Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 29
LÆKNABLADIÐ 1984; 70: 225-36 225 Ingimar Einarsson, Guðjón Magnússon, Ólafur Ólafsson KÖNNUN Á HEILSUGÆSLUPJÓNUSTU 16.-22. október 1981 1.0 INNGANGUR Skipulegar rannsóknir á heilsugæslu á íslandi hafa fram að pessu verið fáar og nánast allar þeirra hafa verið bundnar við einstök heilsu- gæslusvæði. Frá pví í nóvember árið 1965 til loka október 1966 voru athuguð samskipti sjúklingaog lækna á Hvammstanga. (1) Gunn- ar Guðmundsson, sérfræðingur í tauga- og geðlækningum, rannsakaði sjúkdómatíðni meðal peirra sem leituðu til hans pegar hann starfaði á Djúpavogi 30 daga í nóvember og desember 1971. (2) í ársbyrjum 1974 kannaði Björn Önundarson, sem pá starfaði sem heim- ilislæknir í Reykjavík, störf 9 heimilislækna á Reykjavíkursvæðinu. (3) Frá 11. febrúar til 15. mars sama ár framkvæmdu læknarnir Ólafur Sveinsson og Guðjón Magnússon rannsókn á heilbrigðispjónustu í Skagafirði. (4) Við heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum hefur frá árinu 1975 farið fram skráning og greining á öllum samskiptum sjúklinga og heilsugæslu, par með talin símtöl og sjúkravitjanir. (5) Par hefur ver- ið próað sérstakt upplýsingakerfi um heilsu- gæslu. Þetta kerfi hefur pegar verið tekið upp víða um land og stefna heilbrigðisyfirvöld að pví að pað verði tekið í notkun á öllum heilsugæslustöðvum landsins. Fram til ársins 1981 hafði aðeins verið framkvæmd ein könnun á samskiptum sjúk- linga og heilsugæslu sem náði til heilsugæslu- svæða í öllum landshlutum. Það var pegar Landlæknisembættið stóð fyrir könnum á almennri læknispjónustu á landsbyggðinni vik- una 16.-22. september árið 1974. (6) í peirri rannsókn, sem nefnd hefur verið landskönnun, komu fram ýmsar fróðlegar upplýsingar er heilbrigðisyfirvöld og fleiri aðilar hafa hagnýtt sér á margvíslegan hátt. Má par nefna að Sigmundur Sigfússon, sérfræðingur í geðlækn- ingum, gerði sérstaka athugun á almennri læknispjónustu við geðsjúka á rannsóknar- svæðinu. (7) LANDLÆKNISEMBÆTTID Frá árinu 1974 hafa heilsugæslustöðvar gegnt vaxandi hlutverki í heilsugæslu utan sjúkrahúsa. Pað var pví ákveðið að fram- kvæma sambærilega rannsókn við landskönn- unina vikuna 16.-22. október 1981, svo unnt- væri að gera sér betur grein fyrir peirri breyt- ingu sem orðið hefur á starfseminni á pessu tímabili. Tilgangur rannsóknarinnar var skil- greindur á eftirfarandi hátt: 1. Að afla upplýsinga um starfsemi heilsu- gæslustöðva. 2. Að bera niðurstöður peirrar athugunar saman við könnunina frá árinu 1974. Upplýsingar um samskipti sjúklinga og heilsu- gæslustöðva voru skráðar með sama hætti og í landkönnuninni 1974. Auk pess var aflað upplýsinga um vinnutíma lækna á könnunar- tímabilinu og hversu mörg erindi voru ein- göngu afgreidd af öðru starfsliði en læknum. 2. AÐFERÐIR 2.1 Framkvæmd Könnunin fór fram vikuna 16.-22. október 1981. Samskonar samskiptaseðlar og notaðir voru árið 1974, yfirlit um vinnutíma og flokkun sjúkdóma ásamt leiðbeiningum og skýringum voru sendar á heilsugæslustöðvar í öllum átta læknishéruðum landsins, p.e. í Reykjavíkur- héraði, Vesturlandshéraði, Vestfjarðahéraði, Norðurlandshéraði vestra, Norðurlandshéraði eystra, Austurlandshéraði og Reykjaneshér- aði. Hér var um að ræða 44 heilsugæslustöðv- ar par sem alls 89 heilsugæslulæknar voru við störf í október 1981. Þessi grein er hins vegar byggð á upplýsingum frá 58 læknum (og samstarfsfólki peirra) á 31 heilsugæslusvæði. Var petta gert á pennan hátt til pess að fá sem áreiðanlegastan samanburð við landskönnun- ina frá árinu 1974. Athygli er vakin á pví að í nokkrum tilvikum er munur á fjölda starfandi lækna og leyfðum stöðum á heilsugæslustöðv- um. Kemur par einkum til að víða störfuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.