Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.09.1984, Blaðsíða 64
242 LÆKNABLAÐID KCl og amiloríð vel. Fyrrnefnda meðferðin er ódýrari, en hin síðarnefnda er e.t.v. þægilegra lyfjaform. Athyglisvert er, að þegar lyfjaskammtarnir voru tvöfaldaðir (100 mg HCTZ/10 mg A, 100 mg HCTZ/52 mmól KCl), lækkaði blóðþrýst- ingur ekki frekar. Kemur þetta heim við rann- sóknir, sem benda til, að skammtasvörunar- kúrfa þvagræsilyfja í háþrýstingi sé fremur flöt og meginblóðþrýstingsfallið verði eftir fyrstu 25 mg af HCTZ (13). Það er því sjaldnast ástæða til að gefa meira en 50 mg af HCTZ í háþrýstingsmeðferð. Áhrif aukinna skammta á sermi-kalium voru þau, að við 100 mg HCTZ + 52 mmól KCi féll kalíum enn frekar, en sermi-kalíum hélst óbreytt við 100 mg HCTZ+10 mg amiloríð. Þessar niðurstöður, sem byggðar eru á athugun mjög fárra sjúk- linga, benda til, að ef notaðir eru stærri- skammtar af HCTZ en 50 mg, sé einfaldara að koma í veg fyrir hyþokalemiu með amiloríð en KCl. Langtímameðferð með þíasíðum skerðir sykurþol (10, 14, 15), eykur blóðfitu (16, 17) og þvagsýru (18). Niðurstöður okkar benda til, að amiloríð breyti ekki tveimur fyrrnefndu hjá- verkunum HCTZ. Athyglisvert er, að blóð- sykur eykst við svo skamma meðferð, en því hefur einkum verið lýst við langvarandi með- ferð. Því hefur verið haldið fram, að þvagræsi- Table III. Side effects. Side effects Placebo HCTZ/KCl HCTZ/A Anorexia — — — Nausea . — — — Vomiting . — — — Abdominal pain .... . — — — Diarrhea . — — — Constipation . — i — Dry mouth . — — — Thirst . — — — Rash . — i — Itching . — — — Tiredness . 2 — 1 Numbness . - — — Leg cramps . — — — Dizziness . 1 — — Visual disturbance .. . — — — Headache . 2 i — Dry/irritated eyes .. . 2 — i Acute arthritis . — — — Chest pain . - — — Dyspnea . — — — Impotence 1 i — lyf skerði sykurþol með því að draga úr kalíumþéttni í sermi, sem dragi aftur úr insúlínframleiðslu. Sambandið, sem hér fannst milli minnkaðs sermi-kalíum og aukins blóðsy- kurs bendir til, að svo sé. Ef rétt er, gæti hér verið enn ein ábending um að bregðast við lágu sermi-kalíum samfara gjöf þvagræsilyfja. Þvagsýra í sermi eykst minna við lyfjasam- bandið HCTZ/A en við HCTZ eitt sér. Á- stæðan er líklega hagstæð áhrif amiloríðs á flutning þvagsýru yfir nýrnaganga, því að hlut- fallið milli þvagsýru »clearance« og kreatinin- »clearance« féll minna við HCTZ/A en HCTZ/KCl meðferðina. Hugsanlegt er, að aukningin á sermi-fosfati stafi af minnkuðu líkamsvatni samfara þíasíðgjöf (19). Þessi athugun leiðir í ljós, að 50 mg HCTZ/26 mmól KCl hefur jafnmikil blóð- þrýstingslækkandi áhrif og 50 mg HCTZ/5 mg amiloríð. Þessi lyfjaform eru einnig sambæri- leg hvað varðar áhrif á kalíumbúskaþ. Ef gefnir eru stórir skammtar af HCTZ (100 mg eða meira), er amiloríð sennilega áhrifameira en KCl til að koma í veg fyrir hypókalemíu. Önnur efnaskiþtaáhrif eru einnig sviþuð nema amiloríð virðist draga úr en ekki koma í veg fyrir aukningu þvagsýru af völdum HCTZ. Rannsókn okkar bendir til, að lítill læknis- fræðilegur ávinningur sé að gefa HCTZ/A frekar en HCTZ/K við háþrýstingi. Segja má þó, að HCTZ/A sé nokkru þægilegri fyrir sjúklinginn (færri og minni töflur). Einnig er hugsanlegt, að sjúklingur með mikla sermi- þvagsýru fái síður þvagsýrugigt af HCTZ/A en HCTZ/K. Ef 50 HCTZ nægja ekki til að leiðrétta háþrýsting, er ástæða til að bæta við öðru lyfi eða breyta um lyf, fremur en að auka skammtinn frekar. SUMMARY A randomized, double blind, cross-over study com- paring hydrochlorthiazide 50 mg plus amiloride 5 mg plus amiloride 5 mg (HCTZ/A) and hydrochlort- hiazide 50 mg plus 26 mmol potassium chloride (HCTZ/K) was conducted in 18 patients with mild essential hypertension (diastolic pressure 90 to 105 mmHg9. The sequence of treatment was: placebo for 2 weeks, one active drug for 3 weeks, placebo again for 2 weeks and the other active drug for 3 weeks. The two agents were significantly and equally efficacious in lowering the systolic and diastolic blood pressure. Baseline vs. treatment mean serum potassium levels were 3,82 vs. 3,78 mmol/1 for HCTZ/A and 3,82 vs. 3,70 mmol/I for
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.