Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1985, Side 53

Læknablaðið - 15.11.1985, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 315 heilsugæzlulæknum spurningalista til að kanna tímaritakaup og bókasafnsnotkun þeirra, svo og tii að leita álits á hugmynd- um nefndarinnar. Vandamálið er stórt og skoðanir skiptar um lausnir. Störf nefndarinnar urðu til að auka mjög umræðu um bókasafnsmál, einkum um bókasafn Landspítalans. Ákvörðun hefur verið tekin um, að það safn fái húsrými í Hjúkrunarskólanum. Nefndin gerði ákveðnar tillögur i tveim tiltölulega einangruðum þáttum málsins: 1. Læknar, sem starfa utan spítala og á minni spítölum úti á landi, hafa notið þjónustu bókasafna spítalanna í Reykjavík. Forstöðu- menn þeirra safna hafa gefið út yfirlýsingar um, að þau geti ekki annað þessari þjónustu sökum þrengsla og mannfæðar, og formlegri ósk um aukna þjónustu hefur alveg verið neitað. í samráði við landlækni og ráðuneyt- isstjóra heilbrigðisráðuneytisins lagði nefnd- in til, að við landlæknisembættið verði stof- nað bókasafn, sem einkum sinni þörf heimi- lis- og heilsugæzlulækna. Nefndin gerði starfs- og kostnaðaráætlun fyrir safnið, sem landlæknir tók inn í fjárlagabeiðni fyrir næsta ár. 2. Þrengsli á bókasöfnum sjúkrahúsanna í Reykjavík eru mikil, og því verður að geyma tímarit eldri en 10-15 ára utan eiginlegs húsnæðis þeirra, oft í kössum, svo að erfitt er um aðgang að þeim. Til að bæta úr þessu kannaði nefndin þann möguleika, að sjúkra- húsin rækju sameinginlega safn fyrir gömul tímarit og ræddi tillögu þar að lútandi við viðkomandi aðila. Hugmyndin fékk víðast góðar undirtektir, en ekki tókst að fá ákvörðun í málinu á sl. vori. Nefndin mun hefja störf að nýju á hausti komandi. NEFND TIL AÐ SEMJA REGLUR UM KYNNINGU LÆKNA INNBYRÐIS Væntanlega verður hægt að kynna greinar- gerð frá nefndinni á aðalfundi nú í haust. BANKAVIÐSKIPTANEFND Nefndin hefur starfað og í 5. hefti Fréttabréfs lækna nú í vor efndi hún til skoðanakönnun- ar, þar sem kanna átti bankaviðskipti lækna. Þrátt fyrir nafnleynd hafa einungis borist um 50 svör. Greinargerð nefndarinnar er væntanleg til stjórnar L.í. bráðlega. NEFND TIL UNDIRBÚNINGS FRAMKVÆMDAR ÁLYKTUNAR AÐALFUNDAR 1983 UM SUNDURLIÐUN OG SAMANBURÐ Á KOSTNAÐI í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Á aðalfundi 1983 var stjórn félagsins falið að sjá til þess, »að ávallt séu fyrir hendi upplýs- ingar um sundurliðaðan kostnað við heil- brigðisþjónustu á íslandi ásamt samanburði við kostnað nágrannaþjóðanna«. í árslok 1983 skipaði stjórnin nefnd til að vinna að undirbúningi framkvæmdar álykt- unarinnar. Nefndin hefur starfað, en ekki skilað stjórninni niðurstöðum, enda verk- efnið mjög umfangsmikið. NEFND UM EINKAREKSTUR HEIMILISLÆKNINGA O.FL. Aðalfundur L.í. 1982 fól stjórn félagsins athugun á möguleikum lækna til einkarekst- urs á læknastofum, þar sem veitt yrði svipuð þjónusta og á heilsugæzlustöðvum. Stjórnin skipaði nefnd til slíkrar athugunar, en nefn- dinni var þó ætlað í upphafi að gera úttekt á kostnaði við stofnun og rekstur heilsugæzlu- stöðva. í nefndina voru skipaðir Jón Bjarni Þorsteinsson, formaður, Guðjón Eyjólfsson, endurskoðandi, og Páll Þóðarson, fram- kvæmdastjóri. Nefndin skilaði greinargerð 15. janúar sl., þar sem fram kom, að upplýsingar um þessi mál eru mjög ófullnægjandi og óaðgengi- legar. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, »að endanleg úttekt á kostnaði við rekstur heilsugæzlustöðva væri því ekki á færi þess- arar nefndar«. Nefndin óskaði eftir að vera leyst frá störfum. Greinargerð var birt í Fréttabréfi lækna 2/1985. NEFND UM »RÁÐNINGAR« HEIMILISLÆKNA UTAN HEILSUGÆZLUSTÖÐVA í kjarasamningi heimilislækna utan heilsu- gæzlustöðva er gert ráð fyrir, að til þess að heimilislæknir geti hafið störf skv. samn- ingnum, þurfi að mati samningsaðila og við- komandi héraðslæknis að vera þörf fleiri heimilislækna á starfssvæðinu. í samningnum eru engin ákvæði um, hvernig á að velja þá lækna, sem viðurkenndir verða til starfa á hverju starfssvæði. Þetta

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.