Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 29

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 29
LÆKNABLADIÐ 1984; 70: 225-36 225 Ingimar Einarsson, Guðjón Magnússon, Ólafur Ólafsson KÖNNUN Á HEILSUGÆSLUPJÓNUSTU 16.-22. október 1981 1.0 INNGANGUR Skipulegar rannsóknir á heilsugæslu á íslandi hafa fram að pessu verið fáar og nánast allar þeirra hafa verið bundnar við einstök heilsu- gæslusvæði. Frá pví í nóvember árið 1965 til loka október 1966 voru athuguð samskipti sjúklingaog lækna á Hvammstanga. (1) Gunn- ar Guðmundsson, sérfræðingur í tauga- og geðlækningum, rannsakaði sjúkdómatíðni meðal peirra sem leituðu til hans pegar hann starfaði á Djúpavogi 30 daga í nóvember og desember 1971. (2) í ársbyrjum 1974 kannaði Björn Önundarson, sem pá starfaði sem heim- ilislæknir í Reykjavík, störf 9 heimilislækna á Reykjavíkursvæðinu. (3) Frá 11. febrúar til 15. mars sama ár framkvæmdu læknarnir Ólafur Sveinsson og Guðjón Magnússon rannsókn á heilbrigðispjónustu í Skagafirði. (4) Við heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum hefur frá árinu 1975 farið fram skráning og greining á öllum samskiptum sjúklinga og heilsugæslu, par með talin símtöl og sjúkravitjanir. (5) Par hefur ver- ið próað sérstakt upplýsingakerfi um heilsu- gæslu. Þetta kerfi hefur pegar verið tekið upp víða um land og stefna heilbrigðisyfirvöld að pví að pað verði tekið í notkun á öllum heilsugæslustöðvum landsins. Fram til ársins 1981 hafði aðeins verið framkvæmd ein könnun á samskiptum sjúk- linga og heilsugæslu sem náði til heilsugæslu- svæða í öllum landshlutum. Það var pegar Landlæknisembættið stóð fyrir könnum á almennri læknispjónustu á landsbyggðinni vik- una 16.-22. september árið 1974. (6) í peirri rannsókn, sem nefnd hefur verið landskönnun, komu fram ýmsar fróðlegar upplýsingar er heilbrigðisyfirvöld og fleiri aðilar hafa hagnýtt sér á margvíslegan hátt. Má par nefna að Sigmundur Sigfússon, sérfræðingur í geðlækn- ingum, gerði sérstaka athugun á almennri læknispjónustu við geðsjúka á rannsóknar- svæðinu. (7) LANDLÆKNISEMBÆTTID Frá árinu 1974 hafa heilsugæslustöðvar gegnt vaxandi hlutverki í heilsugæslu utan sjúkrahúsa. Pað var pví ákveðið að fram- kvæma sambærilega rannsókn við landskönn- unina vikuna 16.-22. október 1981, svo unnt- væri að gera sér betur grein fyrir peirri breyt- ingu sem orðið hefur á starfseminni á pessu tímabili. Tilgangur rannsóknarinnar var skil- greindur á eftirfarandi hátt: 1. Að afla upplýsinga um starfsemi heilsu- gæslustöðva. 2. Að bera niðurstöður peirrar athugunar saman við könnunina frá árinu 1974. Upplýsingar um samskipti sjúklinga og heilsu- gæslustöðva voru skráðar með sama hætti og í landkönnuninni 1974. Auk pess var aflað upplýsinga um vinnutíma lækna á könnunar- tímabilinu og hversu mörg erindi voru ein- göngu afgreidd af öðru starfsliði en læknum. 2. AÐFERÐIR 2.1 Framkvæmd Könnunin fór fram vikuna 16.-22. október 1981. Samskonar samskiptaseðlar og notaðir voru árið 1974, yfirlit um vinnutíma og flokkun sjúkdóma ásamt leiðbeiningum og skýringum voru sendar á heilsugæslustöðvar í öllum átta læknishéruðum landsins, p.e. í Reykjavíkur- héraði, Vesturlandshéraði, Vestfjarðahéraði, Norðurlandshéraði vestra, Norðurlandshéraði eystra, Austurlandshéraði og Reykjaneshér- aði. Hér var um að ræða 44 heilsugæslustöðv- ar par sem alls 89 heilsugæslulæknar voru við störf í október 1981. Þessi grein er hins vegar byggð á upplýsingum frá 58 læknum (og samstarfsfólki peirra) á 31 heilsugæslusvæði. Var petta gert á pennan hátt til pess að fá sem áreiðanlegastan samanburð við landskönnun- ina frá árinu 1974. Athygli er vakin á pví að í nokkrum tilvikum er munur á fjölda starfandi lækna og leyfðum stöðum á heilsugæslustöðv- um. Kemur par einkum til að víða störfuðu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.