Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 18
fimmtudagur 26. apríl 200718 Sport DV
Miklar vangaveltur eru nú um framtíð stjörnuleikmannsins Kevins Garnett:
Fer Kevin Garnett frá Minnesota til L.A. Lakers?
Samningur Kevins Garnett, að-
alstjörnu Minnesota Timberwolves,
rennur út eftir næsta tímabil. Gamla
Boston-hetjan Kevin McHale sem
er varaforseti liðsins segir þó að lið-
ið muni ekki skipta Garnett út þeg-
ar leikmannamarkaðurinn verður
opnaður að nýju. Flestir stuðnings-
menn vilja þó að Garnett fari í sumar
þannig að liðið geti fengið einhvern
eða einhverja í staðinn. Ef Minnesota
skiptir honum ekki og Garnett semur
ekki við liðið getur hann farið í hvaða
lið sem er og Minnesota fær ekkert
fyrir hann. Los Angeles Lakers er tal-
ið líklegasti áfangastaður Garnetts
og er hann sagður tilbúinn að taka á
sig launalækkun til að vera í liði sem
á möguleika á NBA-titlinum.
McHale var aldrei vinsæll sem
leikmaður og er ekki sá vinsælasti í
Minnesota. Stuðningsmenn Minne-
sota hafa lengi haft horn í síðu hans
og settu poka yfir hausinn á sér í ein-
um leik og heimtuðu að McHale yrði
rekinn.
„Ég fer ekki þegar liðið er í þessu
ásigkomulagi. Þetta var afleitt tíma-
bil, það er ekkert hægt að orða
það öðruvísi. Þetta var slæmt ár og
ég stóð mig ekki í stykkinu,“ sagði
McHale í nýlegu viðtali. „Það eru
engin áform um að skipta Garnett
út,“ bætti McHale við.
Minnesota tapaði 50 leikjum í
vetur og komst ekki í úrslitakeppn-
ina þriðja árið í röð sem fer víst gríð-
arlega í taugarnar á Garnett.
Að sögn kunnugra vill Kevin Gar-
nett fá að vita hverjar framtíðaráætl-
anir liðsins eru áður en hann skrifar
undir nýjan samning. Eftir að liðinu
mistókst að klófesta Allen Iverson í
vetur varð hann mjög fúll. „Týpískt
fyrir þetta lið,“ sagði Garnett þegar
spurðist út að Iverson hefði samið
við Denver. „Eins gott að það sé til
klásúla í samningi leikmanna sem
leyfir þeim að fara,“ sagði hann og
þessi orð vilja sérfræðingar vestan
hafs meina að ýti undir kenningar
um að hann fari frá liðinu áður en
langt um líður.
benni@dv.is
NBA NBA-úrslit næturinnar
San Antonio Spurs 97 - 88 Denver Nuggets
(Staðan í einvíginu er 1-1)
Dallas Mavericks 112 - 99 Golden State Warriors
(Staðan í einvíginu er 1-1)
Cleveland Cavaliers 109 - 102 Washington Wizards
(Cleveland er 2-0 yfir í einvíginu)
NBA
Átti mjög góðan leik
drew gooden skoraði 24 stig og tók
fjórtán fráköst fyrir Cleveland Cavaliers
þegar liðið sigraði Washington Wizards.
San Antonio Spurs vann Denver
Nuggets á heimavelli í nótt, 97-88.
Staðan í einvígi liðanna er því jöfn,
1-1, en næstu tveir leikir fara fram í
Denver.
Tim Duncan var sem fyrr traust-
ur í liði San Antonio en hann skoraði
22 stig, hirti sjö fráköst og gaf fimm
stoðsendingar í leiknum. Tony Parker
skoraði 20 stig og gaf sex stoðsend-
ingar.
Í liði Denver var Carmelo Anthony
stigahæstur með 26, auk þess sem
hann hirti tíu fráköst, þar af sex sókn-
arfráköst. Allen Iverson kom næstur
með 20 stig og fimm stoðsendingar.
Marcus Camby átti einnig góðan leik
í liði Denver en hann tók átján fráköst
og skoraði tíu stig.
Lykilmenn San Antonio þóttu ekki
standa sig nægilega vel í fyrsta leik lið-
anna en það var enginn skortur á því
í nótt.
„Við vorum miklu ákveðnari í dag.
Við börðumst fyrir öllum lausum bolt-
um og fráköstum og það er það sem
við þurfum að gera í hverjum einasta
leik,“ sagði Argentínumaðurinn Manu
Ginobili, leikmaður San Antonio, sem
skoraði sautján stig í leiknum, þar af
fimmtán í síðari hálfleik.
San Antonio var með sautján stiga
forystu í fjórða leikhluta en með mik-
illi baráttu náði Denver að minnka
muninn niður í fjögur stig þegar 45
sekúndur voru eftir af leiknum.
„Hér voru tvö körfuboltalið sem
lögðu sig alla í leikinn og við náðum
forskoti og halda því. Það var fyrir
öllu,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari
San Antonio, eftir leikinn.
Dallas náði að jafna
Dallas Mavericks kom fram hefnd-
um í nótt þegar liðið vann Golden
State Warriors á heimavelli, 112-99.
Þar með náði Dallas að jafna einvígi
liðanna en næstu tveir leikir fara fram
á heimavelli Golden State.
Jason Terry var atkvæðamestur í
liði Dallas með 28 stig, Dirk Nowitz-
ki skoraði 23 og Josh Howard 22, auk
þess sem hann hirti ellefu fráköst. Þá
átti varamaðurinn Jerry Stackhouse
góða innkoma af bekknum hjá Dallas
en hann skoraði sautján stig, hirti átta
fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Þriggjastiga skotnýting Dallas í
leiknum var ekki upp á marga fiska en
leikmenn liðsins hittu aðeins úr einu
af sextán þriggja stiga skotum sínum
í leiknum.
Hjá Golden State var Stephen Jack-
son stigahæstur með 30 stig og Monta
Ellis skoraði 20. Baron Davis, sem átti
stórleik í fyrsta leik liðanna, náði sér
ekki nægilega vel á strik í leiknum og
skoraði aðeins 13 stig. „Við þurftum
að mæta ákveðnir til leiks. Þeir voru
grimmir í upphafi síðasta leiks og við
brugðumst ekki við því. Núna snér-
um við hins vegar blaðinu við,“ sagði
Josh Howard, leikmaður Dallas, eftir
leikinn.
„Mér finnst við vera í góðri stöðu.
Þeir eiga að vinna okkur með tuttugu
stigu. Það er engin pressa á okkur. Í
kvöld vorum við bara ekki nægilega
góðir,“ sagði Baron Davis sem lenti í
villuvandræðum í leiknum.
Cleveland í góðum málum
Cleveland Cavaliers náði 2-0 for-
skoti í einvígi sínu við Washington
Wizards eftir sigur á heimavelli í nótt,
109-102. Sem fyrr var LeBron James
stigahæstur í liði Cleveland en hann
skoraði 27 stig í nótt. Drew Gooden
kom honum næstur með 24 stig, auk
þess sem hann hirti fjórtán fráköst.
Antawn Jamison dró vagninn fyr-
ir lið Washington og skoraði 31 stig
en Washington lék sem fyrr án þeirra
Gilbert Arenas og Caron Butler sem
báðir eru meiddir. Butler gæti hins
vegar verið klár í slaginn fyrir næsta
leik, en næstu tveir leikir fara fram í
höfuðborg Bandaríkjanna, Washing-
ton DC.
LeBron James meiddist í síðasta
leik þegar hann snéri sig á ökkla og
hann sagðist enn finna þeim meiðsl-
um. „Ég er ekki 100 prósent heill. Ég
mun finna fyrir sársauka í nokkurn
tíma,“ sagði James.
dagur@dv.is
Tveir snillingar Það er allt í járnum í einvígi San antonio og denver eftir sigur
fyrrnefnda liðsins í nótt þar sem tony parker og allen iverson skoruðu báðir 20 stig
fyrir sín lið.
Á góðri stundu Kevin mcHale og
Kevin garnett eru hér á góðri stundu.
Dallas Mavericks og San Ant-
onio Spurs náðu að jafna einvígi
sín í úrslitakeppni NBA deildar-
innar í nótt og Cleveland Cavali-
ers eru í góðum málum.
Allt eftir BókiNNi