Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 5

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 287-90 287 Þ. Herbert Eiríksson, Jón G. Stefánsson VITNESKA GEÐKLOFASJÚKLINGA UM EIGIN LYFJAMEÐFERÐ OG AFSTAÐA ÞEIRRA TIL HENNAR INNGANGUR Læknum hefur lengi verið ljóst, að ekki er alltaf farið að þeirra ráðum. Á það ekki hvað síst við um fyrirmæli og ráðleggingar varð- andi lyfjatöku (1). Jafnvel á sjúkrahúsum, þar sem sj úklingum eru skömmtuð ly fin og litið er eftir að þeir taki þau, bregst það að lyfjatak- an sé eins og læknirinn ráðgerir. Ein ástæða þessa gæti verið, að ekki sé samkomulag um meðferðina milli læknis og sjúklings. Lækn- irinn gerir sér þá e.t.v. ekki ljóst, að um ósamkomulag sé að ræða eða telur, að þrátt fyrir það að sjúklingurinn sé ekki fyllilega sammála meðferðinni, þá bæði eigi hann og muni fara að læknisráði. Sjúklingurinn áhinn bóginn, grípur til þess, að breyta lyfjatök- unni, þótt ekki sé samkomulag um það við lækninn. Önnur ástæða fyrir misbresti af þessu tagi, gæti verið andlegur veikleiki, sem yrði þess valdandi, að ekki yrði af fram- kvæmdinni þegar til ætti að taka, þrátt fyrir góð áform. Ekki hefur verið hægt að tengja þetta vandamál fremur einum sjúkdómi en öðrum, en þó sýnist Ijóst vera að fólk með geðsjúk- dóma fer enn síður eftir læknisráði en aðrir sjúklingar. Sérlega hafa margir geðklofa- sjúklingar reynst tregir til að fara að ráðum um lyfjatöku, sem oftast er nauðsynlegur þáttur í meðferð þeirra (2). Það er því mikils um vert að ná góðu samkomulagi við þessa sjúklinga um lyfjatökuna og fylgja því eftir að af henni verði, til þess að tryggja sem bestan árangur. Hvort sjúklingur samþykkir að taka lyf, er undir ýmsu komið. Því sterkari trú sem hann hefur á lækninum þ.e. að læknirinn viti hvað er að, hafi þekkingu til að beita bestu meðferð og vilji gera það besta fyrir sjúklinginn, því liklegra verður að telja að sjúklingurinn samþykki meðferðina. Einnig er líklegt að skilji sjúklingurinn veikindi sín og áhrif Frá geðdeild Landspítalans. Barst 20/05/1985. Samþykkt i breyttu formi og sent í prentsmiðju 27/08/1985. viðkomandi lyfja, og geti gert sér vitræna grein fyrir gagnsemi lyfjameðferðarinnar, verði hann henni fremur samþykkur. Fræðsla um sjúkdóm og lyfjameðferð við honum hefur t.d. bætt meðferðarheldni sjúklinga með of háan blóðþrýsting meðan fræðslunni var viðhaldið (3). Þegar lyfjameðferð er haldið áfram í lengri tíma þarf að viðhalda og styrkja samkomulag sjúklings og læknis um meðferðina. Sjúklingurinn þarf jafnframt að kunna skil á nöfnum og skömmtum þeirra lyfja sem hann notar, svo að lyfjataka hans á eigin vegum fari ekki í handaskolum. Athugun sú er hér verður greint frá beinist að tuttugu og níu sjúklingum með geðklofa, vitneskju þeirra um lyfin sem þeir nota og afstöðu þeirra til lyfjameðferðarinnar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Sjúklingar með geðklofa, sem vistaðir voru á fjórum móttökudeildum og einni endurhæf- ingardeild geðdeildar Landspítalans í febrúar 1984, voru spurðir um það, hvaða lyf þeir notuðu og hvaða skammta af þeim. Þá voru þeir beðnir að nefna hvert væri aðallyfið í meðferð þeirra og síðan voru þeir spurðir um það sérstaklega. Ef sjúklingur vildi ekki nefna aðallyf, valdi spyrjandi það lyf sem hann taldi skipta mestu máli í meðferðinni og spurði um það á sama hátt og ella. Einnig var spurt um ástæðu fyrir Iyfjatökunni og með hvaða hætti lyfið verkaði. Svör við þessum síðasttöldu spurningum voru greind niður á eftirfarandi hátt: a) hugmynd um ákveðinn verkunar- máta, t.d. dregur úr leiðni milli tauga, víkkar út öndurnarvegi, brýtur niður hvítu blóðkorn- in, b) tengt ákveðnum sjúkdómi, t.d. heldur niðri geðklofa, vegna krabbameins, c) tengt einkennum, t.d. dregur úr röddum, minnkar geðsveiflur, slær á verk, d) almenn skýring, t.d. vegna tauganna, við slappleika, til að halda manni lifandi. Þá var spurt hvort lyfið hefði aukaverkanir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.