Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1987, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.10.1987, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 331 Tafla IX. Var þjónustan vönduð? Mjög vönduð.............................. 15 Vönduð................................... 20 Viðunandi ................................ 7 Óvönduð .................................. ] Samtals 42 Tafla X. Mundir þú mæla með þessari þjónustu við aðra? Já.............................................. 38 Óviss............................................ 3 Nei.............................................. 1 Samtals 42 Tafla XI. Mundir þú leita þér aðstoðar aftur l erfiðleikum? Já................................... 32 Óviss ................................ 9 Nei................................... 1 Ef já: Til sama meðferðaraðila....................... 27 Til annars aðila, en á geðdeild................ 2 Á stofu........................................ 3 Samtals 42 32 höfum við náð betur saman og ég er ekki lengur hrædd við fólkið í kringum mig og get betur verið ég sjálf. Maðurinn minn gengur til sálfræðings og er að nálgast mig meiri og meir.« »Upphaflegur ásetningur var að bœta slœmt kynlíf eða kynlífsleysi. Komist var að því að kynlífserfiðleikarnir væru í rauninni eitt einkenni dýpri erfiðleika í samskiptum. í meðferðinni tókst að bæta ýmislegt í samspili okkar en að mínu mati tókst ekki að komast frá vandanum sem ég tel að sé til staðar. Sá vandi sem upphaflega rak mig í meðferð er enn til staðar en reynslan af henni er að mörgu leyti jákvæð og hefur bætt margt.« »Ég hafði mjög mikla hjálp í því að fá koma til ykkar þó svo að meðferð hafi lokið með skilnaði okkar hjóna... Ég veit að þetta var eina lausnin og ég reyni að trúa því að hún hafi verið sú basta þó erfið sé. Er þakklát fyrir alla þá hjálp og aðstoð sem okkur var veitt.« Einnig var beðið um lýsingu í opnum svörum á reynslunni af þjónustu geðdeildarinnar sem slíkrar. Þau svör voru yfirleitt ekki eins ítarleg, og þau sem voru greinargóð áttu e.t.v. fremur við um meðferðarreynslu: »Ég hef í alla staði góða reynslu af þjónustunni og mér finnst hún alveg bráðnauðsynleg. í mínu tilfelli þar sem um sambúðarerfiðleika var að rœða var mjög viðeigandi að félagsráðgjafarnir voru tveir, karl og kona. Þá náðist að mínu mati víðari yfirsýn því hugsunarháttur er ekki eins hjá báðum kynjum. Það skapar jafnvœgi og stuðning fyrir báða.« »Jákvœð, fagleg, hlutlaus vinnubrögð. Meðferðaraðilar biðu átekta í hverju vandamáli uns fjölskyldan sjálf var búin að skilgreina vandann, þá var auðveldara að taka á honum. Tjáskipti urðu eðlilegri og virðing réttar um gagnkvæma tjáningu myndaðist og mótaðist.« Eftirfarandi eru nokkur dæmi um svör sem lýsa beinum viðhorfum til geðdeildarinnar: »Þjónustan var ágæt«. »Ómetanlegt að hafa möguleika á þessari þjónustu«. »Ég vissi ekki áður að þessi þjónusta var til. Álít hana mjög þarfa og er mjög þakklát fyrir að hafa notið hennar. Fullyrði að þjónustan er ekki nœrri nógu vel kynnt, er hún yfirleitt nokkuð kynnt?« í svörunum um viðhorf til geðdeildarinnar kom hvergi neitt fram um óþægindi af því að leita til geðdeildar með samskiptavandamál, hvorki áhyggjur af því að vera þar á skrá, af skráningu í sjúkraskýrslur né varðandi trúnað. Það atriði er ávallt vel útskýrt í upphafi meðferðar og er oft mikið spurt út í atriði þar að lútandi, svo sem hversu nákvæmlega sé skráð í skýrslur, hverjir sjái þær og hvernig trúnaði sé háttað. Lok meöferðar. Algengt er að skjólstæðingum finnist að meðferð hafi ekki verið lokið ef þeir hafa ekki verið sáttir við endalokin, eða ekki nægilega vel frá þeim gengið. Hér segjast 22 hafa verið sáttir við lok meðferðar en 20 ósáttir. Ástæðurnar fyrir óánægjunni eru margvíslegar. Ellefu telja sig hafa viljað ná lengra í meðferðinni með fleiri viðtölum. Sex hefðu viljað fá ein- staklingsviðtöl í framhaldi af hjónameðferðinni. Þrír fluttu út á land. í öllum málunum var unnið samkvæmt samningi um það, hvernig lokum meðferðar skyldi hagað. í upphafi reyndist oft erfitt að fá skjólstæðinga til að skilja mikilvægi slíks samnings og þess hvernig meðferðarsamvinnunni lyki. Ekki síst reyndi á þetta ef um var að ræða að ljúka meðferð fyrr en samkomulag sagði til um. Aöstæður nú. Áhugavert var að fá að vita um aðstæður svarenda að þessum tíma liðnum, hvað hefði breyst og hver viðhorf þeirra væru til

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.