Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 10
neytendur
fimmtudagur 26. apríl 200710 Neytendur DV
Sjoppur Svindla
Neytendasamtökin hafa lokið
við að kanna verð í 64 sjoppum
og bensínstöðvum á höfuðborg-
arsvæðinu til þess að fylgjast
með verðbreytingum í kjölfar
lækkunar virðisaukaskatts á
matvælum, þar með talið á sæl-
gæti og gosdrykkjum. Samtök-
in könnuðu verð á 300 vöruteg-
undum og valda niðurstöðurnar
vonbrigðum, en aðeins sex
sjoppur skiluðu virðisauka-
skattslækkuninni að fullu. 28
sjoppur á höfuðborgarsvæðinu
fá einkunnina ófullnægjandi frá
samtökunum. Þá kemur fram
að óbreytt verð er ennþá í fimm
sjoppum á höfuðborgarsvæð-
inu. Verslanirnar sem um ræðir
eru Grandakaffi, Aðalhornið,
Sælgætis- og vídeóhöllin, Sölu-
turninn Bæjarhrauni og Trisdan
á Lækjartorgi. Neytendasamtök-
in krefjast þess að þeir sem ekki
hafa skilað lækkuninni geri það
strax.
Mundu!
Það er algengt að letur á kassakvittunum hverfi
með tímanum, svo þær verða ólæsilegar. Ef um
kaup er að ræða sem skipta miklu máli getur
verið ráðlegt að taka ljósrit af kvittuninni og
geyma hana á stað þar sem hún nuddast ekki
saman við annan pappír eða efni.
Komi Sér
að efninu
Ögmundur Jónasson hvetur
fyrirtæki til þess að fjalla um
kjarna málsins í auglýsingum
sínum, svo sem um verð og gæði
þeirrar þjónustu sem þau bjóða.
Í gestapistli sínum á heimasíðu
talsmanns neytenda, talsmadur.
is, segir Ögmundur að neytend-
ur vilji heyra um lána- og vaxta-
kjör, verð á þjónustu og vörum,
en það sé ekki raunin því þau
leggi fyrst og fremst áherslu á að
skapa sér jákvæða ímynd með
því að tengja sig við jákvæð verk-
efni. Pistil Ögmundar má lesa í
heild sinni á fyrrgreindri vefsíðu.
Olíuverð hefur hækkað upp á síðkastið og kostar lítri af bensíni víða 118 krónur í
sjálfsafgreiðslu. Ólafur Klemensson, hagfræðingur í Seðlabankanum, spáir áfram-
haldandi hækkun. Sé miðað við að meðalakstur á ári sé 20.000 kílómetrar, kostar bens-
ín 472.000 krónur á ári fyrir bíl sem eyðir 20 lítrum á hundraði. Álögur hins opinbera
eru um það bil 55 prósent af smásöluverðinu.
miKil ánægja
Mikil ánægja er meðal neyt-
enda með kvörtunarþjónustu
Neytendastofu, þetta kemur
fram í könnun sem stofnunin
lét gera nýlega. Könnunin var
send til 40 stærstu viðskiptavina
þjónustunnar og samanstóð hún
af tíu spurningum með fimm
svarmöguleikum. Svarhlutfall
var 58 prósent og kemur fram að
yfirgnæfandi meirihluti svarenda
var ýmist mjög ánægður eða
frekar ánægður með starfsemi
kvörtunarþjónustunna
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
hækkað að undanförnu, eftir að
hafa lækkað fyrir nokkru og kost-
ar bensínlítrinn víða rúmlega 118
krónur í sjálfsafgreiðslu. Sé mið-
að við að bensínlítrinn kosti 118
krónur, fara um það bil 55 prósent
af smásöluverðinu í opinber gjöld,
en föst álagning ríkisins á hvern
bensínlítra er 42,23 krónur, óháð
verði hverju sinni. Virðisauka-
skattur leggst síðan ofan á álögur
ríkisins og smásöluverðið. Álögur
hins opinbera eru því í heildina
um það bil 65 krónur af 118 krón-
um. Innkaupsverð olíufyrirtækja
á olíu eru 30 prósent af smásölu-
verðinu, eða um það bil 35 krónur
á hvern lítra. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Seðlabanka Íslands eru
álagningar fyrirtækjanna um það
bil 15 prósent af heildarverðinu
og fá olíufyrirtækin því rúmlega 17
krónur í sinn hlut fyrir hvern seld-
an lítra.
Árið 1999 var reglum um álög-
ur ríkisins breytt úr ákveðinni
prósentu í fasta krónutölu. Þetta
var gert til þess að koma í veg fyr-
ir að olíuverð hér á landi hækkaði
enn frekar, þegar heimsmarkaðs-
verð hækkaði. Þannig eru álögur
ríkisins hlutfallslega minni þegar
heimsmarkaðsverð á olíu er hátt,
en meiri þegar verðið lækkar.
Hálf milljón á ári í bensín
Sé miðað við að meðalakstur á
hvern bíl séu 20.000 kílómetrar á
ári, er bensínkostnaður á bíl sem
eyðir tíu lítrum á hundraði í blönd-
uðum akstri, um það bil 235.000
krónur á ári. Á bíl sem eyðir fimmt-
án bensínlítrum á hundrað kíló-
metrum, kostar um það bil 355.000
krónur að keyra sömu vegalengd.
Sé miðað við að bíll eyði tuttugu
lítrum á hundraðið, líkt og marg-
ir stærri fólksbílar og jeppar gera,
kostar 472.000 krónur að keyra
sömu vegalengd, sé áfram mið-
að við að lítri af bensíni kosti 118
krónur.
Verð hækkar áfram
Ólafur Klemensson, hagfræð-
ingur í Seðlabanka Íslands telur
að heimsmarkaðsverð á olíu muni
áfram fara hækkandi, þótt ekki sé
gert ráð fyrir mikilli hækkun. Hvað
veldur því að heimsmarkaðsverðið
hækkar? „Í fyrsta lagi er það vegna
þess að olíubirgðir hafa minnkað
í Bandaríkjunum og það er ennþá
mikil eftirspurn eftir olíu í Kína og
öðrum hraðvaxtarmörkuðum. Þá
eru Opec-ríkin miklu nær því að ná
markmiðum sínum í framleiðslu,
en yfirleitt hafa þau farið fram fyr-
ir þau mörk sem þau hafa ákveðið
sjálf,“ segir hann og heldur áfram:
„Það undirliggjandi pólitíska og
hernaðarlega ástand sem ríkir í
olíuframleiðsluríkjum við Persa-
flóa og í Miðausturlöndum, hefur
einnig áhrif. Það þarf ekki mikið
út af að bregða til þess að verð-
ið hækki, nýlega voru fréttir af því
að skæruliðar hefðu ráðist á olíu-
hreinsunarstöð í Eþíópíu og drepið
kínverska starfsmenn hennar. Við
það hækkaði verðið einnig.“
Hann segir það einnig algengt
að olíuverð hækki á þessum tíma
ársins. Heildsalar eru að birgja sig
upp fyrir mjög aukna notkun yfir
sumartímann, bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. „Spár gera ráð
fyrir því að verðið muni hækka um
5 til 6 prósent á næstu misserum.“
Leyfilegar fullyrðingar á umbúðum matvæla verði teknar saman:
Skýrari reglur
Umhverfisstofnun kynnti í gær
nýjar Evrópureglur um fullyrðing-
ar í merkingum matvæla, sem taka
gildi í Evrópusambandinu þann 1.
júlí næstkomandi, enn er ekki ljóst
hvenær þær taka gildi hér á landi.
Í þrettándu grein reglugerðarinn-
ar er aðildarlöndum ætlað að safna
saman fullyrðingum sem þau óska
eftir að koma á lista yfir leyfilegar
fullyrðingar á matvælaumbúðum
í framtíðinni. Frestur til þess renn-
ur út í janúar á næsta ári og verða
samþykktar reglur birtar í janúar
árið 2010.
Núgildandi eru strangar reglur
um svo kallaðar næringafræðilegar
fullyrðingar á umbúðum sem boðn-
ar eru til sölu, en þær eru meðal
annars fullyrðingar um að varan
sé sykurskert, fituskert eða trefja-
rík. Á vef Umhverfisstofnunar segir
til dæmis að til þess að mega kalla
matvöru orkuskerta, þurfi að skerða
orkuna í vörunni um 25 prósent svo
hún geti löglega talist orkuskert.
Í fréttatilkynningu frá Umhverf-
isstofnun segir að mikilvægt sé fyr-
ir íslenskan iðnað og innflytjendur
matvara frá löndum utan Evrópu-
sambandsins að fá tækifæri til að
koma á framfæri þeim fullyrðing-
um sem þeir óska eftir að nota.
Umhverfisstofnun mun því safna
saman óskum á Íslandi og koma
þeim á framfæri við Evrópusam-
bandið, jafnvel þótt reglugerðin
verði ekki komin í gildi hér á landi
á þeim tíma sem hún tekur gildi í
Evrópu.
verð hækkar á
næstu mánuðum
Valgeir Örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Dýr dropinn innkaupsverð á
olíu er um það bil 30 prósent
af smásöluverðinu. ríkið tekur
55 prósent í sinn hlut, miðað
við núgildandi verð.
seðlabanki Íslands gert er ráð fyrir
áframhaldandi hækkun á olíu.
Umbúðir Strangar reglur gilda um
hvað má fullyrða á umbúðum matvæla.