Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 57 Aðalbeiðnin er oft um flutning á sjúklingi á geðdeild. Á deildum þar sem sjúklingar liggja í Iangan tíma, eins og t.d. endurhæfingar- deild, sækjast læknar og starfslið eftir mati á öllum þáttum, ekki síst hvaða áhrif sjúklingur hefur á starfsfólkið. Þar er Iögð áhersla á að um Iangvarandi vandamál sé að ræða. Sjúklingi er hjálpað að laga sig að einkennum, en síður einblínt á lækningu. Sú staðreynd að sjúklingi er vísað til geðlæknis fer ekki alltaf eftir því hve geðtruflanirnar eru alvarlegar, heldur eftir þáttum eins og »óskýrðum líkam- legum einkennum«, »truflandi hegðun sjúklings« og »þekkingu og viðhorfi læknis« (10). Oft eru aðrir Iæknar tregir til að kalla til geðlækni. Þeir telja oft að ekki sé um geðtruflun að ræða, finnst að geðlæknir geti ekki hjálpað og eru stundum hræddir um að móðga sjúklinginn (11). Aðrar athuganir hafa sýnt, að beðið er um álitgeðlæknis fyrir 1-13% sjúklinga almennra sjúkrahúsa (4) eða að meðaltali fyrir 4% sjúklinga (12). Hér er beðið um álit fyrir 1,6% sjúklinga. Er þetta þvi í lægra lagi miðað við sum erlend sjúkrahús. í athugun þessari kemur í Ijós, að mismun- andi form af þunglyndi er algengasti geðræni sjúkdómurinn sem greindur er, eða um 37%. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. í athugunum, svipuðum þessari, hefur verið sýnt fram á, að þunglyndi er greint hjá 23- 58% þeirra sem geðlæknar eru kvaddir til að sjá á almennum deildum sjúkrahúsa, meðal- tal í kringum 40% (12). Reyndar er stundum erfitt að greina þunglyndiseinkenni frá al- mennum einkennum við ýmsa alvarlega líkamlega sjúkdóma. Oft verður þetta til þess að þessir sjúklingar eru rannsakaðir ítarlega á almennum deildum og þegar geðlæknir er kallaður til, þá eru önnur þunglyndiseinkenni orðin augljós. Sýnt hefur verið fram á að 20- 25% sjúklinga á lyfjadeildum hafa þunglynd- iseinkenni (13), en það verður að taka með því fororði sem rætt er um hér að framan. Þunglyndi í vægu formi greinist hér hjá 60% þunglyndissjúklinga, en 40% þeirra hafa alvarlegra þunglyndi. Þunglyndi er mun al- gengara hjá konum ér körlum í þessum hópi eða u.þ.b. 2,4 sinnum algengara. Aðrir hafa sýnt fram á svipað hlutfall (5). í þessari athugun er hlutfall þeirra sem greinast með vefrænar geðtruflanir um 23%. Það er nokkuð hærra en sumir aðrir hafa sýnt fram á (12), en hafa ber í huga, að á Landspítala er sérstök öldrunarlækninga- deild, sem geðlæknar voru hlutfallslega oft kallaðir til. í öðrum athugunum eru sérstakar öldrunarlækningadeildir ekki til staðar og er þá hlutfall vefrænna geðtruflana um 15%, sem er svipað og hér ef öldrunarlækninga- deild er sleppt úr. Víða erlendis hefur verið sýnt fram á að geðlæknar eru siður kallaðir til sjúklinga eldri en 60 ára, en þeirra sem yngri eru (14). Öldrunarlækningadeild Landspítala kallar þó hlutfallslega oftar á geðlækna en aðrar deildir. Margir læknar telja að geðlæknar hafi lítið fram að færa við vefrænar geðtruflanir. Hitt er ljóst að nákvæm saga og skoðun getur greint hvað er að baki, óráð eða eitthvert form elliglapa. Sú mismunagreining er mikilvæg. Nauðsynlegt er, og stundum lífsnauðsynlegt, að greina orsakir óráðs, en þær geta verið margs konar. Þunglyndi er líka mismuna- greining sem hafa þarf i huga. Geðlæknir ætti því að vera kallaður til, ef um skyndilega breytingu er að ræða á geðrænu ástandi sjúklings og einnig ætti geðlæknir að meta ástand þeirra sem taldir eru hafa elliglöp, og gefa ráð um meðferð og aðhlynningu. Um aðra sjúkdómaflokka sem greindir eru, má fara fljótt yfir sögu. Eins og áður segir, eru áfengisvandamál sjálfsagt vangreind hjá sjúklingum á almennum sjúkrahúsum og viðnám lækna töluvert við því að kalla til geðlækni. Geðlæknar voru hlutfallslega mun oftar kvaddir til kvenna en karla með áfengis- vandamál. Að vísu er hér ekki um marga einstaklinga að ræða, en kemur á óvart þar sem áfengisvandamál eru talin mun algengari hjá körlum en konum. Kvíði er aðaleinkennið hjá innan við 7% sjúklinga, en aðrar sjúkdómsgreiningar eru sjaldgæfar. Athygli vekur hve stór hluti sjúklinga fær enga greiningu, eða u.þ.b. 8%. Aðrir hafa komist að svipuðum niðurstöðum (12). Oft er hér um að ræða sjúklinga, sem áður hafa átt við að stríða vandamál af geðrænum toga, en eru svo einkennalausir þegar geðlæknir sér þá. Einnig er hugsanlegt að geðlæknar vanmeti stundum geðræn einkenni sem aðrir læknar greina. Konur eru mun fleiri en karlar (1,7:1). Mest af þessum mun skýrist af því að þunglyndi greinist mun oftar hjá konum en körlum. í könnun þessari var reynt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti geðrænar ástæður lægju til grundvallar því að þessi sjúklinga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.