stórsöngvaranum sem söng lagið ár-
daga: Long John Baldry heitnum.
Björgvin er sannur séntill!
Ekki spillti fyrir að fremsta tveggja
manna lúðrasveit landsins var til
halds og trausts. Þeir Samúel og Kjart-
an sem oft eru kenndir við Jagúar eru
óborganlegir snillingar í vindgangi um
þröngar málmpípur.
Eins og hendi væri veifað var fyrsta
hluta tónleikanna lokið og nú lá leið-
inn aftur í Kamelkróna þar sem stað-
góður málsverður beið hópsins, á
meðan Sálarverjar prýddu sviðið og
héldu áfram að skemmta gestum.
Kamelstían var svo afskekkt að ekki
heyrðist tónn af sviðinu þangað inn.
Eins og íslenskir tónlistarmenn eru
kameldýr næmgeðja tilfinningaverur
sem kunna óþarfa hávaða illa.
Seinna sett
Á íslensku hljómsveitamáli heit-
ir hver spilalota „sett“ og hléð á milli
setta „pása“. Nú leið óðum að seinna
setti, þar sem dansgólfið skyldi bónað
og fægt með hartnær þúsund pörum af
vönduðu dansskótaui, en flestir gesta
voru með slíkt skæði á fótum sér. Jak-
ob Frímann, hinn óþreytandi forkólfur
og framsækni stílisti sveitarinnar birt-
ist nú með marglitar skyrtur og vesti og
hatta og höfuðföt af ýmsum toga.
Eins og töfrasprota væri brugðið á
loft breyttist Stuðmannaflokkurinn í
ókunnugt fólk og munaði þar mest um
rismiklar Elvis-hárkollur, nýkeyptar í
Hollywood vestur. Agli Ólafssyni þótti
parrukkið reyndar meira eins og svo-
nefndur „lopahöttur“ og kunni allvel.
Undirrituðum var fyrirvaralítið breytt
í dátann úr Eldfærum H.C. Andersen
með húfu og kraga og verst að hund-
ana vantaði.
Til að kóróna flottheitin birtist ung-
frú Norður-Þingeyjarsýsla, Birgitta
Haukdal, fyrirvaralaust með glanna-
lega smarta hárkollu. Myndir voru
teknar, mikið hlegið og undir þessum
formerkju var skundað á hljómsveit-
arpall öðru sinni. Nú var dansgólfið
smekkfullt og ekki dregið af sér í fóta-
menntinni.
Sjálfur fótamenntamálaráðherra
lýðveldisins var viðstaddur en ávarp-
aði ekki samkomuna öllum til mikils
angurs. Þétt við sviðið stóð kærkom-
inn gestur, Olga Helgadóttir sem lætur
sig ekki vanta á samkomur Stuðmanna
ef hún getur komið því við. Olga kann
alla texta Stuðmanna betur en hljóm-
sveitin sjálf og er því ígildi öndvegis-
hvíslara í leikhúsi.
Utarlega í miðri þvögu dansgólfs-
ins mátti svo sjá sérstakan hollvin
Stuðmanna, Dedda, í dansvænum
hljólastól. Af einskærri tilviljun heita
foreldrar hans Knútur og Kristín, rétt
eins og fólkið í Stangarholti í laginu Út
í veður og vind.
Björgvin steig enn á svið og nú
hljómaði gamla Sýrlandslagið Tætum
og tryllum í því sem næst uppruna-
legri mynd. Konráð og ræna, hani og
hæna föttuðu að gleðin var við völd og
af hljómsveitarpalli var ekki annað að
sjá en að dansgólfið ætti fullt í fangi við
að rúma ólma gestina.
Eins og oft vill verða á samkom-
um Stuðmanna steig landskunnur at-
hafnamaður á svið. Í þetta sinn for-
stjóri Icelandair Jón Karl Ólafsson
sem söng ekki einasta ástsælt lag Lou-
is Prima „Just a Gigolo“ heldur leysti
jafnframt Jakob píanista af á hljóm-
borðastæðuna. Jón Karl var flottur!
Greinarhöfundur fór af vettvangi
skömmu fyrir samkomulok. Sálin lét
gamminn geysa sem aldrei fyrr og ekki
þurr þráður á dansgólfinu.
Óvænt eftirköst
Risið var árla úr rekkju að morgni
og búist til heimferðar. Greinilega mik-
il ánægja með samkomuna hjá þeim
sem þar voru og mörg falleg þakkar-
orð. Brottför frá hóteli klukkan hálf tólf
og flug heim klukkan tvö. Allt eins og
venjulega þar til vélin var dregin frá
rananum. Eftir eins og tíu metra ferða-
lag afturábak staðnæmdist vélin og um
síðir kom í ljós að danskur jólasveinn
af kyni hlaðmanna á Kastrupflugvelli
hafði laskað nefhjól farkostsins.
Liðu nú tveir klukkutímar tíðinda-
litlir en var svo tilkynnt að fólk skyldi
ganga aftur í flugstöðina því framund-
an væri viðgerð sem gæti tekið þetta
einn til tvo tíma. Tólf tímum síðar var
svo stigið um borð í aðra flugvél sem
kom að heiman til að sækja mann-
skapinn.
Það var óneitanlega skondið að sjá
hinar ástsælu poppstjörnur sem trylltu
lýðinn þetta tólf, fjórtán tímum áður
breytast í umkomulitla óvissuferða-
menn, sem fengu matarmiða þegar
líða tók á daginn. Svona er á síld!
Þetta minnti allt óneitanlega á það
þegar hljómsveitin Forhúð frá Aust-
fjörðum var rekin úr skónum í Sindra-
bæ á Hornafirði. Það atvik var kveikan
að atriðinu góða í Með allt á hreinu þar
sem Sigurjón digri kemur við sögu og
hefði hans betur notið við á Kastrup.
Lífið á Kastrup
Flughöfnin í Kastrup er sannköll-
uð okursjoppa og flestir hlutir seld-
ir á uppsprengdu verði, þar á meðal
matur og drykkur. Tólf klukkutím-
arnir liðu mishratt og klukkan 10 um
kvöldið lokuðu allar sjoppur á svæð-
inu.
Þá tók við rúmlega fimm tíma bið í
miklu fásinni, en sumir höfðu haft vit
á að nesta sig upp. Aðrir samferðar-
menn lágu eins og hráviði á bekkjum
og freistuðu þess að fá sér kríu.
Það bar helst til tíðinda upp úr
lágnættinu að ungur maður útlend-
ur varð ógurlega ölvaður, kastaði upp
á legubekk svo sullaðist á buxurn-
ar hans. Hann gerði sér lítið fyrir og
þvoði buxurnar í nálægum vaski, varð
óvænt viðskilja við buxurnar og göndl-
aðist um á ljósbláum bómullarnar-
íunum, siðprúðum Íslendingum til
upplyftingar í fásinninu. Átta öryggis-
verðir birtust, hver öðrum fílefldari og
leiddu hinn unga mann af vettvangi, í
nýþvegnum buxunum. Þetta var sann-
arlega raunaleg tilbreyting í tíðinda-
leysinu, en segir kannski sitt að þegar
fátt annað býðst er hver smáviðburður
þeginn.
Upp úr þrjú birtist svo spegilgljá-
andi rammíslensk Boeingþota á hlað-
inu og hafði skamma viðdvöl. Lerk-
uðu fólki var mokað um borð og hafði
nokkuð fækkað í hópnum frá því um
hádegi.
Það tekur því ekki að ergja lesend-
ur með frásögum af þeim pirringi og
ergelsi og óþægindum sem fylgja töf
sem þessari. Í hnotskurn má segja að
Icelandair og SAS hefðu getað staðið
sig betur gagnvart hópnum. Það á þó
ekki við um frábæra áhöfn undir stjórn
Haraldar Baldurssonar flugstjóra sem
stjanaði við lúna farþegana á heim-
leiðinni. Þar fá allir mörg prik og stór.
Sveskjan í bláenda bjúgans
Hann var óttalega þreytulegur
hópurinn sem gekk inn í Leifsstöð
í blóðrautt morgunsárið. Fríhöfnin
á enn einum nýjum stað og farang-
ursmóttakan minnti á hugmyndir Ís-
lendinga um jakuxasláturhús í Ús-
bekistan, hvernig sem þau nú líta út í
raun og veru. Þessi farangursaðstaða
hlýtur að vera mjög bráðabirgða.
Hér beið undirritaðs og hans
fólks síðasti glaðningurinn. Töskurn-
ar komu ekki og eftir þeim var beð-
ið á fjórða sólarhring. Þá var búið að
festa á þær rauðan miða sem á stóð
með stórum stöfum „RUSH“. Ef til vill
hefur einhver hlaðdaninn gleymt sér
augnablik á meðan hann opnaði nýj-
an Grön.
Auðvelt reyndist að ferma fjöl-
skyldubílinn fríhöfninni og renna
honum gegnum ferskt grásprengt
morgunloftið í áttina til höfuðborg-
arinnar við sundin og ekki sundið.
Borgin við sundin er flottara nafn en
borgin við sundið og ósköp var gott að
komast í rúmið á sama tíma og alþýða
manna tók að streyma til vinnu sinn-
ar. Það geta nefnilega ekki allir ver-
ið poppstjörnur og hvað þá íhlaupa-
poppstjörnur eins og sumir.
LJÓS OG SKUGGAR Í LÍFI
ÍHLAUPAPOPPSTJÖRNU
Tónleikahaldarinn ásamt tónleikagestum Sigurður K. Kolbeinsson, tónleika-
haldari, anna Haraldsdóttir, Heiða gunnarsdóttir og Hallgrímur tómas ragnarsson.
Margmenni á tónleikum Níu
hundruð matargestir hlýddu á.
Tómas, Sörli og Valgeir tónleikarnir voru haldnir í Sirkusbyggingu sem var
uppspretta mikils baksviðsgríns.
Valgeir Guðjónsson Eftir lokun á
Kastrup létu menn sig dreyma um opinn
veitingastað í biðinni.
Var hljóðfæraleikurum frá sögueynni fengið bún-
ingsherbergi sem áður hafði þjónað því hlutverki
að vera aðsetur kameldýra.
Tónleikar í sirkusbyggingu í fyrsta skipti í íslenskri tónlistarsögu var hljóðfæraleikurum frá sögueynni fengið búningsherbergi
sem áður hafði þjónað því hlutverki að vera aðsetur kameldýra.