Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1985, Page 12

Læknablaðið - 15.11.1985, Page 12
292 LÆKNABLAÐIÐ mældist lækkaður í neðri útlimum. Á röntgenmyndum sást jafnframt beinstökkvi. Fjórum árum síðar lá hann á Slysadeild Borgarspítal- ans vegna beinbrots á vinstra fótlegg eftir umferðarslys. Þar fékk hann krampakast. Blóðþrýstingur hans mældist stöðugt hækkaður eftir þá legu. Vaxtargallar voru orðnir meira áberandi en sýnt er á myndunum. Hann stamaði mikið. Sýaníð-nítróprússíðpróf á þvagi reyndist jákvætt. Síðan voru gerðar frekari mælingar á sermi og þvagi á Massachusetts General Hospital í janúar 1971 (sjá töflu I). Hár styrkur metíóníns og hómósystíns samfara lágu systíni samrýmist eingöngu hómósystínmigu vegna skorts á systatíónín þ-syntasa. í kjölfar þess var reynd pýridoxínmeðferð með litlum árangri. Nítján ára fékk sjúklingur blóðsega í hægra fótlegg og upp frá því tíð fótasár. Báðir augasteinar voru fjarlægðir um svipað leyti. Árið 1977 fékk hann hægri helft- arlömun, sem gekk að verulegu leyti til baka. Rann- sóknir bentu til að blóðþrýstingshækkun hans væri vegna nýrnaæðaþrengsla af völdum æðakölkunar. Líkamleg einkenni sjúkdómsins ágerðust með árun- um. Hann varð 206 cm á hæð. Þremur vikum áður en hann lést, bar á vaxandi mæði, bláma á útlimum og fótasár fóru vaxandi. Síðan kom hjartabilun, sem ekki lét undan meðferð. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir bráðainnlögn á Landspítalann vegna andnauðar, þrítugur að aldri. Krufning: Dánarorsökin var stór þéttur og lagskiptur gamall blóðsegi í stofnæð lungna (truncus pulmonalis) frá stofnæðarloku og út í smáar æðagreinar til beggja lungna (sjá mynd 3). Keilulaga drepsvæði voru mest áberandi í hægra og efsta geira lungna. Smásjárskoðun sýndi einnig fram ábráða lungnabólgu, bandvefshnignun (elastosis), einkum umhverfis æðar og merki um gamla ásvelgingu (aspiration). Hjartað vó 535 g og var bæði um hægri og vinstri hjartastækkun að ræða. í hægra hjartaslegli var gamall veggfastur blóðsegi, 3 cm í þvermál. Bandvefsaukning var undir hjartaþeli. Blóð- segar fundust í bláæðaflækjum við blöðruhálskirtil (plexus periprostaticus). Smásjárskoðun á æðum sýndi útbreidda æðakölkun, Fig. 2. Patient 1, age eleven. Longfeet and highplantar arch. Table 1. Laboratory results on serum and urine from patients no. 1 and 2. Concentrations in mg/100 ml. Normal Patient Patient range no. 1 no. 2 Plasma Methionine 0,3-0,6 18,31 5,10 Homocystine 0 0,32 0,19 Cystine 0,5-2,5 0 0 Urine Methionine 5,0 143,65 36,10 Homocystine 0 246,47 305,60 Cystine 5-30 0 0 Table II. Activity of cystathionine fi-synthase (mmol/- h/mg) in skin fibroblasts from patient no. 3. Control 1 Control Patient mean range no. 3 Assayed without pyridoxal phosphate 12,1 3,6-25,7 0,071 Assayed with lmM pyridoxal phosphate 15,9 4,9-32,1 0,29 The activity is significantly decreased. There is a fourfold increase with added cofactor which suggests that the patient could benefit from treatment with pyridoxine. með bandvefsaukningu í innhjúp margra æða og þreng- ingu á holrúmi þeirra (sjá myndir 4 og 5). Bandvefsaukn- ing var einnig áberandi í miðhjúp stórra æða, aðallega stofnæð lungna. Vöðvaþræðir æðanna voru gisnaðir og óreglulegt rof á elastískum þráðum. Ekki sást fituíferð í lifrarfrunum. Þrátt fyrir almennan beinstökkva var höfuðkúpan óeðlilega þykk, en í ennisbeini vinstra megin voru holrúm í beininu. Við heilaskoðun sást gamalt drep með holumyndun framanvert á næringarsvæði vinstri miðhjarnaslagæðar (arteria cerebri media). 2) Karlmaður fceddur 1951 Hann var fyrsta barn 26 ára móður og gekk fæðing hans vel. Síðar eignaðist hann tvo albræður og einn hálfbróður, sem álitnir eru eðlilegir. Móðursystir hans var blind og var það talið stafa af meðfæddum augnsjúkdómi. Hún var treggáfuð og lést 26 ára. Frá öðru aldursári var drengurinn seinn til og snemma bar á augnsjúkdómi. Árið 1960 var hann alveg blindur á hægra auga og það fjarlægt sökum hækkaðs augnþrýst- ings. Þá var jafnframt lýst augasteinslosi og dreri á vinstra auga. Síðar var reynd aðgerð á því, en sjúklingur hlaut einungis mjög takmarkaða sjón. Hann var vistaður á sólarhringsstofnun fyrir vangefna frá níu ára aldri. Frá unglingsaldri bólgnuðu fætur upp öðru hverju og sár mynduðust. Nítján ára gamall var sjúklingur rannsakaður af einum höfunda þessarar greinar (SH). Útlimir voru langir og grannir miðað við stuttan bol. Hann var með fuglsbrjóst (pectus carinatum), hrygg- skekkju og var hokinn í baki. Útlimaliðir voru fyrirferð- armiklir (einkum hné), fætur rauðbláir og merki um gömul fótasár. Hann var rjóður í kinnum (malar flush).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.