Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 42

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 42
308 LÆKNABLAÐIÐ inna sjúkrahúslækna á ríkisspítölum og Borgarspítala við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar undirritaður með venjulegum fyrirvara um samþykki félagsfundar. Hinn nýi samningur var kynnt- ur og ræddur á slíkum fundi L. í. og L. R. 10. maí sl. og samþykktur með nánast öllum greiddum atkvæðum. Hinn nýi samningur gildir frá 1. marzsl. til28. febrúar ánæstaári. Samkvæmt samningnum hækka grunn- laun að meðaltali um 33%, ef miðað er við laun 1. sept. 1984. Þó hækka lægstu laun um 40.56% og verða kr. 31.597.00 á mánuði og laun elztu sérfræðinga og yfirlækna hækka um 34.21%, en minnst er hækkun hjá sérfræðingum á 1. stigi, þ. e. 0-3 ár, og hjá elztu aðstoðarlæknum, þ. e. 6. stigs eftir 9 ár og 18 ár frá kandidatsprófi. Meðalhækkun er hér 31% en hafa verður í huga, að 1. stig sérfræðings er óvirkt m.t.t. lengdar sérnáms- ins og ætla má, að ekki verði umtalsverð fjölgum aðstoðarlækna í tveim efstu þrepum launastiga þeirra. Eðlilegt er að reikna hækkunina út frá 1. sept. 1984, þar eð í desember 1984 varð launabreyting, sem fól einungis í sér flata krónuhækkun á laun og þar með breytilega prósentuhækkun eftir launastigum. Sé hins vegar miðað við laun í desember 1984, er meðalhækkun launa nú um 18%, en þó er hækkun lægstu launa 23.2% og hækkun launa elztu sérfræðinga og yfirlækna 19.48%. Bil milli launaþrepa verður 4.5% bæði hjá sérfræðingum og aðstoðarlæknum. Hækkun grunnlauna lækna, hvort heldur miðað er við 1. sept. 1984 eða desember 1984 er síst lakari en annarra stétta B.H.M. skv. opinberum tölum. Þær jafnast raunar á við það, sem bezt hefur náðst fram. Hækkun grunnlauna miðað við 1. marz 1983 er og sízt lakari en annarra stétta og raunar allmiklu betri en flestra þeirra miðað við opinberar tölur. Mikið vantar samt á, að hækkun launa sl. 2 ár, en helmingur þeirrar hækkunar er frá 1. sept. sl., sé í samræmi við þær verðlags- breytingar, sem orðið hafa á tímabilinu. Vissulega eru niðurstöður kjarasamnings- ins víðs fjarri hugmyndum um lægstu laun og hæstu laun, þótt við getum a.m.k. fremur en ýmsar aðrar stéttir unað niðurstöðum í bili. Kröfugerð okkar var lögð fyrir viðsemj- endur fyrir sl. áramót. Viðræður um hana voru af hálfu viðsemjenda okkar aldrei nema á málamyndarstigi. Kröfur okkar fóru því reglum samkvæmt fyrir Kjaradóm, með því að mál urðu ekki heldur leyst hjá sátta- semjara. Við fengum hins vegar frest fyrir Kjaradómi, m.t.t. þess að við reyndum samningsgerð til fullnustu, eftir að dómur hefði verið kveðinn upp um kjör annarra. Samkomulag náðist, og kom því aldrei til ákvörðunar Kjaradóms. Óhætt er að fullyrða, að Kjaradómur hefði tæplega dæmt okkur kjarabætur umfram það, sem náðist við samningsgerðina. Enda þótt viðsemjendur okkar tækju vissulega mið af Kjaradómi í allri samningsgerðinni, tókst þó að Iokum að komast út fyrir ramma hans, þótt naumt væri. Hins vegar fylgdu viðsemjendur okkar því fordæmi Kjaradóms að fjalla að engu um önnur atriði samningsins en launastigann. Þannig fengust engar beinar kjarabætur í sérákvæðum samningsins. Umræðum um skattaívilnanir var algjör- lega hafnað. Engin breyting varð á föstum vinnutíma, né heldur breyting á greiðslum fyrir vaktir, en lítils háttar aukning á fríum vegna bakvakta. Samningurinn gerir ráð fyrir endurskoðun á tímabilinu, verði breyting á launaþróun í landinu. Verðbætur fara eftir lögum hverju sinni. Þá var í engu hnikað ákveðnum grundvall- aratriðum. Þau snerta aðallega skilgreiningu dagvinnunnar og nýtingu vinnutímans. Samningurinn gerir ráð fyrir, að ekki sé hægt að gera á þessu grundvallarbreytingu nema með samþykki beggja aðila. Með vísan til þess, að gera skal ráðningar- samning við hvern lækni, ætti hver og einn að geta komist hjá því að taka á sig kvaðir, er brjóta í bága við grundvallarhugmyndir lækna og raunar annarra um, hvað er dag- vinna og til hvers skuli skipuleggja vinnutím- ann. í framhaldi af þessu er rétt að hvetja lækna til þess að fylgjast með því, að samningurinn sé haldinn í smáatriðum og að þeir fari sjálfir eftir honum í hvívetna. Lítils háttar breyting fékkst á reglum um námsferðir, með tilliti til norræns samstarfs. Launabreytingar í júlí, ágúst og október eru hliðstæðar hækkun hjá B.H.M. Gjaldskrá heilsugœzlulcekna. Samningar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.