Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 15
DV Sport fimmtudagur 26. apríl 2007 15 Sport Fimmtudagur 26. apríl 2007 sport@dv.is joe cole skoraði eina markið í meistaradeild evrópu í gær. chelsea er því í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn á anfield í næstu viku. bls 16 SKAUTAFÉLAG REYKJAVÍKUR FAGNAÐI ÍSLANDSMEISTARATITLI Í ÍSHOKKÍ Í GÆR Landsliðsmaðurinn David Nugent gæti farið frá Preston komist liðið ekki upp um deild: Framtíð DaviD NugeNt óljós Það kom mörgum á óvart þegar Steve McClaren valdi David Nugent í enska landsliðið fyrir skemmstu. Mörgum brá í brún að leikmaður í Championship deildinni, oftast nefnd enska fyrsta deildin, skyldi fá kallið stóra. Þar fékk hann skráð mark á sig í fyrsta landsleiknum gegn Andorra en sumir vilja meina að hann hafi stolið markinu frá Jerm- aine Defoe. Samningur Nugent rennur út eft- ir næsta tímabil og sagði þessi 21. árs gamli framherji að hann vildi spila í úrvalsdeildinni sem allra fyrst en tók þó skýrt fram að helst vildi hann gera það með Preston. „Ég hef sagt við umboðsmann minn að ef við förum upp, þá vil ég skrifa undir nýjan samning við Prest- on. Það er öruggt. En ef við verðum áfram í Championship þá gæti ég þurft að fara til að huga að mínum eigin ferli. Ég vil spila vikulega á móti þeim bestu, þar á ég heima og ég vil gera það með Preston,“ sagði Nugent. Nugent vonast einnig eftir fleiri tækifærum með enska landsliðinu sem leikur gegn Brasilíu í vígsluleik Wembley og Eistlandi í undankeppni EM. „Það er alltaf möguleiki að ég verði aftur valinn, Wayne Ronney er í banni gegn Eistlandi og Michael Owen verð- ur hugsanlega ekki orðinn klár í slag- inn þannig möguleikarnir eru fyrir hendi. Ef ekki, þá hlakka ég til verkefn- anna með 21. árs liðinu.“ Hann hefur skorað 17 mörk í ár með Preston og hefur vakið athygli stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield United bauð í hann í janúar glugganum en því boði var umsvifa- laust sent aftur til föðurhúsana. Preston er í harðri baráttu um að komast upp um deild. Þegar tveir leikir eru eftir í fyrstu deildinni þá hefur liðið 81 stig og eru í fjórða sæti, sem gefur rétt á að leika í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. WBA og Úlfarn- ir hafa stigi minna en Preston, síðan koma Southampton, Stoke, Colchest- er og Sheffileld Wednesdey öll í seil- ingarfjarlægð. benni@dv.is Þjófur david Nugent er hér við það að pota boltanum yfir marklínuna eftir skot Jermane defoe. MARK COLE SKILUR LIÐIN AÐ NBAAllt um leiki næturinnar í NBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.