Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1983, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.01.1983, Qupperneq 31
LÆKNABLADID 21 Tafla L: Fjöldi fædinga 1972-1981, eftir aldri mædra. 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 Alls -19 ára ......... 784 740 709 694 658 622 625 599 628 550 6609 20-24 ára ......... 1741 1720 1526 1577 1548 1390 1481 1637 1539 1499 15658 25-29 ára ......... 1136 1190 1176 1198 1205 1148 1198 1290 1333 1299 12173 30-34 ára .......... 610 624 596 616 635 580 622 771 790 778 6622 35-39 ára .......... 364 278 258 272 241 251 237 274 311 307 2793 40-44 ára .......... 102 105 78 83 80 70 53 42 44 41 43 45- ára .............. 6 6 4 4 4 5 5 5 2 2 43 Óviss aldur ....... 17 4 5 1 27 Samtals 4760 4667 4347 4449 4371 4066 4222 4618 4647 4476 44623 hjá konum yfir 35 ára aldri hefur fækkað jafnt og f>étt allt tímabilið. Einkum er þetta áber- andi hjá konum, sem náð hafa fertugs aldri. Tafla 1 sýnir þessa þróun vel. (Taflan sýnir allar fæðingar á íslenzkri grund að meðtöldum um það bil 120 fæðingum erlendra kvenna árlega). Síðastliðin þrjú ár hafa innan við 50 konur yfir fertugt fætt á ári hverju í landinu og allan áratuginn hafa sex konur eða færri fætt á ári hverju, sem orðnar eru 45 ára eða eldri. Hefur þróun á þessu sviði orðið öllu örari hér á landi en meðal nágranna okkar. Sú fækkun fæðinga meðal eldri kvenna, sem átt hefur sér stað sl. áratug, kann að eiga nokkurn þátt í lækkun burðarmálsdauðans á sama árabili, eins og lýst var í 2. grein. Hlutfallslegur þáttur ungra mæðra, þ.e. 19 ára og yngri, í fæðingatíðni var undir fimm prósentum allt fram á þriðja áratug aldarinnar. Hlutur þeirra jókst síðan örum skrefum allt fram á síðasta hluta sjöunda áratugs er þáttur þeirra í fæðingatíðni náði 17,5 prósentum. Þessi hækkun vakti athygli m.a. í nágrannalöndunum, þar sem ungar mæður áttu minni þátt í fæðingum en hér tíðkaðist. Síðastliðinn áratug hefur þessi þróun snúist við með verulegri lækkun, í 12,3 prósent árið 1981. Fróðlegt er í þessu sambandi að athuga meðalaldur mæðra síðustu tvo áratugi. Skv. upplýsingum Hagstofu íslands var hann: 27.2 ár 1961-1965, 26.3 ár 1966-1970, 25,7 ár 1971-1975, en hækkaði síðan aðeins þeta í 25,9 ár 1976-1980. Þetta dregur saman á einfaldan hátt þá þróun, sem fram kemur í línuriti sl. tvo áratugi. í næstu grein verður rætt um frjósemi mæðra.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.