Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 55
LÆKNABLADID 1984;70:237-43 237 Bogi Andersen, Snorri Páll Snorrason, Jóhann Ragnarsson, Þórður Harðarson, HÝDRÓKLÓRPÍASÍÐ OG KCl BORIN SAMAN VIÐ HÝDRÓKLÓRPÍASÍÐ OG AMILORÍÐ í MEÐFERÐ VÆGS HÁPRÝSTINGS. Tvíblind rannsókn með víxluðu sniði. INNGA'NGUR Þíasíð eru oft ráðlögð sem fyrsta meðferð við vægum háþrýstingi (1). Eitt meginvandamálið við notkun þeirra er hypókalemía, en hana má leiðrétta með kalíum-sparandi þvagræsilyfjum eins og amiloríð, tríamteren og spírónólaktón eða kalíumgjöf. Lyfjablandan hýdróklórþíasíð (HCTZ) og amiloríð (A), Moduretic®, hefur náð miklum vinsældum við meðferð háþrýstings hér á landi. Lyfjagjöf þessi er þó dýrari en þíasíð- samband, með eða án kalíum (K). Þannig er Moduretic (1 tafla) um helmingi dýrara en Centyl-K (1 tafla)+Kaleorid (2 töflur). Sýnt hefir verið fram á, að hypókalemía er mun sjaldgæfari við notkun HTCZ/A í formi Mo- duretics (2, 3), en ef HCTZ er notað eitt sér. Höfundum þessarar greinar er hins vegar ekki kunnugt um rannsókn, þar sem lyfjasamband þetta er borið saman við þíasíð með kalíum- klóríð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman 50 mg af HCTZ og 5 mg af A annars vegar og 50 mg af HCTZ og 26 mmol af KCl hins vegar. Athugun þessi tók til hjáverkana, kalíumbúskapar og annarra efnaskiptaáhrifa. Blóðþrýstingslækkandi áhrif voru einnig borin saman, en vitað er, að A eitt sér er álíka kröftugt blóðþrýstingslækkandi lyf og HCTZ (4) og mátti því búast við, að lyfjablandan HCTZ/A lækkaði blóðþrýsting meira en HCTZ/K. RANNSÓKNARHÓPUR OG AÐFERÐ í rannsóknina, sem var tvíblind med víxluðu sniði (double blind cross-over study, mynd 1), voru valdir karlar á aldrinum þrjátíu og þriggja til sextíu og sex ára með vægan háþrýsting. Allir höfðu sjúklingarnir verið með- höndlaðir áður með þvagræsilyfjum á göngu- Frá lyflækningadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 26/06/ 1984. Sampykkt til birtingar 30/06/1984 og sent í prent- smiðju. deild Landspítalans fyrir háþrýsting. Einn sjúk- lingur tók tabl. verapamil 40 mg tvisvar á dag. Sjúklingarnir tóku ekki önnur lyf síðustu mánuðina fyrir rannsóknina eða meðan á henni stóð. Útilokaðir voru sjúklingar með af- leiddan (sekunder) háþrýsting, hjartaöng, hjartabilun, nýlegt heilablóðfall og nýrnabilun (kreatínín í sermi> 133 micromól/1). Tuttugu og sex sjúklingar hófu rannsóknina. í upphafi var hætt við fyrri blóðþrýstingsmeð- ferð og voru sjúklingarnir lyfjalausir fyrstu vikuna, en var síðan gefið geðþóttalyf (place- bo) í 2 vikur. Á tímabili geðþóttalyfs (tímabil A) var blóðþrýstingur mældur í lok annarrar og þriðju viku. Aðeins þeir sjúklingar, sem höfðu lagþrýsting (díastólískan blóðþrýsting) í standandi eða liggjandi stöðu milli 90 og 105 mmHg í lok þriðju viku héldu áfram í rann- sókninni. Sjö sjúklingar uppfylltu ekki þetta skilyrði og einn hætti vegna lélegrar sam- vinnu, þ.e. 18 sjúklingar luku við rannsóknina. Hópnum var skipt í tvennt eftir fyrirfram ákveðinni hendingaraðferð. Hópur I (7 sjúk- lingar) byrjaði að taka HCTZ (Delta) 50 mg og KCl (Kaliumdurettur, Hássle AB) 26 milli- mól á dag, en hópur 11(11 sjúklingar) byrjaði á HCTZ 50 mg/A 5 mg (Hýdramíl, Delta) á dag. Eftir þriggja vikna meðferð (tímabil B) tóku báðir hóparnir geðþóttalyf í 2 vikur (tíma- bil C, »wash-out period«). Geðþóttalyf fyrir HCTZ og HCTZ/A framleiddi Delta, en Hássle AB fyrir kalíumklórið. Næstu 3 vikur (tíma- bil D) tók hópur 1 HCTZ/A, en hópur II HCTZ/K í sömu skömmtum og áður. í beinu framhaldi af tímabili D héldu 6 sjúklingar áfram á HCTZ/KCl í tvöföldum skammti (100 mg/52 mmól) og 5 sjúklingar héldu áfram á HCTZ/A í tvöföldum skammti (100 mg/10 mg), tímabil E. Mældur var slagþrýstingur (systoliskur þrýs- stingur) og lagþrýstingur (V Korotkoffs hljóð) eftir 5 mínútur í standandi stöðu. Allar blóðþrýstingsmælingar voru framkvæmdar af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.